Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Laun forseta ASÍ hækkað langt umfram almenning

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, er með rúm­ar 1,5 millj­ón­ir króna í mán­að­ar­laun. Laun for­seta ASÍ eru nú 148,6 pró­sent hærri en al­geng­ustu með­al­laun í land­inu og hafa hækk­að langt um­fram með­al­laun frá alda­mót­um. „Ég er auð­vit­að bara sátt­ur við mín launa­kjör,“ seg­ir Gylfi.

Laun forseta ASÍ hækkað langt umfram almenning
Gylfi Arnbjörnsson Forseti ASÍ segist gera sér grein fyrir því að hann sé með góð kjör. Mynd: Pressphotos

Laun forseta Alþýðusambands Íslands hafa hækkað um 329 prósent frá árinu 2000, en á sama tíma hafa meðallaun í landinu hækkað um rúm 200 prósent.

Þetta kemur fram í forsíðuúttekt nýjasta tölublaðs Stundarinnar á kjörum verkalýðsleiðtoga og samanburð við kjaraþróun almennings.

Alþýðusambandið neitaði að gefa upp laun forvera Gylfa Arnbjörnssonar, núverandi forseta ASÍ, þegar Stundin falaðist eftir upplýsingunum. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var þáverandi forseti ASÍ, Grétar Þorsteinsson, með 351 þúsund krónur á mánuði í laun árið 2000. Á verðlagi dagsins í dag jafngildir það 775 þúsund króna launum. 

Á sama tíma og Grétar var með 351 þúsund krónur í laun sem forseti Alþýðusambandsins var miðgildi heildarlauna á Íslandi 204 þúsund krónur á mánuði, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Það þýðir að forseti ASÍ hafði 72 prósent hærri laun en algengustu laun á landinu.

Laun forseta ASÍ eru nú 1.526.730 krónur á mánuði, með akstursstyrk, eða töluvert hærri en uppreiknuð laun fyrir sömu stöðu um aldamótin, sem voru 775 þúsund krónur. Sé tekið mið af nýjustu launavísitölu Hagstofunnar má áætla að miðgildi meðallauna sé nú um 614 þúsund krónur. Því eru laun forseta ASÍ nú 148,6 prósent hærri en algengustu meðallaun.

Segir laun forseta ekki hafa fylgt launaþróun

Gylfi Arnbjörnsson, núverandi forseti ASÍ, segist ekki hafa haldið í við almenna launaþróun í kjörum sínum frá því hann tók við stöðu forseta, en að hann hafi ákveðið að fara ekki fram á launahækkun í takt við það.

Hann segir í raun ekki hægt að bera sín laun saman við forvera hans, því hans laun byggi á samtali við launanefnd ASÍ frá árinu 2008. Laun forseta ASÍ sé því ekki einhver fyrirfram gefin stærð. „Menn koma auðvitað úr mismunandi áttum og það er ekkert óhefðbundið í sjálfu sér að það sé horft til þess hvaðan menn eru að koma og að mönnum sé tryggður einhver sambærileiki í kjörum,“ segir Gylfi, en hann var áður framkvæmdastjóri ASÍ frá árinu 2001. Gylfi segir launakjör forseta ASÍ iðulega í tengslum við  hans fyrri laun. „Menn eru kosnir í þetta embætti og það er hvorki tilefni til mikilla hækkana né að menn séu að lækka mikið í kjörum.“

„Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta eru góð kjör.“

Að mati Gylfa er réttara að skoða launaþróun forseta ASÍ eftir að hann tók við embættinu árið 2008, en sú þróun hefur ekki fylgt almennri launaþróun í landinu.

Samkvæmt gögnum sem ASÍ tók saman fyrir Upplýsinga- og rannsóknarþjónustu Alþingis í ágúst á síðasta ári hafa laun forseta ASÍ hækkað töluvert minna en laun félagsmanna ASÍ á almennum markaði, einnig laun ríkisstarfsmanna BHM, BSRB og KÍ. „Ég get alveg fært rök fyrir því að laun forseta eigi að þróast með sama hætti og laun eru almennt að þróast á vinnumarkaði, en það yrði talsvert mikil launahækkun ef það ætti að vera. Ég hef ekki sótt hana. Ég hef bara verið sáttur við þau kjör sem ég hef. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta eru góð kjör.“

Eftir að Stundin sendi Alþýðusambandinu fyrirspurn um launakjör forseta sambandsins birtist frétt á vef ASÍ um launakjör hans með tilvísun í fyrirspurn Stundarinnar. 

 

Ítarlega er fjallað um launakjör verkalýðshreyfingarinnar í 44. tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu