Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kynna samfélagsábyrgð með mynd af Júlíusi Geirmundssyni

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi nota mynd­efni af tog­ara sem út­gerð­in neit­aði að kalla í land þrátt fyr­ir víð­tækt COVID-19 smit hjá áhöfn­inni sem kynn­ing­ar­efni um ábyrga sam­fé­lags­stefnu sína. Hrað­frysti­hús­ið Gunn­vör sem ger­ir tog­ar­ann út er eitt fyr­ir­tækj­anna sem skrif­að hef­ur und­ir sátt­mál­ann.

Kynna samfélagsábyrgð með mynd af Júlíusi Geirmundssyni
Notaður sem kynningarefni Hér má sjá skjáskot úr myndbandi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem togarinn Júlíus Geirmundsson er notaður sem myndefni. Mynd: SFS

Togarinn Júlíus Geirmundsson er notaður sem myndskreyting í nýju myndbandi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) þar sem kynnt er stefna í samfélagsábyrgð er kynnt. Útgerð togarans hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að kalla skipið ekki til hafnar þegar upp komu útbreidd veikindi um borð snemma í síðasta veiðitúr þess. Þegar skipið kom til hafnar reyndust 22 skipverjar af 25 smitaðir af COVID-19. Skipverjar segja útgerðina hafa stefnt áhöfninni í hættu.

Útgerð togarans, Hraðfrystihúsið Gunnvör, er jafnframt eitt þeirra fyrirtækja innan raða SFS sem sérstaklega er kynnt að hafi skrifað undir samfélagsstefnu sjávarútvegsins, eins og sjá má snemma í myndbandinu hér að neðan. Á vefsíðu SFS er sú stefna kynnt, þar segir meðal annars: „Við erum hluti af samfélagi og berum ábyrgð í samræmi við það. Íslenskur sjávarútvegur vill rísa undir þeirri ábyrgð og auka gagnsæi.“ Þá segir einnig að forsvarsmaður fyrirtækis sem riti undir stefnuna beri ábyrgð á henni sé framfylgt.

Eiga að hafa virðingu fyrir starfsfólki að leiðarljósi

Hluti af þeirri samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækin undirgangast er að stjórnunarhættir þeirra sé ábyrgir. Þar er meðal annars tiltekið að fyrirtækin leitist við að tryggja að starfsemi þeirra sé samkvæmt lögum og reglum, hvort sem hún er á Íslandi eða í útlöndum, þau axli ábyrgð á eigin ákvörðunum og athöfnum og beitum dómgreind í samræmi við aðstæður og þau stuðli að gagnsæjum starfsháttum og góðum samskiptum á vinnustað og utan hans.

„Við leggjum áherslu á heilsu og öryggi starfsfólks“

Þá er einnig horft til félagslegra þátta og starfsfólk sérstaklega nefnt enda sé gott starfsfólk forsenda velgengni fyrirtækja í sjávarútvegi. „Okkur er ljós sú ábyrgð sem við berum gagnvart starfsfólki okkar og við höfum virðingu að leiðarljósi í öllum okkar samskiptum.“ Enn fremur segir: „Við leggjum áherslu á heilsu og öryggi starfsfólks og vinnum markvisst að því að draga úr hættu við vinnu og í starfsumhverfi. Markvisst er unnið að öryggis- og vinnuverndarmálum með öflugri öryggisfræðslu.“

Segja áhöfninni sýnda lítilsvirðingu

Skipverjar Júlíusar Geirmundssonar eru öskureiðir út í útgerðina vegna þess að ekki var skeytt um veikindi fjölda manna um borð og beiðnir um að skipinu yrði snúið til hafnar hunsaðar. Eins og Stundin greindi frá í gær halda skipverjar því fram að áhöfninni hafi verið stefnt í hættu með aðgerðaleysi stjórnenda Gunnvarar.

Sjómannasamband Íslands sendi í gær frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem segir að útgerðin hafi sýnd áhöfninni lítilsvirðingu. Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum hafi óskað eftir því í tvígang að skipið kæmi í land vegna veikindanna en því hafi útgerðin hafnað. „Sjómannasamband Íslands krefst þess að íslenskar útgerðir fari að umræddum tilmælum í hvívetna og stofni ekki lífi og limum áhafna sinna í hættu að óþörfu á þessum hættutímum.“

Samherji eitt fyrirtækjanna sem er aðili að samningunum um samfélagsábyrgð

Þá vekur einnig athygli að útgerðarfyrirtækið Samherji hefur undirritað umræddan samning um samfélagsábyrgð. Svo sem nefnt er hér að framan er meðal þess sem kemur fram í samningnum að útgerðarfyrirtækin skuli leitast við að „tryggja að starfsemi okkar sé samkvæmt lögum og reglum, hvort sem hún er á Íslandi eða í útlöndum.“ Svo sem þekkt er stendur yfir rannsókn á viðskiptaháttum Samherja bæði hér á landi og í Namibíu eftir að Kveikur, Stundin og Al Jazeera greindu frá því í fyrra að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu greitt mútur til að komast yfir hestamakrílkvóta í Namibíu. Þannig hefur til að mynda Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, réttarstöðu grunaðs manns í málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár