Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

154. spurningaþraut: Verðlaunamynd á Skjaldborgarhátíð, Nóbelsverðlaunahafar og Álftagerðisbræður, meðal annars

154. spurningaþraut: Verðlaunamynd á Skjaldborgarhátíð, Nóbelsverðlaunahafar og Álftagerðisbræður, meðal annars

Hér er þá fyrst hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Og svo fyrri aukaspurning:

Hvaða ár var þessi fræga ljósmynd tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir heimildarmyndin, sem hlaut helstu verðlaunin (dómnefndarverðlaunin) á Skjaldborgarhátíðinni fyrir viku síðan?

2.   Hvað hétu systur Lasarusar í frásögn Nýja testamentisins?

3.   Hversu mörg eru fullgild ríki Bandaríkjanna?

4.   Hvað kölluðu Rómverjar Skotland?

5.   Álftagerðisbræður voru vinsæll sönghópur sem nú mun hættur störfum. Hvar er Álftagerði það sem bræðurnir kenndu sig við?

6.   Hversu margir þingmenn sitja á breska þinginu? Hér má muna 20 til eða frá.

7.   Alls hafa 116 menn fengið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Hvað eru margar konur þar af? Hér má muna einni til eða frá.

8.   Hvað var Bankastrætið í Reykjavík kallað áður en það fékk nafn af bönkum?

9.   Hvaða ár fæddist Mick Jagger?

10.   Hvaða þingmaður sagði sig úr þingflokki VG fyrir rúmri viku?

***

Og síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hálfur Álfur.

2.   Marta og María.

3.   50.

4.   Kaledónía.

5.   Skagafirði.

6.   Þingmennirnir munu nú vera 650 svo rétt er allt frá 630 til 670.

7.   Konurnar eru 15 svo rétt telst vera allt frá 14-16.

8.   Bakarabrekka.

9.   1943.

10.   Rósa Björk Brynjólfsdóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Myndin af skriðdrekunum við Torg hins himneska friðar í Beijing var tekin árið 1989.

Og á neðri myndinni er Dreki - eða Skuggi. Bæði nöfnin teljast rétt.

***

Og hér endurnýjum við kynnin við þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu