Sveitarstjórnir Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps hyggjast leita eftir aðkomu ríkisins að uppbyggingu umskipunarhafnar í Finnafirði, samkvæmt því sem var ákveðið á fundi sveitarstjórnanna í byrjun október.
„Það er góður grunnur fyrir því hjá sveitarfélögunum og aðilum verkefnisins að óska eftir samtali við ríkið,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, í samtali við Stundina.
Hugmyndir um höfn í Finnafirði hafa lengi verið til umræðu og stofnuðu sveitarfélögin félög árið 2018 til þess að þróa verkefnið áfram með þátttöku verkfræðistofunnar EFLA og þýska fyrirtækisins Bremenports, sem er 100% í eigu borgarinnar Bremen í Þýskalandi og rekur höfnina þar. Langtímamarkmiðið er uppbygging hafnar sem myndi þjónusta við skipaflutninga á Norðurslóðum og olíu- og gasiðnað í Norður-Atlantshafi.
Til umræðu er að svæðið verði skatt- og tollfrjálst til að styðja við iðnað við höfnina. Uppbyggingin gæti tekið meira en fjörutíu ár, að mati framkvæmdaaðila, en samkvæmt upphaflegri áætlun áttu …
Athugasemdir