Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Steingrímur: Ekki Alþingis að svara til um inngrip skrifstofustjórans við birtingu laga um laxeldi

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son seg­ir að það sé fram­kvæmda­valds­ins að taka við nýj­um lög­um fra Al­þingi og birta þau. Hann seg­ir að það sé ekki Al­þing­is að tjá sig um mál Jó­hanns Guð­munds­son­ar sem hringdi í Sjtór­n­ar­tíð­indi úr at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu og lét fresta birt­ingu laga um fisk­eldi.

Steingrímur: Ekki Alþingis að svara til um  inngrip skrifstofustjórans við birtingu laga um laxeldi
Ekki Alþingis að svara Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að það sé ekki þingsins að svara fyrir það hvernig birtingu laga er háttað eftir að þau hafa verið samþykkt á þingi. Jóhann Guðmundsson frestaði því um þrjá daga að vilji Alþingis næði fram að ganga með nýrri lagasetningu um laxeldi. Mynd: Magnus Fröderberg

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis, segir að það sé ekki Alþingis að svara spurningum um birtingu nýrra laga heldur framkvæmdavaldsins. Það er segja ráðherra og ráðuneyta þeirra sem um ræðir.

Stundin spurði Steíngrím J. um inngrip skrifstofustjóra sjávarútvegs- og fiskeldis í atvinnuvegaráðuneytinu, Jóhann Guðmundsson, í birtingu laga um fiskeldi í fyrrasumar, árið 2019. Steingrímur telur að það sé ekki Alþingis að svara fyrir inngrip Jóhanns: „Meðferð þessa tiltekna máls var með hefðbundum hætti af hálfu Alþingis og innan tímaramma, en við ekki til svara fyrir það að öðru leiti, sbr. það sem hér að ofan er komið fram,“ segir í svari forseta Alþingis í tölvupósti. 

Eins og Stundin sagði frá á föstudaginn í síðustu viku þá hringdi Jóhann í Stjórnartíðindi, deild innan dómsmálaráðuneytisins sem sér um birtingu nýrra laga frá Alþingi, og bað um að birtingu nýrra laga um fiskeldi yrði frestað um þrjá daga.

Vísaði Jóhann til frests sem laxeldisfyrirtæki höfðu fengið hjá Skipulagsstofnun til að skila gögnum til stofnunarinnar. Frestur laxeldisfyrirtækjanna rann út þann 17. júlí og upphaflega átti að birta nýju lögin þann 15. en Jóhann bað um að þetta yrði gert þann 18. í staðinn. Ástæðan var sú að ef lögin hefðu verið birt áður en laxeldisfyrirtækin skiluðu umræddum gögnum þá hefðu nýju lögin, sem meðal annars fólu í sér uppboð á nýjum eldissvæðum þar sem ný svæði hefðu átt að fara til hæsbjóðanda, gilt um þau laxeldisáform sem þessi fyrirtæki voru að vinna með. Um var að ræða 25 þúsund tonna laxeldi þriggja fyrirtækja í Ísafjarðardjúpi og á Austfjörðum. Því var um að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni fyrir umrædd laxeldisfyrirtæki; 25 þúsund tonna laxeldisáform. 

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað Jóhanni gekk til með þessu inngripi eða af hverju hann hringdi umrætt símtal og lét seinka birtingu laganna. Stundin hefur gert árangurslausar tilraunir síðustu daga til að ná tali af Jóhanni til að spyrja hann út í það hvað honum gekk til. 

Alþingi tekur ekki afstöðu

Hafa ekkert gert í málinuAtvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Kristjáns Þórs Júlíussonar hefur ekki reynt að komast til botns í því af hverju skrifstofustjóri í ráðuneytinu lét fresta birtingu laga um laxeldi þrátt fyrir að það sé „einsdæmi“ eins og ráðuneytið orðar það.

Miðað við svar Steingríms er þetta mál í reynd ekki mál sem Alþingi á að svara fyrir.  Eins og Steingrímur segir: „Sem sagt, eftir að prentuð og undirrituð eintök eru farin héðan, oftast fáeinum dögum eftir afgreiðslu og alltaf vel innan 14 daga, er málið úr höndum Alþingis og það alfarið mál framkvæmdavaldsins, og skylda, að klára ferlið.“

Með öðrum orðum er það ekki Alþingis að „klára ferlið“ eða hafa skoðun á því hvernig þetta ferli er eða var klárað í þessu tilfelli. 

Ljóst er að Jóhann seinkaði formlegri gildistöku umræddra laga um þrjá daga og seinkaði þar með að vilji Alþingis með umræddri lagasetningu næði fram á að ganga innan áður tilsetts og ákveðins tímaramma. 

Atvinnuvegaráðuneytið segist hafa sent Jóhann í leyfi frá störfum þegar upp komst um þetta inngrip hans síðastliðið sumar.

Ekki liggur hins vegar ennþá fyrir á hvaða forsendum Jóhann var sendur í umrætt „ótímabundna leyfi“ frá störfum, hvaða starfsreglur eða vinnulag hann braut og svo framvegis. Ráðuneytið segir að Jóhann hafi hringt umrætt símtal að eigin frumkvæði. Þannig hefur ráðuneytið hvítþvegið sig af vitneskju sinni um málið en það hefur jafnframt ekki svör á reiðum höndum af hverju Jóhann greip inn í birtingu laganna með þessum hætti. 

„Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um nein önnur slík tilvik“

Var hringt í Jóhann frá umræddum laxeldisfyrirtækjum og hann beðinn um að ganga hagsmuna þeirra? Hafði SFS, hagsmunasamtök eldisfyrirtækja meðal annars, samband við Jóhann og bað um þetta inngrip ráðuneytisins? Var „leyfi“ Jóhanns Guðmundssonar lögmætt eða ekki og var hann sendur í leyfi á óréttmætum forsendum? Á þessari stundu er þetta ekki vitað og ráðuneytið hefur ekki látið rannsaka þetta mál, svo vitað sé. 

Fjölmörgum spurningum er því ósvarað í málinu og er ljóst út frá svörum Alþingis að stofnunin telur sig ekki vera þann aðila sem eigi að svara þeim. 

Misvísandi svör

Eitt af vandamálunum í þessu tiltekna máli er að Stundin hefur fengið misvísandi frá hlutaaðeigandi ráðuneytum um hversu eðlilegt inngrip Jóhanns hafi verið. 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið segir inngripið vera einsdæmi: „Í málaskrá ráðuneytisins, sem byggir á Handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa sem forsætisráðuneytið, dóms- og kirkjumálaráðuneytið og Alþingi gáfu út árið 2007, er sérstakur kafli sem gildir um þau tilvik þegar flýta þarf birtingu laga. Ekki er hins vegar að finna umfjöllun eða skilyrði fyrir því að seinka birtingu laga en ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um nein önnur slík tilvik.“

„Nokkuð algengt er að haft sé samband úr ráðuneytum vegna birtingar laga“

Þetta sagði ráðuneytið í tölvupósti til Stundarinnar án þess að útskýra hvað var að þessu inngripi og hvað vinnureglur Jóhann braut. 

Dómsmálaráðuneytið gerði hins vegar lítið úr málinu í sínum svörum og sagði „nokkuð algengt“ að slík tilfelli kæmu upp að ráðuneyti hlutuðust til um birtingu laga: „Nokkuð algengt er að haft sé samband úr ráðuneytum vegna birtingar laga. Oft er aðeins verið að sinna skyldu skv. áðurnefndri 2. mgr. 6. gr. laga nr. 15/2005. Stundum er verið að minna á sérstakan gildistökudag og óska þess að birting fari fram fyrir þann dag. Stundum er verið að stilla saman birtingu  laga og reglugerðar sem byggir á lögunum. Stundum er verið að taka í notkun ný tölvukerfi vegna lagabreytinga og þá verður að vera búið að ganga frá kerfum áður en lög taka gildi. Þannig voru svokölluð neyðarlög nr. 125/2008 gefin út um miðja nótt til að geta tekið gildi við opnun fjármálastofnana að morgni.“

Út frá þessum svörum er erfitt að segja hverju eðlileg eða óeðlileg inngrip Jóhanns voru. Þar af leiðandi er erfitt að meta hvort réttmætt hafi verið að senda hann í leyfi frá störfum vegna þess. Og þar sem Jóhann hefur ekki viljað tjá sig um forsendur þess að hann greip inn í birtingu laganna, og þar sem ráðuneytið virðist heldur ekki hafa áhuga á því að vita það, er málið ennþá óleyst. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Starfsmaður ráðuneytisins lét seinka birtingu laga og varði hagsmuni laxeldisfyrirtækja
RannsóknMál Jóhanns Guðmundssonar

Starfs­mað­ur ráðu­neyt­is­ins lét seinka birt­ingu laga og varði hags­muni lax­eld­is­fyr­ir­tækja

Birt­ingu nýrra laga um lax­eldi var frest­að í fyrra­sum­ar að beiðni starfs­manns at­vinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins. Frest­un­in fól í sér að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in Arctic Fish, **Arn­ar­lax og Lax­eldi Aust­fjarða gátu skil­að inn gögn­um til Skipu­lags­stofn­un­ar áð­ur en nýju lög­in tóku gildi. Starfs­mað­ur­inn var send­ur í leyfi þeg­ar upp komst um mál­ið og starfar ekki leng­ur í ráðu­neyt­inu. Eng­in dæmi eru fyr­ir sam­bæri­leg­um af­skipt­um af birt­ingu laga.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrifstofustjórans talið sýna þörf á strangari reglum um snúningsdyravandann
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrif­stofu­stjór­ans tal­ið sýna þörf á strang­ari regl­um um snún­ings­dyra­vand­ann

Tvær þing­kon­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar segja að laga­setn­ing til að koma í veg fyr­ir hags­muna­árekstra hjá fólki í op­in­ber­um störf­um þurfi að vera strang­ari. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir seg­ir að mál skrif­stofu­stjór­ans og lög­fræð­ings­ins í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sýni fram á þetta.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti sendi trúnaðargögn til ráðgjafa Arnarlax
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti sendi trún­að­ar­gögn til ráð­gjafa Arn­ar­lax

Skrif­stofu­stjór­inn í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sem lét fresta birt­ingu nýrra laga um fisk­eldi vill fá rúm­lega 30 millj­ón­ir króna frá rík­inu vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar. Í dómi í máli hans er sagt frá því hvernig sam­skipt­um hans við ráð­gjafa lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax var hátt­að. Ráð­gjaf­inn var fyrr­ver­andi sam­starfs­mað­ur hans í ráðu­neyt­inu.
Kæran sagði Jóhann hafa hyglað Arnarlaxi í ráðuneytinu
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Kær­an sagði Jó­hann hafa hygl­að Arn­ar­laxi í ráðu­neyt­inu

Kæra vegna hátt­semi Jó­hanns Guð­munds­son­ar, skrif­stofu­stjóra í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sner­ist um að hann hefði geng­ið er­inda lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax. Jó­hann beitti sér fyr­ir því að gildis­töku laga um lax­eldi yrði seink­að um sumar­ið 2019. Arn­ar­lax skil­aði inn gögn­um um lax­eld­is­áform sín ein­um degi áð­ur en lög­in tóku eft­ir að Jó­hann lét seinka gildis­töku þeirra.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti var til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti var til rann­sókn­ar hjá hér­aðssak­sókn­ara

Mál Jó­hanns Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi skri­stofu­stjóra í at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sem kom að því að láta fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi sumar­ið 2020 var sent til lög­regl­unn­ar og hér­aðssak­sókn­ara. Rann­sókn máls­ins var hins veg­ar felld nið­ur þar sem ekki var tal­ið að um ásetn­ing hefði ver­ið að ræða. Fjall­að er um mál­ið í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um sjókvía­eldi á Ís­landi.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár