Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vikið frá fjármálareglum fjórum árum eftir að þær tóku gildi

Regl­ur um há­marks fjár­laga­halla og skuld­ir sem tóku gildi með lög­um 2016 verða felld­ar burt ár­in 2023 til 2025. Fjár­mála­regl­urn­ar voru gagn­rýnd­ar fyr­ir að hindra að­gerð­ir stjórn­valda á tím­um sam­drátt­ar.

Vikið frá fjármálareglum fjórum árum eftir að þær tóku gildi
Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra leggur fram frumvarp til að víkja fjármálareglunum sem settar voru í ráðherratíð hans. Mynd: Geiri Pix / Pressphotos.biz

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun leggja fram frumvarp til að taka úr gildi svokallaðar fjármálareglur fyrir árin 2023 til 2025. Reglurnar voru gagnrýndar af ýmsum sérfræðingum þegar þær voru settar fyrir að vera til trafala þegar efnahagslífið er í niðursveiflu.

Fjármálareglurnar tóku gildi með lögum um opinber fjármál árið 2016 sem Bjarni lagði sjálfur fram. Reglurnar fela í sér að heildarjöfnuður hins opinbera yfir fimm ára tímabil skuli ávallt vera jákvæður og árlegur halli ávallt undir 2,5 prósent af landsframleiðslu. Þá skuli heildarskuldir hins opinbera samkvæmt ákveðinni skilgreiningu vera undir 30 prósent af landsframleiðslu eða fara lækkandi. Heimild er í lögunum um að víkja frá reglunum til þriggja ára.

Samanlagður halli áranna 2020 og 2021 gæti orðið um 600 milljarðar króna og skuldir hins opinbera samkvæmt skuldareglu laga um opinber fjármál gætu því vaxið úr 28 prósent af landsframleiðslu í árslok 2019 í 48 prósent árið 2021, að því er fram kemur í fjármálaáætlun fyrir árin 2021 til 2025 sem Bjarni kynnti í dag.

Því segir að nauðsynlegt verði að víkja frá fjármálareglunum lengur en þau þrjú ár sem svigrúm er gefið til. „Ella þyrfti að taka halla sem næmi um 6% af VLF niður í 2,5% í einu vetfangi,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Samhliða framlagningu fjármálaáætlunar leggur fjármála- og efnahagsráðherra því fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál. Það felur í sér að skilyrði 7. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, varðandi heildarjöfnuð og skuldahlutföll hins opinbera, svonefndar tölulegar fjármálareglur, gildi ekki fyrir árin 2023–2025.“

Reglurnar hindri stjórnvöld í að örva efnahagslífið

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, gagnrýndi fjármálareglurnar í umsögn sinni um frumvarp til laga um opinber fjármál árið 2015. „Krafa um hallalaust 5 ára tímabil getur hindrað virka efnahagsstjómun og er engin trygging fyrir jafnvægi og getur jafnvel verið til hindrunar því að jafnvægi náist,“ skrifaði hann. „Á samdráttarskeiði getur þessi regla hindrað virka beitingu ríkisfjármála til að örva atvinnulíf til dæmis með átökum í fjárfestingu, tímabundnum hvatatengdum skattaafslætti og fleiri eftirspurnarhvötum. Í uppsveiflu hefur þessi regla engin áhrif.“

„Á samdráttarskeiði getur þessi regla hindrað virka beitingu ríkisfjármála“

Sagði Indriði hagsveifluna lengri en fimm ár og reglurnar til óþurftar á samdráttartímum. „Enginn haldbær rökstuðningur er fyrir þeirri reglu að skuldir ríkissjóðs fari ekki yfir 30% af VLF til lengri tíma og gripið sé til aðhaldsaðgerða sé svo,“ skrifaði hann. „Þótt sjálfsagt sé rétt að ekki skuli ofgera herðum komandi kynslóða þarf að hafa í huga að komandi kynslóðir njóta uppbyggingar á innviðum í fortíð og nútíð. Skuldabyrði þarf að meta með tilliti til ýmissa aðstæðna m.a. hvort um er að ræða innlendar skuldir eða erlendar. Vaxtagreiðslur eins eru vaxtatekjur annarra. Vaxtagreiðslur af innlendum skuldum eru ekki kostnaður fyrir þjóðarbúið og vaxtakjör skipta ekki minna máli en skuldsetning. Krafa um lækkun skulda séu þær yfir 30% getur rekist á og hindrað það að ríkisfjármálum sé beitt í því skyni að örva efnahagslífið þótt til þess standa full rök.“

Sagði reglurnar sorglega stefnu á Íslandi

Mark Blyth, skoskur prófessor í alþjóðlegri stjórnmálahagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum, sagði í viðtali við Stundina vorið 2017 að fjármálareglur íslenskra stjórnvalda væru vanhugsaðar og til þess fallnar að grafa undan sjálfvirkum sveiflujöfnurum ríkisfjármálanna. Honum þætti sorglegt að ríkisfjármálastefna af þessu tagi sé við lýði á Íslandi.

Blyth er þekktastur fyrir bók sína Austerity: The History of a Dangerous Idea sem kom út árið 2012 og vakti heimsathygli. Þar er fjallað með ítarlegum hætti um skaðleg áhrif aðhalds- og niðurskurðarstefnu í efnahagsmálum og þá hugmyndafræði sem býr að baki slíkri hagstjórn.

„Hvers vegna eru Íslendingar að þessu?“

„Maður getur skilið hvatann á bak við svona reglur hjá t.d. Þjóðverjum, þar sem óttinn við skuldsetningu hins opinbera er gríðarlegur og í raun fjarstæðukenndur en á sér þó djúpar sögulegar rætur, og til dæmis í Brasilíu þar sem gríðarleg sundrung og fullkomið vantraust ríkir… en hvers vegna eru Íslendingar að þessu? Þetta er mjög dapurlegt að heyra,“ sagði Blyth.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár