Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sálfræðingar gagnrýna „ólög“ Alþingis

Sál­fræð­inga­fé­lag­ið og Fé­lags­ráð­gjafa­fé­lag­ið gagn­rýna að fjár­magn fylgi ekki nýj­um lög­um sem setja sál­fræði­þjón­ustu und­ir greiðslu­þátt­töku­kerfi Sjúkra­trygg­inga.

Sálfræðingar gagnrýna „ólög“ Alþingis
Geðheilsa Sálfræðingafélagið telur að huga þurfi að málaflokknum á tímum COVID-19. Mynd: Shutterstock

Sálfræðingafélag Íslands segir það „ólög“ að fjármagn sé ekki tryggt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar til að styðja við ný lög um aðgengi að sálfræðiþjónustu. Í umsögn sinni við frumvarpið segja samtökin það vera ábyrgðaleysi að samþykkja lögin en ætla þeim ekki fjármagn. 

Sálfræðiþjónusta var felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga með lögum á síðasta þingi og taka þau gildi um næstu áramót. Segir Sálfræðingafélagið að með lögunum sé verið að setja geðheilsu jafnfætis við aðra heilbrigðisþjónustu, en almenningur hafi að mestu þurft að standa straum sjálfur af kostnaði við sálfræðimeðferð.

„Mikil samstaða var á þingi um lögin og stóðu allir flokkar að lögunum,“ segir í umsögninni. „Samstaðan sést best á því að skoða niðurstöður atkvæðagreiðslu en lögin voru samþykkt með 56 atkvæðum, enginn sat hjá eða sagði nei. Markmið laganna er að tryggja niðurgreiðslu á sálfræðimeðferð og að hún sé þannig veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta. Hér er verið að stíga mikilvægt framfararskref í auknu aðgengi almennings, óháð efnahag, að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Með því er verið að fjárfesta í bættri geðheilsu almennings sem mun borga sig fyrir þjóðarbúið til lengri tíma litið.“

„Þetta mætti túlka að ekki sé verið að setja lög til uppbyggingar heldur „ólög““

Telja samtökin mikilvægt að setja fjármagn í málaflokkinn, sér í lagi nú á tímum COVID-19 þegar óvissan er mikil og atvinnuleysi einnig. „Að setja þjónustu eins og sálfræðimeðferð inn í greiðsluþátttökukerfið krefst fjármagns og er það ábyrgðarleysi að samþykkja lög en ætla þeim ekki fjármagn. Þegar slíkt er gert má velta fyrir sér hvort löggjafarvaldið sé að greiða atkvæði með lögum sem ekki er áhugi á að fylgja eftir með nauðsynlegu fjármagni. Þetta mætti túlka að ekki sé verið að setja lög til uppbyggingar heldur „ólög“ sem gerir ekkert annað en að draga úr trúverðugleika Alþingis,“ segir í umsögninni.

Telja þörf á aðkomu félagsráðgjafa

Félagsráðgjafafélag Íslands sendi einnig inn umsögn við frumvarpið og er þar einnig gagnrýnt að fjármagn fylgi ekki lagabreytingunni. Félagið hvetur einnig til þess að félagsráðgjafar verði ráðnir ekki síður en sálfræðingar til að sinna sálfræðilegri þjónustu innan heilsugæslunnar. Segir félagið það vonbrigði að félagsráðgjafar skuli ekki vera taldir með þeim fagstéttum sem sinna sérfræðiþjónustu og hjúkrun, líkt og sérgreinalæknar, tannlæknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og ljósmæður sem veita sérhæfða þjónustu utan sjúkrahúsa.

„Félagsráðgjafafélag Íslands bendir á að margar fagstéttir þar á meðal félagsráðgjafar veita samtalsmeðferð við andlegri vanlíðan á einkareknum meðferðarstofum,“ segir í umsögninni. „Nálgun ólíkra fagstétta á andlegum vanda er ólík og því brýnt að halda því til haga að engin ein aðferð eða meðferð er réttari en önnur. Markmið þjónustunnar er það sama, það er að bæta líðan og lífsgæði þeirra sem óska eftir samtalsmeðferð og telja sig þurfa á henni að halda. Telur félagið mikilvægt að vekja athygli á þessum þætti svo að þeir einstaklingar sem þurfi að leita sér aðstoðar vegna sálfélagslegs vanda hafi val um sem fjölbreyttust úrræði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár