Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vilja að ríkið komi að Finnafjarðarverkefninu

Sveit­ar­fé­lög­in sem stefna á bygg­ingu um­skip­un­ar­hafn­ar í Finna­firði vilja skoða með hvaða hætti rík­ið geti kom­ið að verk­efn­inu.

Vilja að ríkið komi að Finnafjarðarverkefninu
Samningar undirritaðir Þýska fyrirtækið Bremenports á meirihlutann í þróunarfélaginu um uppbyggingu hafnarinnar.

Sveitarstjórnir Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps hyggjast leita eftir aðkomu ríkisins að uppbyggingu umskipunarhafnar í Finnafirði, samkvæmt því sem var ákveðið á fundi sveitarstjórnanna í byrjun október.

„Það er góður grunnur fyrir því hjá sveitarfélögunum og aðilum verkefnisins að óska eftir samtali við ríkið,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, í samtali við Stundina.

Hugmyndir um höfn í Finnafirði hafa lengi verið til umræðu og stofnuðu sveitarfélögin félög árið 2018 til þess að þróa verkefnið áfram með þátttöku verkfræðistofunnar EFLA og þýska fyrirtækisins Bremenports, sem er 100% í eigu borgarinnar Bremen í Þýskalandi og rekur höfnina þar. Langtímamarkmiðið er uppbygging hafnar sem myndi þjónusta við skipaflutninga á Norðurslóðum og olíu- og gasiðnað í Norður-Atlantshafi.

Til umræðu er að svæðið verði skatt- og tollfrjálst til að styðja við iðnað við höfnina. Uppbyggingin gæti tekið meira en fjörutíu ár, að mati framkvæmdaaðila, en samkvæmt upphaflegri áætlun áttu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár