Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

27 milljóna króna launakröfur í þrotabú Bryggjunnar brugghúss

Efl­ing seg­ir 23 starfs­menn vera með opn­ar launakröf­ur í eigna­laust þrota­bú Bryggj­unn­ar brugg­húss. Stétt­ar­fé­lag­ið nefn­ir tvö fyr­ir­tæki sem sögð eru hafa skipt um kenni­tölu.

27 milljóna króna launakröfur í þrotabú Bryggjunnar brugghúss
Bryggjan brugghús 23 launakröfur eru opnar hjá Eflingu vegna gjaldþrotsins. Mynd: Bryggjan brugghús

23 starfsmenn hjá Bryggjunni brugghúsi hafa gert launakröfur upp á rúmlega 27 milljónir króna í þrotabú fyrirtækisins. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu kjaramálasviðs Eflingar.

Rekstrarfélag Bryggjunnar brugghúss, BAR ehf., var úrskurðað gjaldþrota 15. apríl síðastliðinn. Bryggjan var veitingastaður á Grandanum í Reykjavík með handverksbrugghús innandyra. Alls námu kröfur í þrotabúið 115 milljónum króna, en engar eignir fundust í búinu og lauk gjaldþrotaskiptum í júlí.

Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður hefur nú opnað nýjan stað í húsnæðinu sem heitir Barion.

Í skýrslu Eflingar kemur fram að upphæð krafna starfsmanna Bryggjunnar brugghúss sé sú hæsta af opnum launakröfum hjá stéttarfélaginu. Kröfur ellefu starfsmanna City Park Hotel og Capital Hotels nema tæpum tíu milljónum króna og kröfur 13 starfsmanna veitingastaðarins Messans nema rúmum 5 milljónum.

Þá kemur fram í skýrslunni að kjaramálasvið Eflingar hafi fengið vitneskju um nokkra rekstaraðila sem hafi farið í gjaldþrot með vangoldin laun en hafið sams konar starfsemi á nýrri kennitölu. „Algengt er að þessir rekstraraðilar ráði aftur til sín starfsmenn úr gjaldþrota fyrirtækjum sínum án þess að hafa gert upp við þá eldri launakröfur. Oft falla launakröfur á Ábyrgðarsjóð launa sem þýðir að langan tíma getur tekið fyrir starfsmenn að innheimta vangoldin laun fyrir störf sín í fyrra fyrirtæki.“

Eru nefndir veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 sem hafi verið skráður hjá fyrirtækjaskrá undir tveimur heitum sem í dag eru gjaldþrota og með útistandandi launakröfur frá Eflingu. Annað dæmi sé þrifafyrirtækið Topp þrif sem hafi einnig verið skráð undir tveimur öðrum nöfnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár