Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sólveig Anna segir fyrrum forseta ASÍ hafa rekið láglaunastefnu: „Thanks for nothing, Gylfi“

Gylfi Arn­björns­son, fyrr­ver­andi for­seti ASÍ, er gagn­rýn­inn á nú­ver­andi for­ystu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hann vill að stjórn­völd lækki trygg­inga­gjald til að koma til móts við at­vinnu­rek­end­ur. Formað­ur Efl­ing­ar tel­ur hann ekki hafa stutt verka­kon­ur í sinni for­seta­tíð.

Sólveig Anna segir fyrrum forseta ASÍ hafa rekið láglaunastefnu: „Thanks for nothing, Gylfi“
Sólveig Anna Jónsdóttir og Gylfi Arnbjörnsson Verkalýðsforingjarnir fyrrverandi og núverandi eru ósammála um stefnu og aðferðafræði.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ, leggi „sitt á vogarskálarnar fyrir forhertasta arm íslenskrar auðstéttar þegar gerð er árás á kjör lægst launaðasta fólksins á íslenskum vinnumarkaði“.

Gylfi var í viðtali í Morgunblaðinu í morgun og var gagnrýninn á forystu verkalýðshreyfingarinnar þessa dagana. „Það er ekkert launungarmál að orðræðan er beinskeyttari og samskiptin líka,“ segir hann. „Það er heldur engin launung að ég gaf ekki kost á mér á sínum tíma þar sem ég taldi mig ekki geta staðið fyrir svona stefnu og framgöngu. Ég vildi nálgast hlutina öðruvísi og gerði það. Þetta kemur mér því ekkert á óvart.“

Forysta Samtaka atvinnulífsins skoðar nú að segja upp Lífskjarasamningnum svokallaða frá því í fyrra þar sem algjör forsendubrestur hafi átt sér stað á vinnumarkaði. Segir Gylfi áhyggjuefni að aðilar vinnumarkaðarins ræðist ekki við og að traust milli þeirra virðist lítið. „Það hefur alltaf verið talsamband milli samtakanna þannig að hægt sé að máta hugmyndir. Miðað við fréttir virðist svo ekki vera og það eitt og sér endurspeglar alvarleika stöðunnar,“ segir hann.

Telur Gylfi að ríkisstjórnin geti komið til móts við atvinnurekendur, sem nú íhuga að segja upp samningum, með því að lækka tryggingargjald. „Í þau 30 ár sem ég starfaði var í forgangi að finna leiðir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. Það á að yfirskyggja allt annað. Þetta reynir mjög á traust í samskiptum aðila og stjórnvalda. Það virðist ekki vera þannig núna.“

„Áhugaleysi þitt gagnvart kjörum kven-vinnuaflsins fer í sögubækurnar“

Sólveig Anna svarar Gylfa með færslu á Facebook í dag. „Merkilegt að hugsa til að þess að hálauna maður innan úr hreyfingu vinnandi fólk skuli hafa lyst á því að mætta í Moggann til að leggja sitt á vogarskálarnar fyrir forhertasta arm íslenskrar auðstéttar þegar gerð er árás á kjör lægst launaðasta fólksins á íslenskum vinnumarkaði. Í stuttu máli get ég svarað honum svona: Allt í lagi, Gylfi, mér hugnast ekki heldur sú samræmda láglaunastefna sem er arfleið þín á íslenskum vinnumarkaði, láglaunastefnan sem gerir það að verkum að verkakonur þurfa að þræla sér út þangað til þær missa heilsuna og enda sem fátækir öryrkjar. Áhugaleysi þitt gagnvart kjörum kven-vinnuaflsins fer í sögubækurnar. Thanks for nothing, Gylfi.“

Sagði ASÍ og SA renna saman í eitt

Vísar hún í ályktun Eflingar frá því í maí 2018 þegar hún var nýtekin við sem formaður en Gylfi var enn forseti ASÍ. Kom þar fram að málflutningur ASÍ væri „farinn að ríma svo rækilega við málflutning forkólfa fjármagnseigenda og auðkýfinga að varla má greina í sundur hvor talar hverju sinni hlýtur verkafólk að hugleiða vel og lengi þá fráleitu staðreynd og spyrja í kjölfarið: Er það ætlun þeirra sem stjórna tilveru okkar að ASÍ og SA renni saman í eitt risavaxið samfélagslegt stjórnunar-fyrirbæri.“

Segist Sólveig Anna telja að láglaunakonur syrgi ekki að Gylfi hafi ákveðið að hverfa til annarra starfa. „Þær geta í það minnsta glaðst örlítið yfir því að í forystu Eflingar er nú manneskja sem þekkir aðstæður þeirra af djúpri persónulegri reynslu og mun aldrei láta sér detta til hugar að taka þátt því að traðka á þeim til að tryggja að þær haldi áfram að vera taparar Íslands svo að flottu strákarnir geti haldið áfram að drottna, alveg slakir í þeirri vitneskju að þeirra sé ríkið, mátturinn og dýrðin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár