Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Umhverfisstofnun skoðar umhverfisfyrirtæki ársins

Um­hverf­is­stofn­un mun taka dreif­ingu Terra á plast­meng­aðri moltu í Krýsu­vík til skoð­un­ar. Land­græðslu­stjóri seg­ir að Land­græðsl­an beri hluta af ábyrgð í mál­inu en það megi hins veg­ar ekki verða til þess að stoppa notk­un á moltu.

Umhverfisstofnun skoðar umhverfisfyrirtæki ársins
Skoða plastmengun í Krýsuvík Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að stofnunin muni taka mál Terra til skoðunar. Árni Bragason landgræðslustjóri segir að Landgræðslan beri ábyrgð í málinu.

Umhverfisstofnun mun taka mál sorphirðu- og endurvinnslufyrirtækisins Terra, sem dreifði plastmengaðri moltu í Krýsuvík, til skoðunar. Sú skoðun er ekki hafin og óljóst hvað, ef eitthvað, verður gert í málinu. Landgræðslustjóri segir að Landgræðaslan beri ábyrgð á málinu eins og allir sem að því komu og augljóst sé að bæta þurfi vinnubrögð. Hann segir þó algjörlega nauðsynlegt að halda áfram að nýta moltu.

Terra vann að því í sumar í samstarfi við Landgræðsluna, með stuðningi frá umhverfisráðuneytinu, að græða upp land á 50 hektara svæði í nágrenni Krýsuvíkur með því að dreifa á svæðið moltu. Moltan reyndist hins vegar þegar allt kom til alls menguð af plasti og í ljós kom að verkferlar við gerð moltunnar reynst alls ófullnægjandi, sökum þekkingarleysis hjá starfsmönnum fyrirtækisins.

Terra, sem dreifði 1.500 rúmmetrum af plastmengaðri moltu á svæðinu í sumar, var útnefnt „umhverfisfyrirtæki ársins“ af Samtökum atvinnlífsins um miðjan þennan mánuð. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að fyrirtækið hafi gefið sér mjög trúverðugar skýringar á því sem þar gerðist og öllum geti orðið á mistök.

PlastmengunMoltan sem Terra dreifði í Krýsvík var full af plasti, stóru og smáu.

Umhverfisstofnun heimilt að afturkalla ráðgefandi álit

Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir varðandi þetta mál að litið sé svo á að fréttaskrif um það séu ábending til stofnunarinnar um að misbrestur hafi orðið á. „Við munum meðhöndla þetta eins og aðrar ábendingar og tökum málið til skoðunar. Það er ekkert sem liggur fyrir um það núna.“

„Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að skoða að afturkalla, eða afturkalla, álitið“

Terra hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs. Sigrún útskýrir að venjulega fjalli starfsleyfi um mengunarvarni í framleiðslu en almennt ekki um vöruna sjálfa. Mikilvægt sé að halda því til haga að það séu framleiðendur, fyrirtækin sjálf, sem beri ábyrgð á vörunni sem þau framleiða. „Hitt er annað mál að þegar um er að ræða að það er verið að búa til vöru úr úrgangi þá er gjarnan leitað eftir ráðgefandi áliti frá Umhverfisstofnun. Það var gert í þessu tilviki, það var gefið út jákvætt álit frá okkur í júní 2018. Það er hins vegar engin eftirfylgni með slíkum álitum, það er að segja stofnunin hefur ekki eftirlit. Þetta er ekki stjórnvaldsákvörðun heldur álit.“

Í umræddu áliti er hins vegar settur fyrirvari, þar sem segir í lokin: Jafnframt er vakin athygli á því að Umhverfisstofnun er heimilt að afturkalla ráðgefandi álit ef mengun af notkun á viðkomandi vöru er meiri en búast mátti við. Sigrún segir að ekki sé búið að taka neinar ákvarðanir um hvort umrætt ráðgefandi álit verði enduskoðað. „Nú er ábendingin komin, með fréttinni, og það er ekki hafin vinnsla á henni. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að skoða að afturkalla, eða afturkalla, álitið.“

„Það er ekkert í kortunum hjá okkur að beita neinum þvingunaraðgerðum“

Til stendur að eftirlitsmaður frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs fari og kanni framleiðslu Terra á moltu, í þessari viku. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir að heilbrigðiseftirlitið hefði ekki fengið neinar ábendingar um misbresti á moltuframleiðslu Terra, fyrr en fréttaflutningur af þessu máli hófst. „Þetta er ákveðið klúður í þessari framleiðslu og menn eru að reyna að ná utan um það. Mér finnst vera mikill vilji hjá fyrirtækinu til að ná þessu í viðunandi horf og auðvitað styðjum við það að það sé moltuframleiðsla í gangi og að við endurnýtum meira af þessum lífræna úrgangi. Það er samfélagslega nauðsynlegt að fara út í þessar aðgerðir. Það er ekkert í kortunum hjá okkur að beita neinum þvingunaraðgerðum, þeir hafa sýnt mikinn samstarfsvilja til að ná þessu í lag og við höfum trú á að það náist.“

Mikilvægt að molta sé nýtt

Árni Bragason landgræðslustjóri segir í samtali við Stundina að ljóst sé að bæta þurfi vinnubrögð við moltugerðina. Hann vill þó ekki skella skuldinni á fyrirtækið Terra, sem hafi brugðist við, viðurkennt mistök og sent mannskap á svæðið til að tína þar upp plastrusl á svæðinu. Mikilvægast sé að haldið sé áfram að vinna moltu og koma þeim áburðarefnum sem í henni eru í vinnu við uppgræðslu.

„Fyrirtækið viðurkenndi að það hefðu orðið mistök hjá þeim í vinnslu með hluta af þessu og létu okkur vita af því. Ég veit að Terra fór þarna í Krýsuvík með mannskap og voru að týna upp. Þetta var ekki mikið dót sem þau týndu upp en allt er auðvitað of mikið. Auðvitað vitum við það að þetta er því miður aldrei alveg hreint, þessi molta sem við erum að nota. Við höfum reynslu af því. Við höfum verið að nota moltu þar sem hægt hefur verið að fá hana og vandamálið liggur í því að fólk flokkar ekki nógu vel heima hjá sér. Ég er ekkert sáttur við þær aðferðir sem notaðar eru á höfuðborgarsvæðinu við þessa flokkun, sem hugsanlegur notandi þessa efnis. Er ekki hægt að tryggja að við fáum betri gæði á þessu hráefni sem fer inn í þessa vinnslu?“

„Þetta er lærdómsferli hjá okkur öllum“

Þegar Árna er bent á að Arngrímur Sverrisson, rekstrarstjóri Terra, hafi í samtali við Stundina lýst því að ekki hafi verið um mistök að ræða, heldur þekkingarleysi á aðferðum við moltugerðina og gera megi ráð fyrir að moltan öll, 1.500 rúmmetrar, hafi verið plastmenguð og plast sé því komið ofan í jörðina í Krýsuvík sem ekki sé hægt að tína upp, segir Árni að um lærdómsferli sé að ræða. Þarna hafi í fyrsta skipti verið gerð tilraun með notkun moltu af þessum skala og fylgjast eigi með framvindu gróðurs á svæðinu.

„Mín viðbrögð eru þau að við megum ekki láta þetta eyðileggja fyrir okkur í því að fara að nota þetta efni. Þetta er góð ábending um það að við skulum vanda okkur og við skulum vanda okkur líka sem einstaklingar og fyrirtæki sem eru að skila inn þessum efnum. Þetta er lærdómsferli hjá okkur öllum í þessu og það er alveg augljóst að það þarf að bæta vinnubrögð, það er ekki nokkur vafi á því. Ég lít þannig á að við þurfum að halda áfram, hinn kosturinn er að við þurfum að urða þetta allt saman, og það er alveg skelfileg sóun ef við erum að urða áburðarefni. Það er það sem býr að baki og ástæðan fyrir því að við viljum að þetta komist í notkun. Það er minn punktur númer 1,2 og 3. Vöndum okkur í öllu ferlinu, gerum þetta betur. Við lærum að þessum mistökum, þessu þekkingarleysi ef þú vilt kalla það það. Höldum áfram, lærum af þessu og reynum að auka nýtingu á þessum efnum. Ég fagna því að það sé umræða um þetta og gagnrýni því það þarf að halda mönnum á beinu brautinni með þetta en sendum líka skilaboð til okkar sem neytenda og þeirra sem eru að flokka, vöndum okkur,“ segir Árni.

„Auðvitað berum við okkar ábyrgð í þessu máli eins og allir sem koma að því“

Spurður hvort hann telji að Landgræðslan beri sök í málinu svarar Árni því til að hún geri það að hluta. Stofnunin verði að vera betur vakandi fyrir þeim efnum sem notuð séu í verkefnum sem þessum og tryggja að það sé ásættanlegt að dreifa þeim. „Auðvitað berum við okkar ábyrgð í þessu máli eins og allir sem koma að því. Við erum að reyna að gera ákveðna tilraun í samstarfi við þetta fyrirtæki. Við að sjálfsögðu treystum því að það sé besta fáanlega tækni og þekking sem er notuð. Okkar starfsfólk skoðaði moltuna á staðnum þegar þetta var í vinnslu. Síðan kemur þarna gríðarlega mikið magn, og fyrirtækið hefur sagt að það hafi verið í hluta af vinnslunni sem hafi orðið mistök. Það eru þær upplýsingar sem við höfum fengið. Við erum ekki eftirlitsaðilar að þessu en sem samstarfsaðilar hljótum við að passa upp á það, það er hagur okkar allra. Við lærum af þessu, reynum að gera þetta betur í framtíðinni en ég ítreka það, látum þetta ekki slá okkur út af laginu. Hættum að urða verðmæti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár