Um 400 Íslendingar eru á upplýsingalistanum, sem settur var saman af kínverska fyrirtækinu Zhenhua Data Information Technology.
Meðal annarra eru 17 og 20 ára gömul börn Willums Þórs Þórssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, á listanum sem ættingjar pólitísks tengds aðila sem bendir til að Willum Þór sé einnig á listanum.
Willum Þór segir aðspurður að honum finnist verst að börnin hans séu á umræddum lista. „Þetta er manni svolítið fjarlægt. Maður verður náttúrlega pínu hissa. Svo þegar þú ert búinn að útskýra þetta fyrir mér þá ætti ég kannski ekki að vera svo hissa. En svo spyr maður sig: Af hverju eru þeir að þessu?“ segir Willum Þór.
„Þegar maður heyrir af því að börnin manns séu á svona lista þá verður maður órólegur af því það er verið að blanda börnunum manns inn í eitthvað svona. Bara eins og almennt er: Maður vill leyfa börnunum sínum að vera ung og tær sem lengst; að þau þurfi ekki að líða fyrir neitt sem þú ert að sýsla við í pólitík eða öðru,“ segir Willum Þór. „Þú vilt ekki að börnin þín séu að birtast á einhverjum lista af því þú ert í pólitík.“
„Þú vilt ekki að börnin þín séu að birtast á einhverjum lista af því þú ert í pólitík.“
Athugasemdir