Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Laun forseta ASÍ hækkað langt umfram almenning

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, er með rúm­ar 1,5 millj­ón­ir króna í mán­að­ar­laun. Laun for­seta ASÍ eru nú 148,6 pró­sent hærri en al­geng­ustu með­al­laun í land­inu og hafa hækk­að langt um­fram með­al­laun frá alda­mót­um. „Ég er auð­vit­að bara sátt­ur við mín launa­kjör,“ seg­ir Gylfi.

Laun forseta ASÍ hækkað langt umfram almenning
Gylfi Arnbjörnsson Forseti ASÍ segist gera sér grein fyrir því að hann sé með góð kjör. Mynd: Pressphotos

Laun forseta Alþýðusambands Íslands hafa hækkað um 329 prósent frá árinu 2000, en á sama tíma hafa meðallaun í landinu hækkað um rúm 200 prósent.

Þetta kemur fram í forsíðuúttekt nýjasta tölublaðs Stundarinnar á kjörum verkalýðsleiðtoga og samanburð við kjaraþróun almennings.

Alþýðusambandið neitaði að gefa upp laun forvera Gylfa Arnbjörnssonar, núverandi forseta ASÍ, þegar Stundin falaðist eftir upplýsingunum. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var þáverandi forseti ASÍ, Grétar Þorsteinsson, með 351 þúsund krónur á mánuði í laun árið 2000. Á verðlagi dagsins í dag jafngildir það 775 þúsund króna launum. 

Á sama tíma og Grétar var með 351 þúsund krónur í laun sem forseti Alþýðusambandsins var miðgildi heildarlauna á Íslandi 204 þúsund krónur á mánuði, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Það þýðir að forseti ASÍ hafði 72 prósent hærri laun en algengustu laun á landinu.

Laun forseta ASÍ eru nú 1.526.730 krónur á mánuði, með akstursstyrk, eða töluvert hærri en uppreiknuð laun fyrir sömu stöðu um aldamótin, sem voru 775 þúsund krónur. Sé tekið mið af nýjustu launavísitölu Hagstofunnar má áætla að miðgildi meðallauna sé nú um 614 þúsund krónur. Því eru laun forseta ASÍ nú 148,6 prósent hærri en algengustu meðallaun.

Segir laun forseta ekki hafa fylgt launaþróun

Gylfi Arnbjörnsson, núverandi forseti ASÍ, segist ekki hafa haldið í við almenna launaþróun í kjörum sínum frá því hann tók við stöðu forseta, en að hann hafi ákveðið að fara ekki fram á launahækkun í takt við það.

Hann segir í raun ekki hægt að bera sín laun saman við forvera hans, því hans laun byggi á samtali við launanefnd ASÍ frá árinu 2008. Laun forseta ASÍ sé því ekki einhver fyrirfram gefin stærð. „Menn koma auðvitað úr mismunandi áttum og það er ekkert óhefðbundið í sjálfu sér að það sé horft til þess hvaðan menn eru að koma og að mönnum sé tryggður einhver sambærileiki í kjörum,“ segir Gylfi, en hann var áður framkvæmdastjóri ASÍ frá árinu 2001. Gylfi segir launakjör forseta ASÍ iðulega í tengslum við  hans fyrri laun. „Menn eru kosnir í þetta embætti og það er hvorki tilefni til mikilla hækkana né að menn séu að lækka mikið í kjörum.“

„Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta eru góð kjör.“

Að mati Gylfa er réttara að skoða launaþróun forseta ASÍ eftir að hann tók við embættinu árið 2008, en sú þróun hefur ekki fylgt almennri launaþróun í landinu.

Samkvæmt gögnum sem ASÍ tók saman fyrir Upplýsinga- og rannsóknarþjónustu Alþingis í ágúst á síðasta ári hafa laun forseta ASÍ hækkað töluvert minna en laun félagsmanna ASÍ á almennum markaði, einnig laun ríkisstarfsmanna BHM, BSRB og KÍ. „Ég get alveg fært rök fyrir því að laun forseta eigi að þróast með sama hætti og laun eru almennt að þróast á vinnumarkaði, en það yrði talsvert mikil launahækkun ef það ætti að vera. Ég hef ekki sótt hana. Ég hef bara verið sáttur við þau kjör sem ég hef. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta eru góð kjör.“

Eftir að Stundin sendi Alþýðusambandinu fyrirspurn um launakjör forseta sambandsins birtist frétt á vef ASÍ um launakjör hans með tilvísun í fyrirspurn Stundarinnar. 

 

Ítarlega er fjallað um launakjör verkalýðshreyfingarinnar í 44. tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár