Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

193. spurningaþraut: Hér koma við sögu Erwin Schrödinger, Zlatan Ibrahimovic, Spencer Perceval og Nikolay Przhevalsky

193. spurningaþraut: Hér koma við sögu Erwin Schrödinger, Zlatan Ibrahimovic, Spencer Perceval og Nikolay Przhevalsky

Hér eru spurningarnar frá í gær. Gleymduði nokkuð að svara þeim?

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn lengst til vinstri á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað er fokka? Ég meina nafnorðið, ekki sagnorðið.

2.   Eðlisfræðingurinn Erwin Schrödinger var einu sinni að basla við að útskýra furður skammtafræðinnar svokölluðu í eðlisfræði, og bjó þá til hugmynd um ákveðið dýr sem væri í senn lifandi og dautt. Hvaða dýr notaði hann í þessa hugmynd?

3.   Önnur dýraspurning, en giska ólík. Nikolay Przhevalsky hét rússneskur landfræðingur sem ferðaðist víða um Asíu á 19. öld. Hann lýsti fyrstur manna gasellutegund sem við hann er kennd, en líka annarri dýrategund sem heitir líka eftir honum. Menn eru ekki alveg á eitt sáttir um uppruna þess dýrs, en hugsanlega er um að ræða ævaforna útgáfu af dýrategund sem allir þekkja. Hvað er þetta seinna dýr sem kennt er við Przhevalsky?

4.   Með hvaða fótboltaliði spilar Zlatan Ibrahimovic þessa dagana? 

5.   Hvað heitir höfuðborg Serbíu?

6.   Spencer Percival var forsætisráðherra Bretlands 1809-1812. Það fer satt að segja ekki sérstökum sögum af afrekum hans í embætti, þótt Bretar hafi þá verið að ná yfirhöndinni í styrjöld sinni við Napóleon. Percival er hins vegar minnst fyrir allt annan hlut, sem gerir hann einstæðan í röð breskra forsætisráðherra, bæði fyrr og síðar, þótt fáir öfundi hann af því. Hvað er það?

7.    Vítamín eru lífræn efnasambönd sem eru manninum nauðsynleg. Hversu mörg eru vítamínin sem gagnast manninum? Hér má muna einu, til eða frá?

8.   Ég held að ég sé ekki enn búin að spyrja hver var fyrsta konan sem gegndi ráðherraembætti á Íslandi. Þá spyr ég um það nú. Hver var hún?

9.   Hvað heitir stærsti þéttbýlisstaðurinn í Borgarbyggð?

10.   Hvað tónlistarmaður sendi frá sér lög eins og Papa Don't Preach, Live to Tell, La Isla Bonita og Like a Prayer?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni?

***

Svör við aðalspurningum;

1.   Segl.

2.   Köttur.

3.   Hestur.

4.   AC Milan.

5.   Belgrad.

6.   Hann er eini breski forsætisráðherrann sem hefur verið myrtur í embætti. Ekki er nóg að segja að hann hafi dáið – morð verður að nefna.

7.   Þau eru þrettán, svo rétt má vera 12-14.

8.   Auður Auðuns.

9.   Borgarnes.

10.   Madonna.

***

Svar við fyrri aukaspurningu:

Þarna sást í nef og ennisblöð Leníns, kommúnistaleiðtoga í Rússlandi.

Svar við seinni aukaspurningu:

Þetta var Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistans 1988-1990 og aftur 1993-1996.

***

Og aftur hlekkur á spurningar gærdagsins!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu