Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

383 milljóna króna lán Eyþórs hjá Samherja gjaldféll í mars

Ey­þór Arn­alds borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokkks­ins, átti að greiða Sam­herja 383 millj­óna króna skuld í mars. Eign­ar­halds­fé­lag hans gerði þetta hins veg­ar ekki. Sam­herji hef­ur nú þeg­ar af­skrif­að skuld borg­ar­full­trú­ans við dótt­ur­fé­lag­ið Katt­ar­nef ehf.

383 milljóna króna lán Eyþórs hjá Samherja gjaldféll í mars
Gjaldfallið og afskrifað 383 milljóna króna félags Eyþórs Arnalds hjá Samherja gjaldféll í mars. Samherji hefur nú þegar afskrifað lán borgarfulltrúans. Mynd: Heiða Helgadóttir

383 milljóna króna lán Eyþórs

 hjá Samherja gjaldféll í mars

Tæplega 383 milljóna króna lán eignarhaldsfélags Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa sem það fékk hjá félagi í eigu Samherja árið 2017 er gjaldfallið. Þetta gerðist í mars síðastliðnum. Félagið, Ramses II ehf., fékk lánið árið 2017 árið 2017 til að kaupa hlutabréf dótturfélags Samherja, Kattarnefs ehf., í útgáfufélagi Morgunblaðsins, Árvakri ehf.  Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Ramsesar II ehf. Sem Eyþór samþykkti á stjórnarfundi þann 30. september síðastliðinn.

Á móti þessum skuldum eru eignir upp á 93 milljónir króna en á bak við þær er eignarhluturinn í útgáfufélagi Morgunblaðsins, sem Ramses II á í gegnum eignarhaldsfélagið Þórsmörk ehf. Hlutur Ramses í Morgunblaðinu hefur rýrnað úr 25 prósenta hlut og niður í rúm 13 prósent þar sem félagið hefur ekki tekið þátt í hlutafjáraukningum félagsins síðastliðin ár. 

Félagið tapaði tæplega 50 milljónum króna í fyrra og er eiginfjárstaða þess nú neikvæð um tæplega 289 milljónir króna. 

Viðskiptin vekja harðar deilur

Eins og segir í skýringu með ársreikningnum: „Eigið fé félagsins er neikvætt og lán félagsins eru gjaldfallin. Stjórnendur vinna að endurskipulagningu félagsins og gera ráð fyrir að geta staðað skil á skuldbindingum félagsins og er ársreikningurinn settur fram með þeirri forsendu.“

Viðskipti Eyþórs og Samherja hafa ítrekað vakið harðar deilur í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem píratinn Dóra Björt Guðjónsdóttir hefur ítrekað og endurtekið vakið máls á viðskiptunum og uppskorið miklla gagnrýni. Að mati Dóru hefur Eyþór ekki útskýrt viðskiptin með nægilega greinargóðum hætti. Eyþór hefur á móti sakað Dóru Björt um nornaveiðar. 

Tekið skal fram að Eyþór var ekki orðinn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þegar hann keypti þessi hlutabréf árið 2017.  Eyþór varð borgarfulltrúi rúmu ári síðar, í lok maí árið 2018, og hefur hann haldið á umræddum hlutabréfum í Árvakri samhliða störfum sínum sem kjörinn fulltrúi hjá Reykjavíkurborg.

Samherji hefur þegar afskrifað lánið

Út frá ársreikningum má sjá að það er ekki nokkur leið fyrir félag Eyþórs að greiða Samherjafélaginu til baka þessar 383 milljónir og einu eignirnar eru hlutabréfin í Morgunblaðinu sem Samherji virðist ekki hafa viljað eiga lengur árið 2017. Samherjafélagið hefur því nokkra kosti í stöðunni gagnvart félagi Eyþórs: að krefjast gjaldþrots félagsins vegna vangoldinna skulda þess; að ganga að eignum félagsins, Moggabréfunum, sem væntanlega eru veðin fyrir láninu eða þá að gera ekki neitt. 

Líklegast er að Samherji velji þriðja kostinn af þessum þremur. 

Ástæðan fyrir því að það er líklegast er sú að Samherjafélagið Kattarnef ehf., sem er lánveitandi Ramsesar II ehf., hefur þegar afskrifað lánið til félagsins að fullu, eins og Stundin greindi frá fyrir skömmu.  Kattarnef ehf. afskrifaði þá 257 milljóna króna seljendalán sem félagið veitti félaginu í eigu Eyþórs Arnalds árið 2017. 

Eins og Stundin sagði frá kom fram í ársreikningi Kattarnefs ehf. að félagið tapaði tæplega 200 milljónum króna í fyrra. Félagið átti samtals 256 milljóna króna eignir í árslok 2018 en í árslok 2019 voru þær komnar niður í 63 milljónir króna. Ástæðan er „virðisrýrnun krafna“ Kattarnefs á hendur félagi Eyþórs Arnalds, Ramsesi II ehf. Vaxtaberandi kröfur Kattarnefs fóru úr tæplega 250 milljónum króna í árslok 2018 og niður í 0 krónur í árslok 2019. 

Þannig má segja að þar sem lánveitandi félags Eyþórs hefur þegar afskrifað lánið þá þurfi félag Eyþórs vitanlega ekki að greiða það til baka. Réttast hefði því verið, til að gæta samræmis, að Eyþór hefði afskrifað lán Ramsesar II. hjá Kattarnefi í þessum nýbirta ársreikningi þar sem alveg ljóst er að félag hans mun ekki greiða lánið til baka. 

Talið að COVID kunni að hafa slæm áhrif á félag Eyþórs

Þrátt fyrir að Samherji hafi afskrifað lánið til félags Eyþórs í fyrra og þrátt fyrir að lánið hjá Samherja hafi gjaldfallið í mars segir í ársreikningnum að COVID-faraldurinn, sem hófst fyrir alvöru í mars, hafi skapi óvissu um rekstrarhæfi félagsins, kunni að skapa óvissu um rekstarhæfi félagsins. „Óvenjulegar aðstæður hafa skapast vegna kórónuveirunnar COVID-19. Óvissa er um hvaða áhrif þær munu hafa á félagið. Vegna þessa ríkir einnig ákveðin óvissa um rekstrarhæfi félagsins.“

Í fljótu bragði er ekki augljóst að sjá með hvaða hætti COVID-faraldurinn kann að hafa áhrif á rekstrarhæfi félags Eyþórs. 

Hvað fékk Eyþór út úr þessu?

Nú, þegar segja má að fyrir liggi hvernig þessi viðskipti Eyþórs og Samherja enda, má velta upp þeirri spurningu hvað Eyþór Arnalds græddi á þessum viðskiptum. Út frá ársreikningum félaganna að dæma er ljóst að engir peningar skiptu um hendur. Eyþór greiddi Samherjafélaginu ekki fyrir hlutabréfin heldur fékk lán fyrir þeim sem síðan var afskrifað. Samherji græddi því heldur ekkert á viðskiptunum en losnaði við hlutabréfin í Morgublaðinu. 

Eyþór hefur hins vegar síðastliðin ár verið stærsti, og síðar einn stærsti hluthafinn í elsta dagblaði landsins sem kalla má ákveðna stofnun í íslensku samfélagi þrátt fyrir að staða blaðsins hafi veikst mjög síðastliðin áratug, samhliða störfum sínum sem borgarfulltrúi frá árinu 2018. Að vera svo stór hluthafi í blaði eins og Morgunblaðinu, samhliða því að vera kjörinn fulltrúi, kann því vitanlega að fela í sér áhrif fyrir stjórnmálamann. Slík staða kann því einnig að fela í sér möguleika á áhrifakaupum fyrir stjórnmálamann jafnvel þó viðskiptin sjálf feli ekki í sér neinn beinan fjárhagslegan ávinning fyrir hann þar sem botnlaust tap hefur verið á Morgunblaðinu síðastliðin ár, enginn arður greiddur og hlutaféð rýrnar umtalsvert í verði ár frá ári. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eyþór Arnalds og Moggabréfin

Lánið frá Samherja sem sýndi „eitraða þræði“ stórútgerðar og stjórnmála
GreiningEyþór Arnalds og Moggabréfin

Lán­ið frá Sam­herja sem sýndi „eitr­aða þræði“ stór­út­gerð­ar og stjórn­mála

Eft­ir fjöl­miðlaum­ræðu og spurn­ing­ar í nærri fimm ár hef­ur eign­ar­halds­fé­lag Ey­þórs Arn­alds loks­ins af­skrif­að að fullu selj­andalán sem fyr­ir­tæk­ið fékk frá Sam­herja­fé­lagi til að kaupa hluta­bréf út­gerð­ar­inn­ar í Morg­un­blað­inu. Ey­þór þrætti alltaf fyr­ir það á með­an hann var borg­ar­full­trúi að við­skipt­in með hluta­bréf­in væru sýnd­ar­við­skipti.
Viðskipti Eyþórs og Samherja: Gögn benda til að kaupverðið hafi verið ekkert
FréttirEyþór Arnalds og Moggabréfin

Við­skipti Ey­þórs og Sam­herja: Gögn benda til að kaup­verð­ið hafi ver­ið ekk­ert

Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vill ekki svara því hvernig hann gerði upp nærri 390 millj­óna króna við­skipti með kröf­ur á hend­ur fé­lagi hans sem Sam­herji átti. Sam­herji af­skrif­aði lán­ið til fé­lags Ey­þórs ár­ið 2019. Ey­þór sagði við Stund­ina ár­ið 2018 að við­skipti hans og Sam­herja værui mögu­leg vegna sterk­ar eig­in­fjár­stöðu eign­ar­halds­fé­lags í hans eigu.
Eyþór eignaðist hluti Þorsteins Más í orkufyrirtæki samhliða Moggaviðskiptunum
FréttirEyþór Arnalds og Moggabréfin

Ey­þór eign­að­ist hluti Þor­steins Más í orku­fyr­ir­tæki sam­hliða Mogga­við­skipt­un­um

Ey­þór Arn­alds, fjár­fest­ir og borg­ar­full­trúi, eign­að­ist helm­ing hluta­bréfa sem áð­ur voru í eigu Þor­steins Más Bald­vins­son­ar um svip­að leyti og hann tók við hluta­bréf­um Sam­herja í Mogg­an­um með selj­endaláni frá út­gerð­inni. Ey­þór hef­ur aldei feng­ist til að svara spurn­ing­um um þessi við­skipti.
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
FréttirEyþór Arnalds og Moggabréfin

Sam­herji af­skrif­ar stór­an hluta 225 millj­óna láns Ey­þórs Arn­alds

Fjár­fest­ing­ar­fé­lag Sam­herja hef­ur fært nið­ur lán­veit­ingu til dótt­ur­fé­lags síns sem svo lán­aði Ey­þóri Arn­alds borg­ar­full­trúa fyr­ir hluta­bréf­um í Morg­un­blað­inu. Fé­lag Ey­þórs fékk 225 millj­óna kúlúlán fyr­ir hluta­bréf­un­um og stend­ur það svo illa að end­ur­skoð­andi þess kem­ur með ábend­ingu um rekstr­ar­hæfi þess.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár