Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Trump „slefar af tilhlökkun“: Réttindi kvenna, hinsegin fólks og innflytjenda í uppnámi

Re­públi­kan­ar til­kynna að þeir ætla að keyra í gegn nýj­an hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem gæti breytt öllu laga- og rétt­indaum­hverfi Banda­ríkj­anna fyr­ir kom­andi kyn­slóð­ir.

Trump „slefar af tilhlökkun“: Réttindi kvenna, hinsegin fólks og innflytjenda í uppnámi
Vilja að óskir Ginsburg séu virtar Fólk heldur uppi skiltum og kertum til minningar um Ruth Bader Ginsburg, ásamt ákalli um að ósk hennar verði virt og enginn dómari skipaður í hennar stað fyrr en að afloknum forsetakosningum, eins og hefðin segir. Mynd: Jose Luis Magana / AFP

Repúblikanar á Bandaríkjaþingi ætla að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara um leið og Donald Tump forseti opinberar tilnefningu sína og gæti það gerst á allra næstu dögum. Heimildarmaður innan Hvíta hússin segir að forsetinn „slefi af tilhlökkun“ við að koma íhaldsömum dómara að og breyta þannig öllu lagaumhverfi Bandaríkjanna næstu áratugi. Vegna nýrra lagabreytinga eiga Demókratar nánast engan möguleika á að stöðva tilnefningu Trumps fyrir kosningar.

Ruth Bader GinsburgEinn mesti áhrifavaldurinn í réttindum minnihlutahópa í Bandaríkjunum er fallinn frá. Donald Trump vill velja eftirmann hennar.

Ruth Bader Ginsburg, sem hafði verið einn helsti málsvari frjálslyndis við hæstarétt Bandaríkjanna í 27 ár, lést á sjúkrahúsi í fyrrakvöld. Aðeins liðu nokkrar mínútur frá því að tilkynnt var um fráfall hennar þangað til Repúblikanar gáfu það út að þeir myndu sækjast eftir því af öllu kappi að skipa íhaldsmann í hennar stað innan sex vikna. Það er sá litli tími sem er til kosninga, eða 45 dagar. Aldrei í sögu Bandaríkjanna hefur dómari við hæstarétt verið skipaður með svo litlum fyrirvara. 

Óttast margir að réttindabarátta kvenna og minnihlutahópa verði fyrir ómældum skaða ef Trump stjórnin fær sínu framgengt. Lög um fóstureyðingar og réttindi hinsegin fólks byggja nánast alfarið á túlkun hæstaréttar og verði hann þéttskipaður íhaldsmönnum í fyrsta sinn á síðustu áratugum er líklegt að það breyti lagaumhverfi Bandaríkjanna í heila kynslóð, enda eru hæstaréttardómarar skipaðir til æviloka. 

Gangi öfgakennstu spár eftir verða íhaldsmenn með slíka yfirburði við hæstarétt í fyrirsjáanlegri framtíð (búist er við að Trump skipi dómara í yngri kantinum) að réttindi kvenna til fóstureyðinga eru í uppnámi auk þess sem hjónabönd samkynhneigðra og öll áunnin réttindi transfólks og minnihlutahópa almennt gætu gufað upp með einu pennastriki. 

Fyrir nokkrum árum hefði verið óhugsandi fyrir einn flokk að keyra í gegn tilnefningu nýs dómara með svo skömmum fyrirvara, einfaldur meirihluti dugði ekki til og var hægt að beita málþófi til að tefja slík mál mánuðum saman. Það er nákvæmlega það sem Repúblikanar gerðu á síðasta kjörtímabili, árið 2016, þegar Barack Obama ætlaði að skipa nýjan dómara við hæstarétt en hann átti þá 11 mánuði eftir í embætti. 

Mitch McConnellNeitaði að staðfesta val Baracks Obama á dómara í Hæstarétt árið 2016, vegna þess að Obama átti aðeins tæpt ár eftir á forsetastóli. Nú þegar einn og hálfur mánuður er í forsetakosningar telur hann að Trump eigi heimtingu á að velja dómara.

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, braut hins vegar blað í sögunni með því að neita að samþykkja nýjan dómara þar sem Obama ætti minna en eitt ár eftir í embætti. McConnell er núna í fremstu röð þeirra sem vilja samþykkja nýjan dómara Trumps aðeins sex vikum fyrir kosningar og er hann sakaður um hræsni á þeim forsendum. Hann svaraði því hins vegar til í dag að Obama hafi ekki átt möguleika á endurkjöri, ólíkt Trump, og því gildi ekki sömu lögmál.

Repúblikanar hafa auk þess komið í veg fyrir að Demókratar geti tafið tilnefninguna með því að nota notað styrk sinn á þingi og í Hvíta húsinu á þessu kjörtímabili til að breyta lögunum um málþóf og aukinn meirihluta. Repúblikanar hafa því afnumið lögin sem þeir sjálfir beittu til að tefja tilnefningu Obama í heilt ár. Svo virðist sem þeir hafi nú öll spil á hendi hvað varðar skipun næsta dómara við hæstarétt.

Fréttastöðin CNN hefur eftir heimildamanni í Hvíta húsinu að Trump hafi „slefað af tilhlökkun“ við að fá að skipa íhaldsmann í stað Ginsburg, jafnvel áður en hann vissi að hún væri látin. Hún var 87 ára gömul og glímdi við erfið veikindi árum saman, því má ætla að Trump sé nú þegar tilbúinn með sér þóknanlegan dómara til að tilnefna og hafi aðeins verið að bíða eftir að hún félli frá. Sama heimild CNN segir að Trump stjórnin ætli sér að keyra tilnefninguna í gegn á methraða um leið og forsetinn hafi greint sínum innsta hring frá því hver verði fyrir valinu.

Forsetakosningar í Bandaríkjunum verða haldnar þriðjudaginn 3. nóvember næstkomandi. Samkvæmt kosningaspá FiveThirtyEight eru taldar 77% líkur á sigri Joes Biden.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
1
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
4
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár