Hér er þá fyrst hlekkur á þrautina frá í gær.
***
Og svo fyrri aukaspurning:
Hvaða ár var þessi fræga ljósmynd tekin?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað heitir heimildarmyndin, sem hlaut helstu verðlaunin (dómnefndarverðlaunin) á Skjaldborgarhátíðinni fyrir viku síðan?
2. Hvað hétu systur Lasarusar í frásögn Nýja testamentisins?
3. Hversu mörg eru fullgild ríki Bandaríkjanna?
4. Hvað kölluðu Rómverjar Skotland?
5. Álftagerðisbræður voru vinsæll sönghópur sem nú mun hættur störfum. Hvar er Álftagerði það sem bræðurnir kenndu sig við?
6. Hversu margir þingmenn sitja á breska þinginu? Hér má muna 20 til eða frá.
7. Alls hafa 116 menn fengið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Hvað eru margar konur þar af? Hér má muna einni til eða frá.
8. Hvað var Bankastrætið í Reykjavík kallað áður en það fékk nafn af bönkum?
9. Hvaða ár fæddist Mick Jagger?
10. Hvaða þingmaður sagði sig úr þingflokki VG fyrir rúmri viku?
***
Og síðari aukaspurning:
Hver er þetta?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Hálfur Álfur.
2. Marta og María.
3. 50.
4. Kaledónía.
5. Skagafirði.
6. Þingmennirnir munu nú vera 650 svo rétt er allt frá 630 til 670.
7. Konurnar eru 15 svo rétt telst vera allt frá 14-16.
8. Bakarabrekka.
9. 1943.
10. Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
***
Svör við aukaspurningum:
Myndin af skriðdrekunum við Torg hins himneska friðar í Beijing var tekin árið 1989.
Og á neðri myndinni er Dreki - eða Skuggi. Bæði nöfnin teljast rétt.
***
Athugasemdir