***
Fyrri aukaspurning:
Á myndinni að ofan má sjá Mao Zedong, leiðtoga kínverskra kommúnista ásamt einum dyggasta aðstoðarmanni sínum eftir valdatöku Kommúnistaflokksins í Kína. Þessi maður var herforingi og ómetanlegur sem slíkur. Árið 1971 dó hann óvænt í flugslysi á flótta frá Kína og komu fregnir öllum í opna skjöldu. Hvað hét þessi maður?
***
Aðalspurningar:
1. Í bandarískum forsetakosningum þykir alltaf mjög mikilvægt að vinna Texas, enda er það næstfjölmennasta ríki Bandaríkjanna. Repúblikanar eru þar sigurstranglegri eins og þeir hafa verið hríð. Hver var síðasti forsetaframbjóðandi Demókrata sem vann sigur í Texas?
2. Hver skrifaði bókina Tímavélina og gaf út 1895?
3. Í bókunum og sjónvarpsþáttunum um Krúnuleikana (Game of Thrones) sést stundum ógnarhár múr sem reistur var einhvern tíma í fyrndinni til að verjast innrás draugalegra óvina úr norðri. Úr hverju er þessi múr?
4. Hvaða dagblað á Íslandi hefur lengst komið út samfellt?
5. Hvaða ár fæddist William Shakespeare: 1564, 1664, 1764 eða 1864?
6. Fyrir hvaða stjórnmálaflokk situr Steinunn Þóra Árnadóttir á Alþingi?
7. Hver fékk heiðursverðlaun Eddunnar fyrir örfáum vikum?
8. Hvað hét ástargyðja Forn-Grikkja?
9. Hvað er Stór-Dani?
10. Árið 2013 sendi íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla frá sér spurningaleik sem varð mjög vinsæll víða um heim um tíma. Hvað hét leikurinn?
***
Seinni aukaspurning:
Við hvaða höfn eru þessir litlu snotru vitar?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Jimmy Carter 1976.
2. H.G.Wells.
3. Ís.
4. Morgunblaðið. Vísir byrjaði að vísu að koma út fáeinum árum fyrr en var í reynd lagður niður um 1980. Og þótt menn vildu telja DV beinan arftaka Vísis, þá hefur það blað ekki komið samfellt út sem dagblað síðustu árin.
5. 1564.
6. Vinstrihreyfinguna, grænt framboð.
7. Spaugstofan.

8. Afródíta.
9. Hundategund.
10. QuizUp.
***
Svör við aukaspurningum:
Kínverski hershöfðinginn hét Lin Piao.
Litlu vitarnir eru að sjálfsögðu við höfnina í Reykjavík.
***
Athugasemdir