Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherji segir greiðslur til namibísku „hákarlanna“ hafa verið lögmætar

Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir að greiðsl­ur Sam­herja til namib­ískra ráða­manna hafi ver­ið „lög­mæt­ar“. Sam­herji út­skýr­ir ekki eðli þess­ara greiðslna.

Samherji segir greiðslur til namibísku „hákarlanna“ hafa verið lögmætar
Breyta útskýringum Samherji hefur farið frá því að svara því ekki til hvort félagið hafi greitt mútur í Namibíu eða ekki, í að að halda því fram að um hafi verið að ræða greiðslur fyrir „ráðgjöf“ og nú segir félagið að um hafi verið að ræða „lögmætar“ greiðslur. Þorsteinn Már Baldvinsson og Björgólfur Jóhannsson eru forstjórar Samherja. Mynd: Vísir/Sigurjón

„Við lítum svo á að um hafi verið að ræða lögmætar greiðslur og höfnum því alfarið að greiðslur til þessara aðila hafi verið mútur,“ segir Björgólfur Jóhannsson, annar forstjóri Samherja, aðspurður um greiðslur fyrirtækisins upp á vel á annan milljarð króna til hóps namibískra ráðamanna í skiptum fyrir kvóta þar í landi á árunum 2012 til 2019. Þetta kemur fram í viðtali við Björgólf í Morgunblaðinu í dag

Sjö Namibíumenn hafa setið í gæsluvarðhaldi í nærri eitt ár í Namibíu vegna málsins. Þeir eru grunaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í málinu auk þess sem rannsókn fleiri brota er undir. Umræddir einstaklingar hafa gengið undir viðurnefningu „hákarlarnir“. Í gær var beiðni þeirra um lausn gegn tryggingu hafnað og sagði dómari í máli þeirra í sumar að Namibíumennirnir hefðu gerst sekir um „rán um hábjartan dag“. 

Sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja eru sömuleiðis með réttarstöðu sakborninga vegna málsins á Íslandi. Þeir hafa verið yfirheyrðir grunaðir um aðkomu að mútugreiðslum og peningaþvætti. 

„Við lítum svo á að um hafi verið að ræða lögmætar greiðslur “

Ef Björgólfur hefur rétt fyrir sér þegar hann segir, fyrir hönd Samherja, að Samherji „líti svo á“ að greiðslurnar til áhrifamannanna hafi verið „lögmætar“ er fjölmiðlaumfjöllunin um málið byggð á misskilningi á eðli greiðslna Samherja auk þess sem rannsókn ákæruvaldsins í Namibíu er ástæðulaus sem og rannsókn íslenska ákæruvaldsins á málinu. Sjömenningarnir í Namibíu hafa því setið í fangelsi í nærri eitt ár að ástæðulausu og starfsmenn Samherja hafa fengið réttarstöðu sakborninga að ósekju, ef Björgólfur fer með rétt mál. 

Björgólfur gengur lengra

Í viðtalinu við Morgunblaðið gengur Björgólfur nokkuð lengra í því en Samherji hefur gert áður að halda því fram að greiðslurnar til namibísku ráðamannanna, sem Kveikur, Stundin og Al Jazeera greindu frá í fyrra í samstarfi við Wikileaks, hafi verið eðlilegar eða „lögmætar“ eins og hann orðar það. 

Fyrst eftir að umræddir fjölmiðlar greindu frá málinu í nóvember í fyrra treysti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ekki að fullyrða aðspurður að Samherji hefði ekki greitt mútur. Þorsteinn Már var spurður um þetta atriði í viðtali á vísi.is

Síðan þá hefur Þorsteinn Már haldið því fram að um hafi verið að ræða ráðgjafagreiðslur.

Í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í síðasta mánuði sagði Þorsteinn Már að Samherji hefði „greitt ein­hverjar greiðslur til ráð­gjafa“  í Namibíu en að þetta hafi ekki verið mútur.

Slíkar „ráðgjafagreiðslur“ eru þekkt yfirskyn fyrir eiginlegar mútugreiðslur í mörgum löndum heimsins þar sem engin eiginleg ráðgjöf er veitt heldur er um að ræða greiðslur sem veita aðgang að gæðum, eins og til dæmis kvóta, í krafti pólitísks valds.  Aðilarnir sem sitja í fangelsi í Namibíu grunaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja eru meðal annars tveir fyrrverandi ráðherrar. 

Ekki skilgreint sem mútugreiðslurEnski hagfræðingurinn Paul Collier er einn þeirra sem hefur hefur útskýrt að mútugreiðslur fyrirtækja eru vitanlega aldrei skilgreindar sem slíkar.

Líkt og enski hagfræðingurinn Paul Collier hefur sagt þá eru mútugreiðslur vitanlega aldrei skilgreindar sem mútugreiðslur heldur eitthvað annað eins og til dæmis ráðgjafagreiðslur eða strokugreiðslur (e. facilitation feee):„Mútur eru auðvitað aldrei kallaðar „mútur“; þetta eru „strokugreiðslur“ sem fyrirtækið sem nýtir auðlindirnar greiðir til fyrirtækja í viðkomandi landi, sem eru með óskýru eða óþekktu eignarhaldi, fyrir óskilgreinda þjónustu,“ segir Collier, sem er sérfræðingur í málefnum Afríku, í bók sinni The Plundered Planet

„Hvorki Samherji, né nokkur félög tengd Samherja, hafa nokkru sinni greitt mútur.“

Í viðtalinu við Moggann í dag segir Björgólfur ekki einu sinni að um hafi verið að ræða greiðslur fyrir ráðgjöf heldur aðeins „lögmætar greiðslur“. Hann útskýrir eðli þessara greiðslna ekki frekar, líkt og Samherji hefur gert áður, og er ekki beðinn um að útskýra af hverju umræddir peningar runnu frá Samherja til Namibíumannanna sjálfra. 

Mútur nefndar í bókhaldsgögnum Samherja

Í viðtalinu segir Björgólfur meðal annars einnig um mútugreiðslurnar sem félagið greiddi í Namibíu: „Samherji hafnar því staðfastlega að hafa greitt mútur. Hvorki Samherji, né nokkur félög tengd Samherja, hafa nokkru sinni greitt mútur. Varðandi kvótaviðskipti Samherja í Namibíu þá hef ég ekki séð annað en að félög tengd Samherja hafi greitt markaðsverð fyrir kvótann og þá fæ ég ekki séð að mútur hafi nokkurn tímann verið greiddar.“

Eitt af vandamálunum við þessi ummæli Björgólfs er það að Samherji gerði ráð fyrir því í kostnaðaráætlunum að þurfa að greiða mútur í starfsemi sinni í Afríku.

Eins og Stundin hefur fjallað um er eitt dæmi um að mögulegar mútur hafi verið settar inn í kostnaðaráætlanir Samherja í Afríku að finna í minnisblaði frá Samherja í Marokkó árið 2008, þar sem Samherji stundaði fiskveiðar áður en fyrirtækið fór til Namibíu. Þar stendur, undir liðnum „annað“, í kostnaðaráætlun fyrir landvinnslu Samherja þar í landi, „mútur“. Ekki kemur fram hversu mikið eigi eða hafi verið greitt í mútur og ekki er ljóst hvort þetta var gert í Marokkó. En sú staðreynd að þennan kostnaðarlið var að finna í minnisblaðinu frá Samherja sýnir að útgerðarfélagið gerði ráð fyrir því að þurfa mögulega að beita mútum í starfsemi sinni í Marokkó.

Annað gagn frá Marokkó sýnir hvernig gert var ráð fyrir mútugreiðslum til tollsins í landinu en sérstakur bókhaldslykill var merktur „bribes to customs“.

Til ráðamannanna ekki ríkisinsJóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, hefur lýst því hvernig greiðslurnar fyrir kvótann runnu til namibíusku ráðamannanna í stað ríkisins.

Snýst um hvert peningarnir fóru en ekki markaðsverð

Annað sem vekur athygli við orð Björgólfs er fullyrðing hans um að Samherji hafi greitt markaðsverð fyrir kvótann í Namibíu. Eitt af vandamálunum við þessi orð hans er að Samherji greiddi „hákörlunum“ svokölluðu fyrir afnotin af kvótanum að hluta en ekki namibíska ríkinu. Kvótagjaldið rann því að hluta til í vasa einstaklinganna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi en ekki til ríkisins. Þetta er svona eins og ef veiðigjöld íslenskra útgerðarfélaga myndu renna í vasa forstjóra Fiskistofu eða sjávarútvegsráðherra Íslands á hverjum tíma en ekki í ríkiskassann. 

Um þetta sagði Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Namibíumálinu, í viðtali við Stundina í fyrra. „Það eru kannski 1,5 til 2 milljónir Bandaríkjadala sem hafa farið til ríkisins frá 2014 til 2019. En strákarnir, þessi spillta grúppa, eru búnir að fá yfir 10 milljónir Bandaríkjadala. Það eru yfir 10 milljónir dollara sem þeir hafa fengið, beint í þeirra vasa og annarra, og ríkið fær miklu, miklu minna. Svo hefur Samherji hagnast mikið á þessum veiðum.“ 

Í orðum Jóhannesar felst því að þessar meira en 10 milljón dala greiðslur hafi aldrei komið til namibíska ríkisins heldur að þær hafi meðal annars farið frá fisksölufyrirtæki Samherja á Kýpur, sem meðal annars selur makrílinn sem veiddur er í Namibíu, til namibísku ráðamannanna sem nú sitja í fangelsi. Greiðslurnar fyrir afnotin af auðlindum Namibíu fóru því frá félögum Samherja í vasa spilltra stjórnmála- og embættismanna. 

Þetta er í raun kjarni Namibíumáls Samherja; hvert greiðslurnar sem Samherji greiddi fyrir afnotin af kvótanum í Namibíu runnu í reynd að stóru leyti. Út af þessu er málið til rannsóknar sem mútumál í Namibíu og einnig á Íslandi. Það er ekki til rannsóknar hvort peningarnir sem runnu frá Samherja í skiptum fyrir kvótann hafi numið markaðsverði á kvótanum eða ekki heldur hvert þessir peningar fóru.

Hvort ákæruvaldið í Namibíu og á Íslandi „lítur svo á“ að Björgólfur Jóhannsson og Samherji hafi rétt fyrir sér í þessum túlkunum á mútugreiðslunum frá útgerðinni á svo eftir að koma í ljós.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár