Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sólveig Anna segir fyrrum forseta ASÍ hafa rekið láglaunastefnu: „Thanks for nothing, Gylfi“

Gylfi Arn­björns­son, fyrr­ver­andi for­seti ASÍ, er gagn­rýn­inn á nú­ver­andi for­ystu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hann vill að stjórn­völd lækki trygg­inga­gjald til að koma til móts við at­vinnu­rek­end­ur. Formað­ur Efl­ing­ar tel­ur hann ekki hafa stutt verka­kon­ur í sinni for­seta­tíð.

Sólveig Anna segir fyrrum forseta ASÍ hafa rekið láglaunastefnu: „Thanks for nothing, Gylfi“
Sólveig Anna Jónsdóttir og Gylfi Arnbjörnsson Verkalýðsforingjarnir fyrrverandi og núverandi eru ósammála um stefnu og aðferðafræði.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ, leggi „sitt á vogarskálarnar fyrir forhertasta arm íslenskrar auðstéttar þegar gerð er árás á kjör lægst launaðasta fólksins á íslenskum vinnumarkaði“.

Gylfi var í viðtali í Morgunblaðinu í morgun og var gagnrýninn á forystu verkalýðshreyfingarinnar þessa dagana. „Það er ekkert launungarmál að orðræðan er beinskeyttari og samskiptin líka,“ segir hann. „Það er heldur engin launung að ég gaf ekki kost á mér á sínum tíma þar sem ég taldi mig ekki geta staðið fyrir svona stefnu og framgöngu. Ég vildi nálgast hlutina öðruvísi og gerði það. Þetta kemur mér því ekkert á óvart.“

Forysta Samtaka atvinnulífsins skoðar nú að segja upp Lífskjarasamningnum svokallaða frá því í fyrra þar sem algjör forsendubrestur hafi átt sér stað á vinnumarkaði. Segir Gylfi áhyggjuefni að aðilar vinnumarkaðarins ræðist ekki við og að traust milli þeirra virðist lítið. „Það hefur alltaf verið talsamband milli samtakanna þannig að hægt sé að máta hugmyndir. Miðað við fréttir virðist svo ekki vera og það eitt og sér endurspeglar alvarleika stöðunnar,“ segir hann.

Telur Gylfi að ríkisstjórnin geti komið til móts við atvinnurekendur, sem nú íhuga að segja upp samningum, með því að lækka tryggingargjald. „Í þau 30 ár sem ég starfaði var í forgangi að finna leiðir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. Það á að yfirskyggja allt annað. Þetta reynir mjög á traust í samskiptum aðila og stjórnvalda. Það virðist ekki vera þannig núna.“

„Áhugaleysi þitt gagnvart kjörum kven-vinnuaflsins fer í sögubækurnar“

Sólveig Anna svarar Gylfa með færslu á Facebook í dag. „Merkilegt að hugsa til að þess að hálauna maður innan úr hreyfingu vinnandi fólk skuli hafa lyst á því að mætta í Moggann til að leggja sitt á vogarskálarnar fyrir forhertasta arm íslenskrar auðstéttar þegar gerð er árás á kjör lægst launaðasta fólksins á íslenskum vinnumarkaði. Í stuttu máli get ég svarað honum svona: Allt í lagi, Gylfi, mér hugnast ekki heldur sú samræmda láglaunastefna sem er arfleið þín á íslenskum vinnumarkaði, láglaunastefnan sem gerir það að verkum að verkakonur þurfa að þræla sér út þangað til þær missa heilsuna og enda sem fátækir öryrkjar. Áhugaleysi þitt gagnvart kjörum kven-vinnuaflsins fer í sögubækurnar. Thanks for nothing, Gylfi.“

Sagði ASÍ og SA renna saman í eitt

Vísar hún í ályktun Eflingar frá því í maí 2018 þegar hún var nýtekin við sem formaður en Gylfi var enn forseti ASÍ. Kom þar fram að málflutningur ASÍ væri „farinn að ríma svo rækilega við málflutning forkólfa fjármagnseigenda og auðkýfinga að varla má greina í sundur hvor talar hverju sinni hlýtur verkafólk að hugleiða vel og lengi þá fráleitu staðreynd og spyrja í kjölfarið: Er það ætlun þeirra sem stjórna tilveru okkar að ASÍ og SA renni saman í eitt risavaxið samfélagslegt stjórnunar-fyrirbæri.“

Segist Sólveig Anna telja að láglaunakonur syrgi ekki að Gylfi hafi ákveðið að hverfa til annarra starfa. „Þær geta í það minnsta glaðst örlítið yfir því að í forystu Eflingar er nú manneskja sem þekkir aðstæður þeirra af djúpri persónulegri reynslu og mun aldrei láta sér detta til hugar að taka þátt því að traðka á þeim til að tryggja að þær haldi áfram að vera taparar Íslands svo að flottu strákarnir geti haldið áfram að drottna, alveg slakir í þeirri vitneskju að þeirra sé ríkið, mátturinn og dýrðin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
3
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
3
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár