Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gera stólpagrín að lögreglunni og flykkjast Khedr-fjölskyldunni til varnar

Fjöldi fólks hef­ur sent stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra upp­dikt­að­ar ábend­ing­ar um dval­ar­stað og ferð­ir egypsku fjöl­skyld­unn­ar sem nú er í fel­um. „Mér skilst að þau séu tek­in við rekstri Shell-skál­ans“

Gera stólpagrín að lögreglunni og flykkjast Khedr-fjölskyldunni til varnar
Láta tölvupóstum rigna yfir lögregluna Netverjar hafa sent stoðdeild ríkislögreglustjóra ófáa pósta til varnar egypsku Khedr-fjölskyldunni. Mynd: Sema Erla Serdar

Fjöldi fólks hefur síðasta sólarhring sent stoðdeild ríkislögreglustjóra tölvupósta þar sem það gefur upplýsingar um ferðir eða dvalarstað egypsku Khedr-fjölskyldunnar, sem er í felum til að forðast brottflutning frá landinu. Ekki er þó allt sem sýnist þar eð stærstur hluti tölvupóstanna er uppdiktaður. Þannig er lögreglan hvött til að leita að fjölskyldunni á Önnu Frank safninu í Amsterdam, fullyrt er að fjölskyldan hafi tekið við rekstri Shell-skálans á Eskifirði og íbúi á Seltjarnarnesi bendir lögreglu góðfúslega á að líklega sé tilgangslaust að leita fjölskyldunnar á þar um slóðir, þar sem flóttamenn og aðrir sem minna megi sín séu ekki of vel séðir í bæjarfélaginu.

Fjölskyldan, sem samanstendur af foreldrum og fjórum börnum á aldrinum tveggja til tólf ára, hefur dvalið hér á landi í yfir tvö ár, eftir að hafa sótt um alþjóðlega vernd í ágúst 2018. Faðirinn Ibrahim á á hættu að verða fyrir ofsóknum vegna pólitískrar þátttöku sinnar, verði hann sendur til Egyptlands. Hann þjáist af háþrýstingi og móðirin Dooa er með vanvirkan skjaldkirtil og þjáist af alvarlegu þunglyndi og kvíða. Elstu börnin þrjú hafa gengið í skóla hér á landi og tala orðið íslensku en yngsti drengurinn, Mustafa, hefur gengið í leikskóla.

Þá komu fram upplýsingar um það í gær frá lögmanni fjölskyldunnar að Útlendingastofnun hefði ekki framkvæmt neina athugun á því hvort elsta stúlkan, Rewida, ætti á hættu kynfæralimlestingu sneri hún aftur til Egyptalands. Það hefði ekki verið gert þrátt fyrir að fyrir lægju upplýsingar hjá stofnuninni, sem meðal annars hefði verið tekið tillit til í ákvörðun í máli annarrar egypskrar fjölskyldu á síðasta ári, um að yfir 90 prósent kvenna í Egyptalandi hefðu orðið fyrir kynfæralimlestingu. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús D. Norðdahl, vill meina að málsmeðferðin á umsókn fjölskyldunnar hafi þannig verið í andstöðu við rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar er varða ákvæði útlendingalaga sem fjalli beinlínis um kynfæralimlestingar. Fjórar kærur liggja á borði kærunefndar útlendingamála vegna málsmeðferðar Útlendingastofnunar og kveðst Magnús þess fullviss um að kærunefndin muni fallast á þau sjónarmið sem þar komi fram.

Telur óþarft að leita fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi

Stoðdeild ríkislögreglustjóra sendi í gærkvöldi frá sér tilkynningu þar sem óskað var eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað Khedr-fjölskyldunnar. Sem kunnugt er stóð til að flytja fjölskyldunar nauðuga úr landi 16. september síðastliðinn, en það tókst ekki sökum þess að fjölskyldan fór í felur. Í tilkynningu lögreglu var gefið upp netfangið stoddeild@logreglan.is og fólk beðið um að hafa samband með tölvupósti.

Þetta ákall hefur fólk tekið til sín í miklum mæli en óvíst er þó hvort lögreglumönnum á stoðdeild ríkislögreglustjóra er hlátur í hug vegna þess. Á samfélagsmiðlum, einkum Twittter, hafa notendur í stórum stíl birt myndir af tölvuskeytum sem þeir hafa sent lögreglu með uppdiktuðum vísbendingum um dvalarstað fjölskyldunnar, vangaveltum um hvar best sé að leita hennar eða öðrum hugleiðingum allsendis óviðkomandi málinu. Þá deilir mikill fjöldi einungis tvítum undir myllumerkinu #þaueruhjamer, þar sem þau segjast hýsa fjölskylduna.

„Flóttafólk og aðrir sem minna mega sín eru því miður ekkert of vel séð hér“

Þannig tísti Stefán Vigfússon, uppistandari og sviðslistamaður, mynd af tölvupósti til lögreglunnar þar sem hann greindi frá því að hann hefði hitt fjölskylduna í sundlauginni á Eskifirði um liðna helgi. Mér skilst að þau séu tekin við rekstir Shell-skálans,“ skrifar Stefán. Steingrímur Arason sálfræðingur bendir lögreglu í tölvupósti á að eyða ekki kröftum sínum í að leita fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi. „Flóttafólk og aðrir sem minna mega sín eru því miður ekkert of vel séð hér.“

Þá sendir uppistandarinn og leikarinn Vilhelm Neto lögreglunni ábendingu um að snakkið PopCorners sé snilldar valkostur fyrir þá sem vilji hugsa um heilsuna. Alexandra Ingvarsdóttir, pönksöngkona og roller derby keppandi bendir þá á að nú sé komin út 35 ára afmælisútgáfa af Super Mario leikjunum. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, veltir svo því upp hvort ekki sé ástæða til að leita fjölskyldunnar á Önnu Frank safninu í Amsterdam, í ljósi sögunnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár