Ótal bækur og fræðigreinar hafa verið skrifaðar um hraðan efnahagsvöxt í Kína og hvernig vaxandi áhrif Kínverja á alþjóðasviðinu eru að breyta valdajafnvægi heimsins. Fáir fræðimenn hafa þó reynst eins sannspáir og stjórnmálafræðingurinn John Mearsheimer, sem sendi frá sér bókina The Tragedy of Great Power Politics árið 2001, en hún hefur verið sögð ein áhrifamesta bók 21. aldar á sviði alþjóðastjórnmála. Því miður er hann einnig með svartsýnni mönnum í dag hvað varðar framhaldið.
Harmleikurinn sem titillinn vísar til er sá að Mearsheimer segir öll milliríkjasamskipti í eðli sínu einkennast af ótta og tortryggni. Hann líkir alþjóðasamfélaginu við frumskóg þar sem engin lögregla og ekkert yfirvald sé til staðar, aðeins leiðtogar einstakra fullvalda ríkja. Þeir geti aldrei lesið hugsanir hver annars og séu því ávallt á varðbergi, lifandi samkvæmt lögmáli frumskógarins.
Með öðrum orðum segir Mearsheimer að …
Athugasemdir