Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Laun forseta ASÍ hækkað langt umfram almenning

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, er með rúm­ar 1,5 millj­ón­ir króna í mán­að­ar­laun. Laun for­seta ASÍ eru nú 148,6 pró­sent hærri en al­geng­ustu með­al­laun í land­inu og hafa hækk­að langt um­fram með­al­laun frá alda­mót­um. „Ég er auð­vit­að bara sátt­ur við mín launa­kjör,“ seg­ir Gylfi.

Laun forseta ASÍ hækkað langt umfram almenning
Gylfi Arnbjörnsson Forseti ASÍ segist gera sér grein fyrir því að hann sé með góð kjör. Mynd: Pressphotos

Laun forseta Alþýðusambands Íslands hafa hækkað um 329 prósent frá árinu 2000, en á sama tíma hafa meðallaun í landinu hækkað um rúm 200 prósent.

Þetta kemur fram í forsíðuúttekt nýjasta tölublaðs Stundarinnar á kjörum verkalýðsleiðtoga og samanburð við kjaraþróun almennings.

Alþýðusambandið neitaði að gefa upp laun forvera Gylfa Arnbjörnssonar, núverandi forseta ASÍ, þegar Stundin falaðist eftir upplýsingunum. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var þáverandi forseti ASÍ, Grétar Þorsteinsson, með 351 þúsund krónur á mánuði í laun árið 2000. Á verðlagi dagsins í dag jafngildir það 775 þúsund króna launum. 

Á sama tíma og Grétar var með 351 þúsund krónur í laun sem forseti Alþýðusambandsins var miðgildi heildarlauna á Íslandi 204 þúsund krónur á mánuði, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Það þýðir að forseti ASÍ hafði 72 prósent hærri laun en algengustu laun á landinu.

Laun forseta ASÍ eru nú 1.526.730 krónur á mánuði, með akstursstyrk, eða töluvert hærri en uppreiknuð laun fyrir sömu stöðu um aldamótin, sem voru 775 þúsund krónur. Sé tekið mið af nýjustu launavísitölu Hagstofunnar má áætla að miðgildi meðallauna sé nú um 614 þúsund krónur. Því eru laun forseta ASÍ nú 148,6 prósent hærri en algengustu meðallaun.

Segir laun forseta ekki hafa fylgt launaþróun

Gylfi Arnbjörnsson, núverandi forseti ASÍ, segist ekki hafa haldið í við almenna launaþróun í kjörum sínum frá því hann tók við stöðu forseta, en að hann hafi ákveðið að fara ekki fram á launahækkun í takt við það.

Hann segir í raun ekki hægt að bera sín laun saman við forvera hans, því hans laun byggi á samtali við launanefnd ASÍ frá árinu 2008. Laun forseta ASÍ sé því ekki einhver fyrirfram gefin stærð. „Menn koma auðvitað úr mismunandi áttum og það er ekkert óhefðbundið í sjálfu sér að það sé horft til þess hvaðan menn eru að koma og að mönnum sé tryggður einhver sambærileiki í kjörum,“ segir Gylfi, en hann var áður framkvæmdastjóri ASÍ frá árinu 2001. Gylfi segir launakjör forseta ASÍ iðulega í tengslum við  hans fyrri laun. „Menn eru kosnir í þetta embætti og það er hvorki tilefni til mikilla hækkana né að menn séu að lækka mikið í kjörum.“

„Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta eru góð kjör.“

Að mati Gylfa er réttara að skoða launaþróun forseta ASÍ eftir að hann tók við embættinu árið 2008, en sú þróun hefur ekki fylgt almennri launaþróun í landinu.

Samkvæmt gögnum sem ASÍ tók saman fyrir Upplýsinga- og rannsóknarþjónustu Alþingis í ágúst á síðasta ári hafa laun forseta ASÍ hækkað töluvert minna en laun félagsmanna ASÍ á almennum markaði, einnig laun ríkisstarfsmanna BHM, BSRB og KÍ. „Ég get alveg fært rök fyrir því að laun forseta eigi að þróast með sama hætti og laun eru almennt að þróast á vinnumarkaði, en það yrði talsvert mikil launahækkun ef það ætti að vera. Ég hef ekki sótt hana. Ég hef bara verið sáttur við þau kjör sem ég hef. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta eru góð kjör.“

Eftir að Stundin sendi Alþýðusambandinu fyrirspurn um launakjör forseta sambandsins birtist frétt á vef ASÍ um launakjör hans með tilvísun í fyrirspurn Stundarinnar. 

 

Ítarlega er fjallað um launakjör verkalýðshreyfingarinnar í 44. tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár