Nýtt efni

Úkraínskir flóttamenn styrkja pólskt efnahagslíf
Úkraínskir flóttamenn hafa haft jákvæð áhrif á efnahag Póllands, meðal annars með auknu vinnuframboði og skattgreiðslum. Þrátt fyrir aukna andúð í pólitískri umræðu sýna gögn að þeir stuðla að hagvexti.

Sósíalistar vilja skýr svör frá Sönnu
Sanna Magdalena Mörtudóttir hugsar stöðu sína og segir Sósíalistaflokkinn klofinn eftir að ný stjórn kærði flokksmenn til lögreglu fyrir umboðssvik. Stjórnarmaður Sósíalista segir Sönnu þurfa að fara að skýra afstöðu sína sem fyrst.

Verðmætasta starfsfólk Íslands: Tugmilljónatekjur íslenskra forstjóra
Launahæsti forstjórinn í íslensku Kauphöllinni stýrir fyrirtæki sem hefur tapað tugum milljarða frá stofnun. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra forstjóra þegar kemur að tekjum en alla jafna njóta þeir kjara sem eru á við tíföld meðallaun á íslenskum vinnumarkaði.

Bókarkafli: Dúkkuverksmiðjan
Júlía Margrét Einarsdóttir sendi nýverið frá sér skáldsöguna Dúkkuverksmiðjuna. Heimildin birtir kafla úr bókinni.


Sif Sigmarsdóttir
Börn vafin í bómull
Bókaáhuginn blómstraði þar sem börnin börðust til síðasta manns í „bókabardaganum“.

Vilja skýrslu um innflytjendur og fæðingartíðni
Þingmenn Miðflokks og Sjálfstæðisflokks vilja 100 ára spá um fæðingartíðni Íslendinga og fjölgun innflytjenda.

Gleðiganga undir vökulu auga lögreglu
Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, segir upplifunina hafa verið magnaða á ólöglegri gleðigöngu í Búdapest. Þátttakendum göngunnar fjölgaði úr 30 þúsund í 200 þúsund í ár. Lögregla var með viðbúnað og greindi andlit fólks til að beita sektum.

„Stórundarlegt“ að Hafnarfjörður samþykki borholur í Krýsuvík
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir „stórundarlegt“ að Hafnarfjarðarbær hafi samþykkt tilraunaborholur rétt hjá langvinsælasta ferðamannastað sveitarfélagsins. Framkvæmdir við fyrstu borholu standa yfir í návígi við Seltún. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, hefur ekki áhyggjur af ferðaþjónustunni.


Erla Hlynsdóttir
Þegar tilveran kólnar
Einhverfir eru níu sinnum líklegri til að deyja af völdum sjálfsvíga en aðrir. Samt er engin sérhæfð heilbrigðisþjónusta á Íslandi fyrir einhverft fólk yfir átján ára. Það veit heldur enginn hversu margir einhverfir þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda hér á landi því það er svo erfitt að komast að í greiningu.

Hann var búinn að öskra á hjálp
Hjalti Snær Árnason hvarf laugardaginn 22. mars. Foreldrar hans lásu fyrst um það í fréttum að hans væri leitað í sjónum, fyrir það héldu þau að hann væri bara í göngutúr. En hann hafði liðið sálarkvalir, það vissu þau. Móðir Hjalta, Gerður Ósk Hjaltadóttir, lýsir því hvernig einhverfur sonur hennar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veiktist svo mikið andlega að þau voru byrjuð að syrgja hann löngu áður en hann var dáinn.

Líf hvala ekki í höndum nokkurra ríkra karla
Anahita Babaei og Elissa Bijou lifa við mikla óvissu og eiga í erfiðleikum með að ferðast vegna ákæru á hendur þeim sem þingfest var í júní. Þær mótmæltu hvalveiðum í Hval 8 og Hval 9 haustið 2023. Þær segja ákæruna óhóflega og að málið hafa snúist upp í að vernda réttinn til þess að mótmæla.

Tillögur starfshóps um flugvallarstrætó bíða enn
Engin formleg vinna er hafin við að bæta almenningssamgöngur á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Starfshópur skilaði skýrslu með tillögum í september í fyrra, ári á eftir áætlun.

Segir alvarlegt að MAST kæri ekki meint dýraníð til lögreglu
Dýraverndarsamtök geta ekki kært brot á lögum gegn dýravelferð vegna þess að þau eru ekki aðilar máls, þó þau séu upphafsmenn rannsókna. Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir málið alvarlegt.

Guðmundur H. Einarsson og Páll Stefánsson
Tíu ár frá samþykkt svæðisskipulags höuðborgarsvæðisins
„Við fullyrðum að vatnsvernd, útivist og gróðurumhirða getur farið saman, ekki síst ef vilji er til að koma þessari umræðu úr þeim skotgrafarfarvegi sem hún nú er í,“ skrifa menn sem unnu að verndun neysluvatns fyrir höfuðborgarsvæðið.
Athugasemdir