Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherji segir greiðslur til namibísku „hákarlanna“ hafa verið lögmætar

Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir að greiðsl­ur Sam­herja til namib­ískra ráða­manna hafi ver­ið „lög­mæt­ar“. Sam­herji út­skýr­ir ekki eðli þess­ara greiðslna.

Samherji segir greiðslur til namibísku „hákarlanna“ hafa verið lögmætar
Breyta útskýringum Samherji hefur farið frá því að svara því ekki til hvort félagið hafi greitt mútur í Namibíu eða ekki, í að að halda því fram að um hafi verið að ræða greiðslur fyrir „ráðgjöf“ og nú segir félagið að um hafi verið að ræða „lögmætar“ greiðslur. Þorsteinn Már Baldvinsson og Björgólfur Jóhannsson eru forstjórar Samherja. Mynd: Vísir/Sigurjón

„Við lítum svo á að um hafi verið að ræða lögmætar greiðslur og höfnum því alfarið að greiðslur til þessara aðila hafi verið mútur,“ segir Björgólfur Jóhannsson, annar forstjóri Samherja, aðspurður um greiðslur fyrirtækisins upp á vel á annan milljarð króna til hóps namibískra ráðamanna í skiptum fyrir kvóta þar í landi á árunum 2012 til 2019. Þetta kemur fram í viðtali við Björgólf í Morgunblaðinu í dag

Sjö Namibíumenn hafa setið í gæsluvarðhaldi í nærri eitt ár í Namibíu vegna málsins. Þeir eru grunaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í málinu auk þess sem rannsókn fleiri brota er undir. Umræddir einstaklingar hafa gengið undir viðurnefningu „hákarlarnir“. Í gær var beiðni þeirra um lausn gegn tryggingu hafnað og sagði dómari í máli þeirra í sumar að Namibíumennirnir hefðu gerst sekir um „rán um hábjartan dag“. 

Sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja eru sömuleiðis með réttarstöðu sakborninga vegna málsins á Íslandi. Þeir hafa verið yfirheyrðir grunaðir um aðkomu að mútugreiðslum og peningaþvætti. 

„Við lítum svo á að um hafi verið að ræða lögmætar greiðslur “

Ef Björgólfur hefur rétt fyrir sér þegar hann segir, fyrir hönd Samherja, að Samherji „líti svo á“ að greiðslurnar til áhrifamannanna hafi verið „lögmætar“ er fjölmiðlaumfjöllunin um málið byggð á misskilningi á eðli greiðslna Samherja auk þess sem rannsókn ákæruvaldsins í Namibíu er ástæðulaus sem og rannsókn íslenska ákæruvaldsins á málinu. Sjömenningarnir í Namibíu hafa því setið í fangelsi í nærri eitt ár að ástæðulausu og starfsmenn Samherja hafa fengið réttarstöðu sakborninga að ósekju, ef Björgólfur fer með rétt mál. 

Björgólfur gengur lengra

Í viðtalinu við Morgunblaðið gengur Björgólfur nokkuð lengra í því en Samherji hefur gert áður að halda því fram að greiðslurnar til namibísku ráðamannanna, sem Kveikur, Stundin og Al Jazeera greindu frá í fyrra í samstarfi við Wikileaks, hafi verið eðlilegar eða „lögmætar“ eins og hann orðar það. 

Fyrst eftir að umræddir fjölmiðlar greindu frá málinu í nóvember í fyrra treysti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ekki að fullyrða aðspurður að Samherji hefði ekki greitt mútur. Þorsteinn Már var spurður um þetta atriði í viðtali á vísi.is

Síðan þá hefur Þorsteinn Már haldið því fram að um hafi verið að ræða ráðgjafagreiðslur.

Í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í síðasta mánuði sagði Þorsteinn Már að Samherji hefði „greitt ein­hverjar greiðslur til ráð­gjafa“  í Namibíu en að þetta hafi ekki verið mútur.

Slíkar „ráðgjafagreiðslur“ eru þekkt yfirskyn fyrir eiginlegar mútugreiðslur í mörgum löndum heimsins þar sem engin eiginleg ráðgjöf er veitt heldur er um að ræða greiðslur sem veita aðgang að gæðum, eins og til dæmis kvóta, í krafti pólitísks valds.  Aðilarnir sem sitja í fangelsi í Namibíu grunaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja eru meðal annars tveir fyrrverandi ráðherrar. 

Ekki skilgreint sem mútugreiðslurEnski hagfræðingurinn Paul Collier er einn þeirra sem hefur hefur útskýrt að mútugreiðslur fyrirtækja eru vitanlega aldrei skilgreindar sem slíkar.

Líkt og enski hagfræðingurinn Paul Collier hefur sagt þá eru mútugreiðslur vitanlega aldrei skilgreindar sem mútugreiðslur heldur eitthvað annað eins og til dæmis ráðgjafagreiðslur eða strokugreiðslur (e. facilitation feee):„Mútur eru auðvitað aldrei kallaðar „mútur“; þetta eru „strokugreiðslur“ sem fyrirtækið sem nýtir auðlindirnar greiðir til fyrirtækja í viðkomandi landi, sem eru með óskýru eða óþekktu eignarhaldi, fyrir óskilgreinda þjónustu,“ segir Collier, sem er sérfræðingur í málefnum Afríku, í bók sinni The Plundered Planet

„Hvorki Samherji, né nokkur félög tengd Samherja, hafa nokkru sinni greitt mútur.“

Í viðtalinu við Moggann í dag segir Björgólfur ekki einu sinni að um hafi verið að ræða greiðslur fyrir ráðgjöf heldur aðeins „lögmætar greiðslur“. Hann útskýrir eðli þessara greiðslna ekki frekar, líkt og Samherji hefur gert áður, og er ekki beðinn um að útskýra af hverju umræddir peningar runnu frá Samherja til Namibíumannanna sjálfra. 

Mútur nefndar í bókhaldsgögnum Samherja

Í viðtalinu segir Björgólfur meðal annars einnig um mútugreiðslurnar sem félagið greiddi í Namibíu: „Samherji hafnar því staðfastlega að hafa greitt mútur. Hvorki Samherji, né nokkur félög tengd Samherja, hafa nokkru sinni greitt mútur. Varðandi kvótaviðskipti Samherja í Namibíu þá hef ég ekki séð annað en að félög tengd Samherja hafi greitt markaðsverð fyrir kvótann og þá fæ ég ekki séð að mútur hafi nokkurn tímann verið greiddar.“

Eitt af vandamálunum við þessi ummæli Björgólfs er það að Samherji gerði ráð fyrir því í kostnaðaráætlunum að þurfa að greiða mútur í starfsemi sinni í Afríku.

Eins og Stundin hefur fjallað um er eitt dæmi um að mögulegar mútur hafi verið settar inn í kostnaðaráætlanir Samherja í Afríku að finna í minnisblaði frá Samherja í Marokkó árið 2008, þar sem Samherji stundaði fiskveiðar áður en fyrirtækið fór til Namibíu. Þar stendur, undir liðnum „annað“, í kostnaðaráætlun fyrir landvinnslu Samherja þar í landi, „mútur“. Ekki kemur fram hversu mikið eigi eða hafi verið greitt í mútur og ekki er ljóst hvort þetta var gert í Marokkó. En sú staðreynd að þennan kostnaðarlið var að finna í minnisblaðinu frá Samherja sýnir að útgerðarfélagið gerði ráð fyrir því að þurfa mögulega að beita mútum í starfsemi sinni í Marokkó.

Annað gagn frá Marokkó sýnir hvernig gert var ráð fyrir mútugreiðslum til tollsins í landinu en sérstakur bókhaldslykill var merktur „bribes to customs“.

Til ráðamannanna ekki ríkisinsJóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, hefur lýst því hvernig greiðslurnar fyrir kvótann runnu til namibíusku ráðamannanna í stað ríkisins.

Snýst um hvert peningarnir fóru en ekki markaðsverð

Annað sem vekur athygli við orð Björgólfs er fullyrðing hans um að Samherji hafi greitt markaðsverð fyrir kvótann í Namibíu. Eitt af vandamálunum við þessi orð hans er að Samherji greiddi „hákörlunum“ svokölluðu fyrir afnotin af kvótanum að hluta en ekki namibíska ríkinu. Kvótagjaldið rann því að hluta til í vasa einstaklinganna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi en ekki til ríkisins. Þetta er svona eins og ef veiðigjöld íslenskra útgerðarfélaga myndu renna í vasa forstjóra Fiskistofu eða sjávarútvegsráðherra Íslands á hverjum tíma en ekki í ríkiskassann. 

Um þetta sagði Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Namibíumálinu, í viðtali við Stundina í fyrra. „Það eru kannski 1,5 til 2 milljónir Bandaríkjadala sem hafa farið til ríkisins frá 2014 til 2019. En strákarnir, þessi spillta grúppa, eru búnir að fá yfir 10 milljónir Bandaríkjadala. Það eru yfir 10 milljónir dollara sem þeir hafa fengið, beint í þeirra vasa og annarra, og ríkið fær miklu, miklu minna. Svo hefur Samherji hagnast mikið á þessum veiðum.“ 

Í orðum Jóhannesar felst því að þessar meira en 10 milljón dala greiðslur hafi aldrei komið til namibíska ríkisins heldur að þær hafi meðal annars farið frá fisksölufyrirtæki Samherja á Kýpur, sem meðal annars selur makrílinn sem veiddur er í Namibíu, til namibísku ráðamannanna sem nú sitja í fangelsi. Greiðslurnar fyrir afnotin af auðlindum Namibíu fóru því frá félögum Samherja í vasa spilltra stjórnmála- og embættismanna. 

Þetta er í raun kjarni Namibíumáls Samherja; hvert greiðslurnar sem Samherji greiddi fyrir afnotin af kvótanum í Namibíu runnu í reynd að stóru leyti. Út af þessu er málið til rannsóknar sem mútumál í Namibíu og einnig á Íslandi. Það er ekki til rannsóknar hvort peningarnir sem runnu frá Samherja í skiptum fyrir kvótann hafi numið markaðsverði á kvótanum eða ekki heldur hvert þessir peningar fóru.

Hvort ákæruvaldið í Namibíu og á Íslandi „lítur svo á“ að Björgólfur Jóhannsson og Samherji hafi rétt fyrir sér í þessum túlkunum á mútugreiðslunum frá útgerðinni á svo eftir að koma í ljós.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár