Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vilja að ríkið komi að Finnafjarðarverkefninu

Sveit­ar­fé­lög­in sem stefna á bygg­ingu um­skip­un­ar­hafn­ar í Finna­firði vilja skoða með hvaða hætti rík­ið geti kom­ið að verk­efn­inu.

Vilja að ríkið komi að Finnafjarðarverkefninu
Samningar undirritaðir Þýska fyrirtækið Bremenports á meirihlutann í þróunarfélaginu um uppbyggingu hafnarinnar.

Sveitarstjórnir Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps hyggjast leita eftir aðkomu ríkisins að uppbyggingu umskipunarhafnar í Finnafirði, samkvæmt því sem var ákveðið á fundi sveitarstjórnanna í byrjun október.

„Það er góður grunnur fyrir því hjá sveitarfélögunum og aðilum verkefnisins að óska eftir samtali við ríkið,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, í samtali við Stundina.

Hugmyndir um höfn í Finnafirði hafa lengi verið til umræðu og stofnuðu sveitarfélögin félög árið 2018 til þess að þróa verkefnið áfram með þátttöku verkfræðistofunnar EFLA og þýska fyrirtækisins Bremenports, sem er 100% í eigu borgarinnar Bremen í Þýskalandi og rekur höfnina þar. Langtímamarkmiðið er uppbygging hafnar sem myndi þjónusta við skipaflutninga á Norðurslóðum og olíu- og gasiðnað í Norður-Atlantshafi.

Til umræðu er að svæðið verði skatt- og tollfrjálst til að styðja við iðnað við höfnina. Uppbyggingin gæti tekið meira en fjörutíu ár, að mati framkvæmdaaðila, en samkvæmt upphaflegri áætlun áttu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár