Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gera stólpagrín að lögreglunni og flykkjast Khedr-fjölskyldunni til varnar

Fjöldi fólks hef­ur sent stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra upp­dikt­að­ar ábend­ing­ar um dval­ar­stað og ferð­ir egypsku fjöl­skyld­unn­ar sem nú er í fel­um. „Mér skilst að þau séu tek­in við rekstri Shell-skál­ans“

Gera stólpagrín að lögreglunni og flykkjast Khedr-fjölskyldunni til varnar
Láta tölvupóstum rigna yfir lögregluna Netverjar hafa sent stoðdeild ríkislögreglustjóra ófáa pósta til varnar egypsku Khedr-fjölskyldunni. Mynd: Sema Erla Serdar

Fjöldi fólks hefur síðasta sólarhring sent stoðdeild ríkislögreglustjóra tölvupósta þar sem það gefur upplýsingar um ferðir eða dvalarstað egypsku Khedr-fjölskyldunnar, sem er í felum til að forðast brottflutning frá landinu. Ekki er þó allt sem sýnist þar eð stærstur hluti tölvupóstanna er uppdiktaður. Þannig er lögreglan hvött til að leita að fjölskyldunni á Önnu Frank safninu í Amsterdam, fullyrt er að fjölskyldan hafi tekið við rekstri Shell-skálans á Eskifirði og íbúi á Seltjarnarnesi bendir lögreglu góðfúslega á að líklega sé tilgangslaust að leita fjölskyldunnar á þar um slóðir, þar sem flóttamenn og aðrir sem minna megi sín séu ekki of vel séðir í bæjarfélaginu.

Fjölskyldan, sem samanstendur af foreldrum og fjórum börnum á aldrinum tveggja til tólf ára, hefur dvalið hér á landi í yfir tvö ár, eftir að hafa sótt um alþjóðlega vernd í ágúst 2018. Faðirinn Ibrahim á á hættu að verða fyrir ofsóknum vegna pólitískrar þátttöku sinnar, verði hann sendur til Egyptlands. Hann þjáist af háþrýstingi og móðirin Dooa er með vanvirkan skjaldkirtil og þjáist af alvarlegu þunglyndi og kvíða. Elstu börnin þrjú hafa gengið í skóla hér á landi og tala orðið íslensku en yngsti drengurinn, Mustafa, hefur gengið í leikskóla.

Þá komu fram upplýsingar um það í gær frá lögmanni fjölskyldunnar að Útlendingastofnun hefði ekki framkvæmt neina athugun á því hvort elsta stúlkan, Rewida, ætti á hættu kynfæralimlestingu sneri hún aftur til Egyptalands. Það hefði ekki verið gert þrátt fyrir að fyrir lægju upplýsingar hjá stofnuninni, sem meðal annars hefði verið tekið tillit til í ákvörðun í máli annarrar egypskrar fjölskyldu á síðasta ári, um að yfir 90 prósent kvenna í Egyptalandi hefðu orðið fyrir kynfæralimlestingu. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús D. Norðdahl, vill meina að málsmeðferðin á umsókn fjölskyldunnar hafi þannig verið í andstöðu við rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar er varða ákvæði útlendingalaga sem fjalli beinlínis um kynfæralimlestingar. Fjórar kærur liggja á borði kærunefndar útlendingamála vegna málsmeðferðar Útlendingastofnunar og kveðst Magnús þess fullviss um að kærunefndin muni fallast á þau sjónarmið sem þar komi fram.

Telur óþarft að leita fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi

Stoðdeild ríkislögreglustjóra sendi í gærkvöldi frá sér tilkynningu þar sem óskað var eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað Khedr-fjölskyldunnar. Sem kunnugt er stóð til að flytja fjölskyldunar nauðuga úr landi 16. september síðastliðinn, en það tókst ekki sökum þess að fjölskyldan fór í felur. Í tilkynningu lögreglu var gefið upp netfangið stoddeild@logreglan.is og fólk beðið um að hafa samband með tölvupósti.

Þetta ákall hefur fólk tekið til sín í miklum mæli en óvíst er þó hvort lögreglumönnum á stoðdeild ríkislögreglustjóra er hlátur í hug vegna þess. Á samfélagsmiðlum, einkum Twittter, hafa notendur í stórum stíl birt myndir af tölvuskeytum sem þeir hafa sent lögreglu með uppdiktuðum vísbendingum um dvalarstað fjölskyldunnar, vangaveltum um hvar best sé að leita hennar eða öðrum hugleiðingum allsendis óviðkomandi málinu. Þá deilir mikill fjöldi einungis tvítum undir myllumerkinu #þaueruhjamer, þar sem þau segjast hýsa fjölskylduna.

„Flóttafólk og aðrir sem minna mega sín eru því miður ekkert of vel séð hér“

Þannig tísti Stefán Vigfússon, uppistandari og sviðslistamaður, mynd af tölvupósti til lögreglunnar þar sem hann greindi frá því að hann hefði hitt fjölskylduna í sundlauginni á Eskifirði um liðna helgi. Mér skilst að þau séu tekin við rekstir Shell-skálans,“ skrifar Stefán. Steingrímur Arason sálfræðingur bendir lögreglu í tölvupósti á að eyða ekki kröftum sínum í að leita fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi. „Flóttafólk og aðrir sem minna mega sín eru því miður ekkert of vel séð hér.“

Þá sendir uppistandarinn og leikarinn Vilhelm Neto lögreglunni ábendingu um að snakkið PopCorners sé snilldar valkostur fyrir þá sem vilji hugsa um heilsuna. Alexandra Ingvarsdóttir, pönksöngkona og roller derby keppandi bendir þá á að nú sé komin út 35 ára afmælisútgáfa af Super Mario leikjunum. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, veltir svo því upp hvort ekki sé ástæða til að leita fjölskyldunnar á Önnu Frank safninu í Amsterdam, í ljósi sögunnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár