Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjölskyldunni verður eftir sem áður vísað úr landi ef hún finnst

Enn sem kom­ið er er ekki ver­ið að leita mark­visst að Khedr-fjöl­skyld­unni egypsku sem vísa átti úr landi í morg­un en varð ekki af þeg­ar lög­regla greip í tómt. Fjöl­skyld­an og lög­mað­ur henn­ar voru upp­lýst um það með hvaða hætti brott­vís­un fjöl­skyld­unn­ar yrði hátt­að.

Fjölskyldunni verður eftir sem áður vísað úr landi ef hún finnst
Verða flutt burt ef þau finnast Brottvísun Khedr-fjölskyldunnar verður framfylgt ef þau finnast. Mynd: Sema Erla Serdar

Finnist Khedr-fjölskyldan verður henni vísað úr landi eins og til stóð í morgun. Ekkert er breytt í þeim efnum samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra. Sem stendur er þó ekki verið að leita að fólkinu með markvissum hætti.

Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, segir að ekki standi yfir markviss leit að Khedr-fjölskyldunni. „Það er ekki komið svo langt, þetta er bara á frumstigi. Þessi staða kom bara upp í morgun og nú er verið að vinna í því hvernig verður brugðist við.“

Finnist fjölskyldan verður henni eftir sem áður visað úr landi. „Frávísunin hefur ekkert breyst,“ segir Jóhann.

„Frávísunin hefur ekkert breyst“

Athygli vakti að lögfræðingur fjölskyldunnar og stuðningsmenn hennar náðu ekki símasambandi við fjölskyldumeðlimi í gær. Í morgun, klukkan hálf fimm, þegar stoðdeild ríkislögreglustjóra kom á fyrirfram uppgefinn stað til að sækja fjölskylduna til brottflutnings gripu lögreglumenn hins vegar í tómt. „Bæði fjölskyldan og lögmaður hennar voru upplýst um þann stað þangað sem stoðdeild myndi koma og sækja þau. Þau voru upplýst um það, ekki bara í gær heldur á síðustu dögum um hvernig frávísunin yrði framkvæmd,“ segir Jóhann.

Segjast bara hafa haft tvær vikur til stefnu

Embætti ríkislögreglustjóra sendi í hádeginu frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Magnúsar D. Norðdahl, lögmanns fjölskyldunnar um að Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri Útlendingastofnunar, hafi hallað réttu máli í Kastljósi í gær. Þar kemur fram að ekki sé rétt að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi haft sex vikur til að flytja fjölskylduna úr landi á gildum skilríkjum. Fram kemur í yfirlýsingunni að kærunefnd útlendingamála hafi hafnað beiðni um að fresta réttaráhrifum úrskurðarins 10. janúar. Beiðni til stoðdeildar um brottflutning hafi borist frá Útlendingastofnun 13. janúar síðastliðinn, en skilríki tveggja elstu barnanna runnu út tveimur vikum síðar.

Ekki var unnt að skipuleggja flutning fjölskyldunnar til heimalands á þeim tveimur vikum sem skilríki allra fjölskyldumeðlima voru gild. Slíkar fylgdir krefjast lengri undirbúnings sem meðal annars felst í því afla heimilda fyrir íslenska lögreglumenn til að ferðast til og í gegnum þau ríki sem ferðaleiðin gerir kröfu um,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár