Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjölskyldan sett í Covid-19 skimun til að búa hana undir brottvísun

Lög­reglu­yf­ir­völd hafa til­kynnt Khedr-fjöl­skyld­unni að far­ið verði með hana í skimun vegna kór­ónu­veirunn­ar í dag. Lög­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ir að­gerð­irn­ar harð­nesku­leg­ar en von­ast til að af­staða Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra muni hafa áhrif til þess að ekki verði af brott­vís­un.

Fjölskyldan sett í Covid-19 skimun til að búa hana undir brottvísun
Harðneskjuleg aðgerð Lögmaður Khedr-fjölskyldunnar segir það að færa hjónin og börn þeirra nauðug í kórónaveiru skimun vera harðneksjulegt og undirbúning að því að hægt verði að flytja þau úr landi. Mynd: Sema Erla Serdar

Lögregluyfirvöld munu færa egypsku Khedr-fjölskylduna, sem ákveðið hefur verið að senda úr landi í vikunni, í Covid-19 skimun í dag. Fjölskyldan var upplýst um þetta um helgina og er það liður í undirbúningi brottvísunar fólksins sem til stendur fari fram næsta miðvikudag. Lögmaður fjölskyldunnar segir þetta harðneskjulegar aðgerðir og sorglegt að börn séu látin undirgangast þær. Hann bindur vonir við að yfirlýsingar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, um að langur málsmeðferðartími í máli fjölskyldunnar sé ómannúðlegur, muni hafa áhrif í þá veru að ekki verði af brottvísun fjölskyldunnar.

Khedr-fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í yfir tvö ár eftir að hafa sótt hér um alþjóðlega vernd vegna pólitískra ofsókna á hendur fjölskylduföðurnum, Ibrahim. Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um hæli og staðfesti kærunefnd útlendingamála þann úrskurð í nóvember á síðasta ári.

Hörð gagnrýni á framgöngu stjórnvalda

Það var svo ekki fyrr en í síðustu viku að fjölskyldan fékk upplýsingar um að flytja ætti hana nauðuga úr landi næstkomandi miðvikudag. Börnin fjögur hafa aðlagast íslensku samfélagi vel, ganga í skóla og tala íslensku. Yngsta barnið var aðeins hálfs árs gamalt þegar það kom hingað til lands. Þá er heilsufar foreldranna bágborið, móðirin Dooa er með vanvirkan skjaldkirtil sem kallar á reglulegt eftirlit lækna og viðvarandi lyfjameðferð, auk þess sem hún þjáist af kvíða og þunglyndi. Ibrahim þjáist þá af háþrýstingi.

„Það er ákaflega sorglegt að börnin séu látin undirgangast þessar harðneskjulegu aðgerðir“

Hörð gagnrýni hefur komið fram á Útlendingastofnun, yfirvöld og ríkisstjórnina vegna ákvörðunarinnar um að flytja fjölskylduna úr landi. Magnús D. Norðdal, lögmaður fjölskyldunnar, segir framgöngu yfirvalda harðneskjulega og ómannúðlega. Hann bindur þó vonir við að hægt verði að koma í veg fyrir brottvísun fjölskyldunnar úr landi og til Egyptalands. „Þessi skimun er liður í því að undirbúa framkvæmd brottvísunar. Það er ákaflega sorglegt að börnin séu látin undirgangast þessar harðneskjulegu aðgerðir, sérstaklega þar sem blikur eru á lofti og það kann að gerast að ekki komi til þessarar brottvísunar.“

Fyrir liggja hjá kærunefnd útlendingamála tvær kröfur um endurupptöku málsins og ein krafa um frestun réttaráhrifa. Magnús segist binda vonir við að kærunefnd útlendingamála fallist á eina af þeim kröfum. „Gerist það þá auðvitað kemur ekki til þessarar brottvísunar á miðvikudaginn.“

Yfirlýsingar forsætisráðherra hljóta að hafa þýðingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Magnús bendir sömuleiðis á málflutning Katrínar Jakobsdóttur forætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar sagði Katrín að ekki væri mannúðlegt að halda fólki, sérstaklega börnum, jafn lengi í óvissu og Khedr-fjölskyldan hefur þurft að búa við. „Ég bind auðvitað vonir við að stuðningur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem kom fram í máli hennar á Sprengisandi í gær, muni skipta máli. Þar sagði hún að þessi aðgerð væri ómannúðleg, og ekki væri þetta bara ómannúðlegt fyrir Khedr-fjölskylduna heldur fyrir önnur börn í sömu stöðu. Þegar forsætisráðherra stígur fram með þessum hætti, og tekur afstöðu með fjölskyldunni, þá hlýtur það að þýða eitthvað, að hafa einhverja merkingu. Hún fer fyrir ríkisstjórninni.“

Magnús segir fjölskylduna fagna því innilega að forsætisráðherra hafi stigið fram og tekið afstöðu með þeim. „Ráðherrann hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði að fyrir börnin „skipti engu máli hvort þetta er hluti af málsmeðferðartíma eða heildartíma, og ekki bara þessi börn heldur fyrir alla í sömu stöðu.“ Vegna þessara orða bindur fjölskyldan nú ríkari vonir en ella við að mál þeirra fái farsælan endi.  Það skýtur þó skökku við og er ákaflega sorglegt að á sama tíma og stuðningur berst frá forsætisráðherra er stoðdeild ríkislögreglustjóra í fullum gangi að undirbúa framkvæmd brottvísunar, meðal annars með þessa Covid-prófi, sem ekki er sársaukalaust að gangast undir, þá ekki síst fyrir börnin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár