Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sálfræðingar gagnrýna „ólög“ Alþingis

Sál­fræð­inga­fé­lag­ið og Fé­lags­ráð­gjafa­fé­lag­ið gagn­rýna að fjár­magn fylgi ekki nýj­um lög­um sem setja sál­fræði­þjón­ustu und­ir greiðslu­þátt­töku­kerfi Sjúkra­trygg­inga.

Sálfræðingar gagnrýna „ólög“ Alþingis
Geðheilsa Sálfræðingafélagið telur að huga þurfi að málaflokknum á tímum COVID-19. Mynd: Shutterstock

Sálfræðingafélag Íslands segir það „ólög“ að fjármagn sé ekki tryggt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar til að styðja við ný lög um aðgengi að sálfræðiþjónustu. Í umsögn sinni við frumvarpið segja samtökin það vera ábyrgðaleysi að samþykkja lögin en ætla þeim ekki fjármagn. 

Sálfræðiþjónusta var felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga með lögum á síðasta þingi og taka þau gildi um næstu áramót. Segir Sálfræðingafélagið að með lögunum sé verið að setja geðheilsu jafnfætis við aðra heilbrigðisþjónustu, en almenningur hafi að mestu þurft að standa straum sjálfur af kostnaði við sálfræðimeðferð.

„Mikil samstaða var á þingi um lögin og stóðu allir flokkar að lögunum,“ segir í umsögninni. „Samstaðan sést best á því að skoða niðurstöður atkvæðagreiðslu en lögin voru samþykkt með 56 atkvæðum, enginn sat hjá eða sagði nei. Markmið laganna er að tryggja niðurgreiðslu á sálfræðimeðferð og að hún sé þannig veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta. Hér er verið að stíga mikilvægt framfararskref í auknu aðgengi almennings, óháð efnahag, að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Með því er verið að fjárfesta í bættri geðheilsu almennings sem mun borga sig fyrir þjóðarbúið til lengri tíma litið.“

„Þetta mætti túlka að ekki sé verið að setja lög til uppbyggingar heldur „ólög““

Telja samtökin mikilvægt að setja fjármagn í málaflokkinn, sér í lagi nú á tímum COVID-19 þegar óvissan er mikil og atvinnuleysi einnig. „Að setja þjónustu eins og sálfræðimeðferð inn í greiðsluþátttökukerfið krefst fjármagns og er það ábyrgðarleysi að samþykkja lög en ætla þeim ekki fjármagn. Þegar slíkt er gert má velta fyrir sér hvort löggjafarvaldið sé að greiða atkvæði með lögum sem ekki er áhugi á að fylgja eftir með nauðsynlegu fjármagni. Þetta mætti túlka að ekki sé verið að setja lög til uppbyggingar heldur „ólög“ sem gerir ekkert annað en að draga úr trúverðugleika Alþingis,“ segir í umsögninni.

Telja þörf á aðkomu félagsráðgjafa

Félagsráðgjafafélag Íslands sendi einnig inn umsögn við frumvarpið og er þar einnig gagnrýnt að fjármagn fylgi ekki lagabreytingunni. Félagið hvetur einnig til þess að félagsráðgjafar verði ráðnir ekki síður en sálfræðingar til að sinna sálfræðilegri þjónustu innan heilsugæslunnar. Segir félagið það vonbrigði að félagsráðgjafar skuli ekki vera taldir með þeim fagstéttum sem sinna sérfræðiþjónustu og hjúkrun, líkt og sérgreinalæknar, tannlæknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og ljósmæður sem veita sérhæfða þjónustu utan sjúkrahúsa.

„Félagsráðgjafafélag Íslands bendir á að margar fagstéttir þar á meðal félagsráðgjafar veita samtalsmeðferð við andlegri vanlíðan á einkareknum meðferðarstofum,“ segir í umsögninni. „Nálgun ólíkra fagstétta á andlegum vanda er ólík og því brýnt að halda því til haga að engin ein aðferð eða meðferð er réttari en önnur. Markmið þjónustunnar er það sama, það er að bæta líðan og lífsgæði þeirra sem óska eftir samtalsmeðferð og telja sig þurfa á henni að halda. Telur félagið mikilvægt að vekja athygli á þessum þætti svo að þeir einstaklingar sem þurfi að leita sér aðstoðar vegna sálfélagslegs vanda hafi val um sem fjölbreyttust úrræði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár