Stundin sendir út menningarviðburði í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi. Að þessu sinni segir Jasmina Crnac, verkefnastjóri fjölmenningar, frá reynslu sinni af stríði og flótta. Jasmina fæddist í Bosníu og Hersegóvínu og sem bjó þarlendis sem barn á meðan stríðið geisaði í landinu á árunum 1992-1995. Hún greinir frá upplifun sinni af því búa við stríðsástand og hvernig er að vera barn á flótta í sínu eigin landi. Hún mun lýsa ástandinu og þeim erfiðleikum sem hún og fjölskylda hennar þurftu að fara í gegnum á þessum tíma sem flóttamenn og greina frá þeim mótandi áhrifum þessarar átakanlegu lífsreynslu.
Streymið hefst kl. 16:00 og verður aðgengilegt í þessari frétt og á Facebook-síðum Stundarinnar og Menningarhúsanna í Kópavogi. Upptaka verður tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.
Athugasemdir