Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kynna samfélagsábyrgð með mynd af Júlíusi Geirmundssyni

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi nota mynd­efni af tog­ara sem út­gerð­in neit­aði að kalla í land þrátt fyr­ir víð­tækt COVID-19 smit hjá áhöfn­inni sem kynn­ing­ar­efni um ábyrga sam­fé­lags­stefnu sína. Hrað­frysti­hús­ið Gunn­vör sem ger­ir tog­ar­ann út er eitt fyr­ir­tækj­anna sem skrif­að hef­ur und­ir sátt­mál­ann.

Kynna samfélagsábyrgð með mynd af Júlíusi Geirmundssyni
Notaður sem kynningarefni Hér má sjá skjáskot úr myndbandi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem togarinn Júlíus Geirmundsson er notaður sem myndefni. Mynd: SFS

Togarinn Júlíus Geirmundsson er notaður sem myndskreyting í nýju myndbandi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) þar sem kynnt er stefna í samfélagsábyrgð er kynnt. Útgerð togarans hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að kalla skipið ekki til hafnar þegar upp komu útbreidd veikindi um borð snemma í síðasta veiðitúr þess. Þegar skipið kom til hafnar reyndust 22 skipverjar af 25 smitaðir af COVID-19. Skipverjar segja útgerðina hafa stefnt áhöfninni í hættu.

Útgerð togarans, Hraðfrystihúsið Gunnvör, er jafnframt eitt þeirra fyrirtækja innan raða SFS sem sérstaklega er kynnt að hafi skrifað undir samfélagsstefnu sjávarútvegsins, eins og sjá má snemma í myndbandinu hér að neðan. Á vefsíðu SFS er sú stefna kynnt, þar segir meðal annars: „Við erum hluti af samfélagi og berum ábyrgð í samræmi við það. Íslenskur sjávarútvegur vill rísa undir þeirri ábyrgð og auka gagnsæi.“ Þá segir einnig að forsvarsmaður fyrirtækis sem riti undir stefnuna beri ábyrgð á henni sé framfylgt.

Eiga að hafa virðingu fyrir starfsfólki að leiðarljósi

Hluti af þeirri samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækin undirgangast er að stjórnunarhættir þeirra sé ábyrgir. Þar er meðal annars tiltekið að fyrirtækin leitist við að tryggja að starfsemi þeirra sé samkvæmt lögum og reglum, hvort sem hún er á Íslandi eða í útlöndum, þau axli ábyrgð á eigin ákvörðunum og athöfnum og beitum dómgreind í samræmi við aðstæður og þau stuðli að gagnsæjum starfsháttum og góðum samskiptum á vinnustað og utan hans.

„Við leggjum áherslu á heilsu og öryggi starfsfólks“

Þá er einnig horft til félagslegra þátta og starfsfólk sérstaklega nefnt enda sé gott starfsfólk forsenda velgengni fyrirtækja í sjávarútvegi. „Okkur er ljós sú ábyrgð sem við berum gagnvart starfsfólki okkar og við höfum virðingu að leiðarljósi í öllum okkar samskiptum.“ Enn fremur segir: „Við leggjum áherslu á heilsu og öryggi starfsfólks og vinnum markvisst að því að draga úr hættu við vinnu og í starfsumhverfi. Markvisst er unnið að öryggis- og vinnuverndarmálum með öflugri öryggisfræðslu.“

Segja áhöfninni sýnda lítilsvirðingu

Skipverjar Júlíusar Geirmundssonar eru öskureiðir út í útgerðina vegna þess að ekki var skeytt um veikindi fjölda manna um borð og beiðnir um að skipinu yrði snúið til hafnar hunsaðar. Eins og Stundin greindi frá í gær halda skipverjar því fram að áhöfninni hafi verið stefnt í hættu með aðgerðaleysi stjórnenda Gunnvarar.

Sjómannasamband Íslands sendi í gær frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem segir að útgerðin hafi sýnd áhöfninni lítilsvirðingu. Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum hafi óskað eftir því í tvígang að skipið kæmi í land vegna veikindanna en því hafi útgerðin hafnað. „Sjómannasamband Íslands krefst þess að íslenskar útgerðir fari að umræddum tilmælum í hvívetna og stofni ekki lífi og limum áhafna sinna í hættu að óþörfu á þessum hættutímum.“

Samherji eitt fyrirtækjanna sem er aðili að samningunum um samfélagsábyrgð

Þá vekur einnig athygli að útgerðarfyrirtækið Samherji hefur undirritað umræddan samning um samfélagsábyrgð. Svo sem nefnt er hér að framan er meðal þess sem kemur fram í samningnum að útgerðarfyrirtækin skuli leitast við að „tryggja að starfsemi okkar sé samkvæmt lögum og reglum, hvort sem hún er á Íslandi eða í útlöndum.“ Svo sem þekkt er stendur yfir rannsókn á viðskiptaháttum Samherja bæði hér á landi og í Namibíu eftir að Kveikur, Stundin og Al Jazeera greindu frá því í fyrra að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu greitt mútur til að komast yfir hestamakrílkvóta í Namibíu. Þannig hefur til að mynda Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, réttarstöðu grunaðs manns í málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár