Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Dagur svarar Bolla: „Sendir mér hlýjar kveðjur frá Spáni“

„Borg­ar­stjór­ann burt!“ seg­ir Bolli í Sautján sem keypti opnu­aug­lýs­ingu í Morg­un­blað­inu til að mót­mæla fækk­un bíla­stæða.

Dagur svarar Bolla: „Sendir mér hlýjar kveðjur frá Spáni“
Dagur B. Eggertsson Borgarstjórinn á að fara burt, að mati verslunarmannsins Bolla í Sautján, vegna þrengingar að einkabílnum. Mynd: reykjavik.is

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hvetur Bolla Kristinsson verlsunarmann til þess að flytja heim til Íslands og endurnýja kynni sín af Reykjavík.

Bolli keypti opnuauglýsingu í Morgunblaðinu í morgun með titlinum „Borgarstjórann burt!“ þar sem hann sagði að Laugavegurinn væri „auðnin ein“. „Þarna ræður mestu heft aðgengi með lokunum gatna og fækkun bílastæða, en allt að 4000 stæði hafa verið tekin af okkur borgarbúum á síðustu árum.“ Bolli, sem er oft kenndur við tískuvöruverslun sem hann stofnaði og nefndur Bolli í Sautján, birtir nítján atriða syndalista Dags borgarstjóra og borgarstjórnarmeirihlutans og undirritar hann: Bolli Kristinsson, kaupmaður og Reykvíkingur.

LaugavegurinnMyndin er tekin í ágúst í fyrra.

„Viðskiptavinir komast ekki í bæinn og leita annað. Verslanir og veitingahús fá því engin viðskipti. Um þessar mundir eru yfir 30 verslunarpláss tóm við Laugaveginn og gætu trúlega orðið 50 í vetur. Þetta ástand verður ekki skrifað á neina farsótt eða aukna netverslun. Borgarstjórn Reykjavíkur með Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar ber fulla ábyrgð á því sem hér hefur átt sér stað,“ segir Bolli.

Í svari Dags kemur fram að Bolli búi í reynd á Spáni og hann hafi sjálfur verið leiðandi í rekstri tóms húsnæðis við Laugaveginn. „Bolli Kristinsson sendir mér hlýjar kveðjur frá Spáni þar sem hann hefur búið mörg síðastliðin ár - með keyptri opnuauglýsingu í Mogganum,“ skrifar hann á Facebook-síðu sína. „Raunar var eina verslunarhúsnæðið sem stóð autt í lengri tíma á uppgangstímunum undanfarinna ára stórhýsi Bolla sjálfs við ofanverðan Laugaveg. Það var autt í sex ár þar til hann leigði það ágætri ferðamannaverslun.“

Segir verslunarmiðstöðvar í vanda

Dagur dregur upp jákvæða mynd af þróun borgarinnar, ólíkt Bolla. „Á sama tíma blómstraði ekki aðeins Laugavegurinn heldur gekk Hverfisgatan í endurnýjun lífdaga, einsog allt svæði í kringum Hlemm og Hlemmur sjálfur, Hafnartorg varð til, blómstandi Kvosin breytti um svip og fjöldi frábærra veitingastaða margfaldaðist. Verslun og viðskipti breiddust alla leið út á Granda með tilheyrandi mannlífi. Það er mikilvægt að missa ekki móðinn þótt tímabundnir erfiðleikar komi með covid. Í heiminum eru það ekki síst verslunarmiðstöðvar sem eiga undir högg að sækja vegna þess og aukinnar netverslunar en fallegar og fjölbreyttar miðborgir með góðri blöndu af verslun, menningu og veitingastöðum draga að sér fólk og fyrirtæki.“

Dagur bendir á að nú muni fasteignaeigendur þurfa að lækka leigu, bæði í miðborginni og utan hennar. Sem röksemd gegn gagnrýni Bolla segir Dagur að miðborgin sé eftirsóttasta svæði höfuðborgarsvæðisins, enda er fasteigna- og leiguverð þar hæst. „Framtíð borgarinnar er björt!“ segir Dagur.

Loks vegur Dagur að nostalgíu Bolla. „Þó það sé auðvelt að tengja tilfinningarlega við þá hugsun að allt hafi verið best í gamla daga þá er það ekki endilega rétt. Sérstaklega ekki í Reykjavík.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár