Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjölskyldan sett í Covid-19 skimun til að búa hana undir brottvísun

Lög­reglu­yf­ir­völd hafa til­kynnt Khedr-fjöl­skyld­unni að far­ið verði með hana í skimun vegna kór­ónu­veirunn­ar í dag. Lög­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ir að­gerð­irn­ar harð­nesku­leg­ar en von­ast til að af­staða Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra muni hafa áhrif til þess að ekki verði af brott­vís­un.

Fjölskyldan sett í Covid-19 skimun til að búa hana undir brottvísun
Harðneskjuleg aðgerð Lögmaður Khedr-fjölskyldunnar segir það að færa hjónin og börn þeirra nauðug í kórónaveiru skimun vera harðneksjulegt og undirbúning að því að hægt verði að flytja þau úr landi. Mynd: Sema Erla Serdar

Lögregluyfirvöld munu færa egypsku Khedr-fjölskylduna, sem ákveðið hefur verið að senda úr landi í vikunni, í Covid-19 skimun í dag. Fjölskyldan var upplýst um þetta um helgina og er það liður í undirbúningi brottvísunar fólksins sem til stendur fari fram næsta miðvikudag. Lögmaður fjölskyldunnar segir þetta harðneskjulegar aðgerðir og sorglegt að börn séu látin undirgangast þær. Hann bindur vonir við að yfirlýsingar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, um að langur málsmeðferðartími í máli fjölskyldunnar sé ómannúðlegur, muni hafa áhrif í þá veru að ekki verði af brottvísun fjölskyldunnar.

Khedr-fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í yfir tvö ár eftir að hafa sótt hér um alþjóðlega vernd vegna pólitískra ofsókna á hendur fjölskylduföðurnum, Ibrahim. Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um hæli og staðfesti kærunefnd útlendingamála þann úrskurð í nóvember á síðasta ári.

Hörð gagnrýni á framgöngu stjórnvalda

Það var svo ekki fyrr en í síðustu viku að fjölskyldan fékk upplýsingar um að flytja ætti hana nauðuga úr landi næstkomandi miðvikudag. Börnin fjögur hafa aðlagast íslensku samfélagi vel, ganga í skóla og tala íslensku. Yngsta barnið var aðeins hálfs árs gamalt þegar það kom hingað til lands. Þá er heilsufar foreldranna bágborið, móðirin Dooa er með vanvirkan skjaldkirtil sem kallar á reglulegt eftirlit lækna og viðvarandi lyfjameðferð, auk þess sem hún þjáist af kvíða og þunglyndi. Ibrahim þjáist þá af háþrýstingi.

„Það er ákaflega sorglegt að börnin séu látin undirgangast þessar harðneskjulegu aðgerðir“

Hörð gagnrýni hefur komið fram á Útlendingastofnun, yfirvöld og ríkisstjórnina vegna ákvörðunarinnar um að flytja fjölskylduna úr landi. Magnús D. Norðdal, lögmaður fjölskyldunnar, segir framgöngu yfirvalda harðneskjulega og ómannúðlega. Hann bindur þó vonir við að hægt verði að koma í veg fyrir brottvísun fjölskyldunnar úr landi og til Egyptalands. „Þessi skimun er liður í því að undirbúa framkvæmd brottvísunar. Það er ákaflega sorglegt að börnin séu látin undirgangast þessar harðneskjulegu aðgerðir, sérstaklega þar sem blikur eru á lofti og það kann að gerast að ekki komi til þessarar brottvísunar.“

Fyrir liggja hjá kærunefnd útlendingamála tvær kröfur um endurupptöku málsins og ein krafa um frestun réttaráhrifa. Magnús segist binda vonir við að kærunefnd útlendingamála fallist á eina af þeim kröfum. „Gerist það þá auðvitað kemur ekki til þessarar brottvísunar á miðvikudaginn.“

Yfirlýsingar forsætisráðherra hljóta að hafa þýðingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Magnús bendir sömuleiðis á málflutning Katrínar Jakobsdóttur forætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar sagði Katrín að ekki væri mannúðlegt að halda fólki, sérstaklega börnum, jafn lengi í óvissu og Khedr-fjölskyldan hefur þurft að búa við. „Ég bind auðvitað vonir við að stuðningur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem kom fram í máli hennar á Sprengisandi í gær, muni skipta máli. Þar sagði hún að þessi aðgerð væri ómannúðleg, og ekki væri þetta bara ómannúðlegt fyrir Khedr-fjölskylduna heldur fyrir önnur börn í sömu stöðu. Þegar forsætisráðherra stígur fram með þessum hætti, og tekur afstöðu með fjölskyldunni, þá hlýtur það að þýða eitthvað, að hafa einhverja merkingu. Hún fer fyrir ríkisstjórninni.“

Magnús segir fjölskylduna fagna því innilega að forsætisráðherra hafi stigið fram og tekið afstöðu með þeim. „Ráðherrann hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði að fyrir börnin „skipti engu máli hvort þetta er hluti af málsmeðferðartíma eða heildartíma, og ekki bara þessi börn heldur fyrir alla í sömu stöðu.“ Vegna þessara orða bindur fjölskyldan nú ríkari vonir en ella við að mál þeirra fái farsælan endi.  Það skýtur þó skökku við og er ákaflega sorglegt að á sama tíma og stuðningur berst frá forsætisráðherra er stoðdeild ríkislögreglustjóra í fullum gangi að undirbúa framkvæmd brottvísunar, meðal annars með þessa Covid-prófi, sem ekki er sársaukalaust að gangast undir, þá ekki síst fyrir börnin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár