Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sögulegar kappræður: Trompar „Sljói-Jói“ Trump?

Don­ald Trump og Joe Biden tak­ast á í kapp­ræð­um í kvöld sem bú­ist er við að verði sér­stak­lega harð­vítug­ar.

Sögulegar kappræður: Trompar „Sljói-Jói“ Trump?
Biden og Trump Berjast um forsetastólinn fram að kosningunum 3. nóvember og hugsanlega lengur. Mynd: AFP

Fyrstu kappræður Joe Biden og Donalds Trump fyrir bandarísku forsetakosningarnar hefjast í nótt klukkan eitt að íslenskum tíma. 

Ákveðið hefur verið að umræðuefnin verði sex, í fimmtán mínútur í senn: Ferill Trumps og Bidens, Hæstiréttur, Covid-19, efnahagslífið, kynþáttamál og ofbeldi og svo lögmæti kosninganna.

Frambjóðendurnir og kosningateymi þeirra hafa unnið að því að finna viðeigandi höggstað á andstæðingum sínum og svo samhliða sóknarfæri fyrir sjálfa sig. Fram hefur komið að Trump hafi undirbúið sig með minnisspjöldum, en að Biden hafi haldið æfingarkappræður dögum saman.

Uppnefni Trumps

Donald Trump hefur uppnefnt Biden líkt og aðra andstæðinga sína. Hann uppnefndi Hillary Clinton spilltu Hillary, „Crooked-Hillary“, en útmálar Joe Biden sem sljóan, ringlaðan og þreyttan með viðurnefninu „Sleepy-Joe“. Þessu til stuðnings hefur kosningateymi Trumps birt tilklippt myndbönd á samfélagsmiðlum þar sem Biden tafsar og verður fótaskortur á tungunni.

„Hann er heimskur náungi, heimskur náungi, alltaf þekktur sem heimskur náungi,“ sagði Trump í ræðu á fjöldafundi í Pennsylvaniu um helgina.

Það þýðir hins vegar að ef Biden reynist öflugri en Trump í kappræðunum reynist Trump hafa orðið undir í viðureign við mann sem er vitsmunalega vanvirkur, samkvæmt hans eigin orðræðu, eins og bent er á í umfjöllun CNN. Til þess að bregðast við þessu hefur Trump hins vegar farið fram á að Biden undirgangist próf fyrir örvandi efnum áður en kappræðurnar hefjast. Í tilraun til væntingastjórnunar hefur Trump síðan sagt að Biden hafi meiri reynslu en hann af kappræðum.

Kappræðurnar verða að mörgu leyti sögulegar og búist er við meiri hörku en áður hefur sést, á sama tíma og djúpstæður klofningur greinist í bandarísku samfélagi.

Frambjóðendurnir eru eldri en áður hefur þekkst, Biden er 77 ára og Trump 74 ára. Meðalaldur forseta við embættistöku fram að þessu er 55 ár. Trump varð sá elsti til að verða forseti frá upphafi, en bæði Biden og Trump geta slegið aldursmet Ronalds Reagans við lok forsetatíðar sinnar, en hann varð 77 ára á forsetastóli.

Spyrill verður Chris Wallace, fréttaþulur Fox News Sunday. Hann stýrði einnig fyrstu kappræðum Hillary Clinton og Donald Trump 2016.

Heimsmynd Trumps

Líkt og sjá mátti á landsþingi Repúblikana í september, vilja þeir útmála Demókrata sem sósíalista sem myndu leysa upp lögregluna. Trump hefur hins vegar sett öryggismál, lög og reglu, í forgrunn. Þá hefur hann reglulega dregið upp þá mynd að venjulegum Bandaríkjamönnum sé ógnað af ofbeldisfullum innflytjendum frá Mexíkó og stjórnleysingjum sem mótmæla lögregluofbeldi.

Trump mun leggja áherslu á jafnréttismál í umræðu um skipan hæstaréttardómara. Trump, sem er vinsælli meðal karla heldur en Joe Biden, en mun óvinsælli meðal kvenna, tilkynnti á dögunum að hann myndi tilnefna íhaldssinnaða dómarann Amy Coney Barrett í stól hæstaréttardómara. Hún hefur stutt aukin réttindi til byssueignar, úrskurðað í þágu harðrar innflytjendastefnu Trumps, lýst stuðningi við málstað þeirra sem eru andvígir fóstureyðingum eða þungunarrofi og er meðlimur í kaþólskum trúarhópi sem er andsnúinn samkynhneigð.

Frambjóðendurnir munu reyna að snúa umræðuefnum kappræðanna yfir á svæði sem henta þeim best. 

Trump mun að líkindum hrósa sér af sterkri stöðu efnahagsmála, en kenna Kínverjum um Covid-19 faraldurinn, og þannig snúa efnahagsmálum upp í öryggis- og þjóðernismál.

Biden mun á sama tíma kenna Trump um dauða 209 þúsund manns í Bandaríkjunum vegna Covid-19. Líklegt er að Trump muni benda á að hann hafi, gegn ráðleggingum flestra og mótmælum Demókrata, lokað landinu fyrir Kína strax 31. janúar. Biden er líklegur til þess að vísa í orð Trumps, sem gerði stöðugt lítið úr faraldrinum.

Trump mun líklega þurfa að svara fyrir skattamál sín, líkt og fyrir fjórum árum þegar hann neitaði að gefa upp skattframtal sitt. Afhjúpun New York Times sýndi meðal annars fram á að hann greiddi aðeins 750 Bandaríkjadali í tekjuskatt síðustu tvö ár og hefur aflað sér frádráttar frá skatti með því að leggja fram kostnað við hárgreiðslu og ráðgjafagreiðslur til dóttur hans, Ivönku. 

Sviðið undirbúiðKappræðurnar verða haldnar í Clevland, Ohio.

Sonurinn akkilesarhæll

Búast má við því að Trump forðist að vera í vörn með því að fara harkalega í Biden og saka hann um spillingu, tengda syni hans, lögfræðingnum Hunter Biden. 

Sagt var frá því í síðustu viku að Hunter Biden hefði þegið 3,5 milljónir dala frá rússneskri auðkonu, eiginkonu fyrrverandi borgarstjóra Moskvu. Fréttin byggði á 87 síðna rannsóknarskýrslu tveggja nefndarformanna úr röðum Repúblikana í öldungadeildinni. Skýrslan leiddi hins vegar ekki af sér þá niðurstöðu að Joe Biden hefði brotið af sér í starfi eða orðið fyrir áhrifum af störfum sonar hans. Að sama skapi kemur fram í skýrslunni að engar sannanir hafi fundist fyrir neinu ólögmætu athæfi sonar varaforsetans.

Hunter Biden, sem sat í stjórn ríkisorkufyrirtækis í Úkraínu á meðan Joe Biden var varaforseti, er akkilesarhæll Bidens í hernaðaráætlun Trumps. Fjölmiðlar hafa skipst í tvo hópa þegar kemur að skýrslunni um Hunter Biden. Meginstraumsmiðlar eins og New York Times, Bloomberg og Forbes segja hana lítið hafa fært fram, annað en að staðfesta sakleysi Joe Biden. Íhalds- og smellimiðlar, þar á meðal Fox News og Washington Times sem styðja Trump, lýsa spillingu og leggja áherslu á málefni Hunters Bidens á sama tíma og svör og gagnárásir Trumps eru ráðandi í umfjöllun um skattamál hans. Málefni Hunters voru einnig í brennidepli þegar fulltrúadeild þingsins ákærði Trump síðasta vetur, fyrir að hafa notað forsetaembættið í eigin þágu með því að reyna að fá forseta Úkraínu til að láta rannsaka Hunter Biden.

Trump er því nú þegar farinn að snúa vörn í sókn. Sonur hans, Donald Trump jr, talaði þannig um Biden-glæpafjölskylduna í viðtali á Fox News þar sem hann varði föður sinn og skattamál hans. 

Hótaði Clinton fangelsisvist

Miklum meirihluta þótti Hillary Clinton standa sig betur í kappræðunum þremur fyrir forsetakosningarnar 2016, en Trump sagðist hafa unnið kappræðurnar samkvæmt skoðanakönnunum, þótt engin könnun hefði sýnt þá niðurstöðu, heldur allar leitt í ljós að áhorfendum þætti Clinton standa sig betur.

Margir gagnrýndu orðfæri Trumps í kappræðunum fyrir kosningarnar 2016, meðal annars þegar hann kallaði Clinton klækjakvendi, eða „nasty woman“ og sagði að skattaforðun sín sýndi að hann væri snjall. Þá hótaði hann því að Clinton færi í fangelsi ef hann yrði forseti.

Fyrstu kappræður Clintons og TrumpNýr tónn var sleginn í kappræðum þegar Trump mætti Clinton í kappræðum fyrir fjórum árum. Meðal annars var rætt um skattamál Trumps.
Aðrar kappræðurnar„Því þú værir í fangelsi,“ sagði Donald Trump í öðrum kappræðunum árið 2016 og hótaði því að fá sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton vegna tölvupóstmála hennar.

Engu að síður vann hann óvæntan sigur, með 40,2% atkvæða á landsvísu gegn 42,8% atkvæða til Hillary Clinton.

Forsetakosningarnar fara fram þriðjudaginn 3. nóvember. Donald Trump hefur fyrirfram haldið fram staðhæfingum um að kosningasvindl sé í aðsigi og neitað að skuldbinda sig til þess að láta friðsamlega af völdum fari svo að hann tapi kosningunum, eins og kosningaspár gefa til kynna. Líklegt er að hann haldi áfram að sá fræjum efasemda um lögmæti kosninganna í kappræðunum í kvöld. Þannig fjallar Fox News í dag til dæmis um ósannaðar ásakanir hægrisinnaðra aktivista gegn fulltrúadeildarþingmanninum Ilhan Omar, um brot á kosningalögum með söfnun atkvæðaseðla. Trump sagði síðasta á Twitter í dag að kosningarnar væru svindl, „Rigged Election!“ Sérfræðingar í lýðræðismálum hafa hins vegar varað við því að það sé einkenni aukinnar einræðisstefnu að grafa markvisst undan lögmæti kosninga, pólitískra andstæðinga og fjölmiðla.

Í samantekinni kosningaspá FiveThirtyEight er gert ráð fyrir því að 77% líkur séu á sigri Bidens, en 22% líkum á sigri Trumps og 1% líkum á jafntefli sem leiðir til þess að fulltrúardeild þingsins, sem er að meirihluta í höndum Demókrata, kýs forseta en öldungadeildin, sem er í höndum Repúblikana, velur varaforseta.

Mikilvægi kappræðaNew York Times fjallar um lykilatriði og afdrifarík augnablik í kappræðum fyrir forsetakosningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár