Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

193. spurningaþraut: Hér koma við sögu Erwin Schrödinger, Zlatan Ibrahimovic, Spencer Perceval og Nikolay Przhevalsky

193. spurningaþraut: Hér koma við sögu Erwin Schrödinger, Zlatan Ibrahimovic, Spencer Perceval og Nikolay Przhevalsky

Hér eru spurningarnar frá í gær. Gleymduði nokkuð að svara þeim?

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn lengst til vinstri á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað er fokka? Ég meina nafnorðið, ekki sagnorðið.

2.   Eðlisfræðingurinn Erwin Schrödinger var einu sinni að basla við að útskýra furður skammtafræðinnar svokölluðu í eðlisfræði, og bjó þá til hugmynd um ákveðið dýr sem væri í senn lifandi og dautt. Hvaða dýr notaði hann í þessa hugmynd?

3.   Önnur dýraspurning, en giska ólík. Nikolay Przhevalsky hét rússneskur landfræðingur sem ferðaðist víða um Asíu á 19. öld. Hann lýsti fyrstur manna gasellutegund sem við hann er kennd, en líka annarri dýrategund sem heitir líka eftir honum. Menn eru ekki alveg á eitt sáttir um uppruna þess dýrs, en hugsanlega er um að ræða ævaforna útgáfu af dýrategund sem allir þekkja. Hvað er þetta seinna dýr sem kennt er við Przhevalsky?

4.   Með hvaða fótboltaliði spilar Zlatan Ibrahimovic þessa dagana? 

5.   Hvað heitir höfuðborg Serbíu?

6.   Spencer Percival var forsætisráðherra Bretlands 1809-1812. Það fer satt að segja ekki sérstökum sögum af afrekum hans í embætti, þótt Bretar hafi þá verið að ná yfirhöndinni í styrjöld sinni við Napóleon. Percival er hins vegar minnst fyrir allt annan hlut, sem gerir hann einstæðan í röð breskra forsætisráðherra, bæði fyrr og síðar, þótt fáir öfundi hann af því. Hvað er það?

7.    Vítamín eru lífræn efnasambönd sem eru manninum nauðsynleg. Hversu mörg eru vítamínin sem gagnast manninum? Hér má muna einu, til eða frá?

8.   Ég held að ég sé ekki enn búin að spyrja hver var fyrsta konan sem gegndi ráðherraembætti á Íslandi. Þá spyr ég um það nú. Hver var hún?

9.   Hvað heitir stærsti þéttbýlisstaðurinn í Borgarbyggð?

10.   Hvað tónlistarmaður sendi frá sér lög eins og Papa Don't Preach, Live to Tell, La Isla Bonita og Like a Prayer?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni?

***

Svör við aðalspurningum;

1.   Segl.

2.   Köttur.

3.   Hestur.

4.   AC Milan.

5.   Belgrad.

6.   Hann er eini breski forsætisráðherrann sem hefur verið myrtur í embætti. Ekki er nóg að segja að hann hafi dáið – morð verður að nefna.

7.   Þau eru þrettán, svo rétt má vera 12-14.

8.   Auður Auðuns.

9.   Borgarnes.

10.   Madonna.

***

Svar við fyrri aukaspurningu:

Þarna sást í nef og ennisblöð Leníns, kommúnistaleiðtoga í Rússlandi.

Svar við seinni aukaspurningu:

Þetta var Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistans 1988-1990 og aftur 1993-1996.

***

Og aftur hlekkur á spurningar gærdagsins!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár