***
Fyrri aukaspurning:
Myndin hér að ofan er tekin árið 1987 í Moskvu. Ungi maðurinn á myndinni virðast hafa eitthvað til saka unnið. Hvað gæti það verið?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað heitir fjörðurinn milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar?
2. „Bolero“ merkir ýmist tónverk, eiginlega dans, sem á uppruna sinn á Spáni, eða tiltekin sönglög sem runnin eru frá Kúbu. En tiltekið tónverk sem heitir einfaldlega Bolero er langfrægast allra tónverka sem þetta heiti á við. Eftir hvaða tónskáld er það?
3. Alfreð Gíslason er einn sigursælasti handboltaþjálfari okkar Íslendinga. Hvaða lið þjálfar hann núna?
4. Flatey heitir eyja ein sem lengi hefur verið í byggð, og eitt frægasta fornrit okkar Íslendinga er kennt við hana. Í hvaða firði er þessi Flatey?
5. En svo er til önnur Flatey sem á vísu ekki jafn mikla sögu en er þó myndarlegasta eyja. Í hvaða firði er hún?
6. Frá hvaða landi er filmstjarnan Charlize Theron?
7. Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífurinn og Skuggasjónaukinn heita þrjár frægar skáldsögur fyrir börn og ungt fólk eftir Philip Pullman. Þar segir frá stúlku einni sem lendir í ótrúlegum ævintýrum. Hvað heitir stúlkan? Þess má geta að fyrsta bókin hét í sumum enskumælandi löndum Northern Lights, en víðar – og þar á meðal á Íslandi – nefnist hún Gyllti áttavitinn.
8. Selefkus, Ptolemeus, Antigonus og fleiri voru helstu hjálparkokks frægs herforingja hér á árum áður. Eftir að hann hvarf úr heimi börðust þeir innbyrðis um arfleifð hans. Hvað hét þessi frægi herforingi?
9. Hversu margir eru dómararnir við fullskipaðan Hæstarétt Bandaríkjanna?
10. Í hvaða landi var Gamal Abel Nasser lengi æðsti leiðtogi?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað nefnist þessi sérkennilegi fiskur:

***
Svör við aðalspurningum:
1. Héðinsfjörður.
2. Ravel. Hér er hlekkur á snotra útgáfu af þessu verki, Gustavo Dudamel stjórnar Berlínarfílaharmóníunni.
3. Þýska karlalandsliðið.
4. Breiðafirði.
5. Skjálfanda.
6. Suður-Afríku.
7. Lýra.
8. Alexander, kallaður mikli.
9. Níu.
10. Egiftalandi.
***
Svör við aukaspurningum:
Maðurinn (Matthias Rust) hafði flogið á lítilli einkaflugvél inn yfir landamæri Sovétríkjanna og lent henni skammt frá Rauða torginu. Ekki er nauðsynlegt að muna nafn hans.
Fiskurinn heitir sleggjuháfur á íslensku, en ef einhver veit að hann kallast hammerhead shark á ensku má líka fá rétt fyrir það.
***
Athugasemdir