Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vikið frá fjármálareglum fjórum árum eftir að þær tóku gildi

Regl­ur um há­marks fjár­laga­halla og skuld­ir sem tóku gildi með lög­um 2016 verða felld­ar burt ár­in 2023 til 2025. Fjár­mála­regl­urn­ar voru gagn­rýnd­ar fyr­ir að hindra að­gerð­ir stjórn­valda á tím­um sam­drátt­ar.

Vikið frá fjármálareglum fjórum árum eftir að þær tóku gildi
Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra leggur fram frumvarp til að víkja fjármálareglunum sem settar voru í ráðherratíð hans. Mynd: Geiri Pix / Pressphotos.biz

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun leggja fram frumvarp til að taka úr gildi svokallaðar fjármálareglur fyrir árin 2023 til 2025. Reglurnar voru gagnrýndar af ýmsum sérfræðingum þegar þær voru settar fyrir að vera til trafala þegar efnahagslífið er í niðursveiflu.

Fjármálareglurnar tóku gildi með lögum um opinber fjármál árið 2016 sem Bjarni lagði sjálfur fram. Reglurnar fela í sér að heildarjöfnuður hins opinbera yfir fimm ára tímabil skuli ávallt vera jákvæður og árlegur halli ávallt undir 2,5 prósent af landsframleiðslu. Þá skuli heildarskuldir hins opinbera samkvæmt ákveðinni skilgreiningu vera undir 30 prósent af landsframleiðslu eða fara lækkandi. Heimild er í lögunum um að víkja frá reglunum til þriggja ára.

Samanlagður halli áranna 2020 og 2021 gæti orðið um 600 milljarðar króna og skuldir hins opinbera samkvæmt skuldareglu laga um opinber fjármál gætu því vaxið úr 28 prósent af landsframleiðslu í árslok 2019 í 48 prósent árið 2021, að því er fram kemur í fjármálaáætlun fyrir árin 2021 til 2025 sem Bjarni kynnti í dag.

Því segir að nauðsynlegt verði að víkja frá fjármálareglunum lengur en þau þrjú ár sem svigrúm er gefið til. „Ella þyrfti að taka halla sem næmi um 6% af VLF niður í 2,5% í einu vetfangi,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Samhliða framlagningu fjármálaáætlunar leggur fjármála- og efnahagsráðherra því fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál. Það felur í sér að skilyrði 7. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, varðandi heildarjöfnuð og skuldahlutföll hins opinbera, svonefndar tölulegar fjármálareglur, gildi ekki fyrir árin 2023–2025.“

Reglurnar hindri stjórnvöld í að örva efnahagslífið

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, gagnrýndi fjármálareglurnar í umsögn sinni um frumvarp til laga um opinber fjármál árið 2015. „Krafa um hallalaust 5 ára tímabil getur hindrað virka efnahagsstjómun og er engin trygging fyrir jafnvægi og getur jafnvel verið til hindrunar því að jafnvægi náist,“ skrifaði hann. „Á samdráttarskeiði getur þessi regla hindrað virka beitingu ríkisfjármála til að örva atvinnulíf til dæmis með átökum í fjárfestingu, tímabundnum hvatatengdum skattaafslætti og fleiri eftirspurnarhvötum. Í uppsveiflu hefur þessi regla engin áhrif.“

„Á samdráttarskeiði getur þessi regla hindrað virka beitingu ríkisfjármála“

Sagði Indriði hagsveifluna lengri en fimm ár og reglurnar til óþurftar á samdráttartímum. „Enginn haldbær rökstuðningur er fyrir þeirri reglu að skuldir ríkissjóðs fari ekki yfir 30% af VLF til lengri tíma og gripið sé til aðhaldsaðgerða sé svo,“ skrifaði hann. „Þótt sjálfsagt sé rétt að ekki skuli ofgera herðum komandi kynslóða þarf að hafa í huga að komandi kynslóðir njóta uppbyggingar á innviðum í fortíð og nútíð. Skuldabyrði þarf að meta með tilliti til ýmissa aðstæðna m.a. hvort um er að ræða innlendar skuldir eða erlendar. Vaxtagreiðslur eins eru vaxtatekjur annarra. Vaxtagreiðslur af innlendum skuldum eru ekki kostnaður fyrir þjóðarbúið og vaxtakjör skipta ekki minna máli en skuldsetning. Krafa um lækkun skulda séu þær yfir 30% getur rekist á og hindrað það að ríkisfjármálum sé beitt í því skyni að örva efnahagslífið þótt til þess standa full rök.“

Sagði reglurnar sorglega stefnu á Íslandi

Mark Blyth, skoskur prófessor í alþjóðlegri stjórnmálahagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum, sagði í viðtali við Stundina vorið 2017 að fjármálareglur íslenskra stjórnvalda væru vanhugsaðar og til þess fallnar að grafa undan sjálfvirkum sveiflujöfnurum ríkisfjármálanna. Honum þætti sorglegt að ríkisfjármálastefna af þessu tagi sé við lýði á Íslandi.

Blyth er þekktastur fyrir bók sína Austerity: The History of a Dangerous Idea sem kom út árið 2012 og vakti heimsathygli. Þar er fjallað með ítarlegum hætti um skaðleg áhrif aðhalds- og niðurskurðarstefnu í efnahagsmálum og þá hugmyndafræði sem býr að baki slíkri hagstjórn.

„Hvers vegna eru Íslendingar að þessu?“

„Maður getur skilið hvatann á bak við svona reglur hjá t.d. Þjóðverjum, þar sem óttinn við skuldsetningu hins opinbera er gríðarlegur og í raun fjarstæðukenndur en á sér þó djúpar sögulegar rætur, og til dæmis í Brasilíu þar sem gríðarleg sundrung og fullkomið vantraust ríkir… en hvers vegna eru Íslendingar að þessu? Þetta er mjög dapurlegt að heyra,“ sagði Blyth.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár