Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjölskyldan sett í Covid-19 skimun til að búa hana undir brottvísun

Lög­reglu­yf­ir­völd hafa til­kynnt Khedr-fjöl­skyld­unni að far­ið verði með hana í skimun vegna kór­ónu­veirunn­ar í dag. Lög­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ir að­gerð­irn­ar harð­nesku­leg­ar en von­ast til að af­staða Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra muni hafa áhrif til þess að ekki verði af brott­vís­un.

Fjölskyldan sett í Covid-19 skimun til að búa hana undir brottvísun
Harðneskjuleg aðgerð Lögmaður Khedr-fjölskyldunnar segir það að færa hjónin og börn þeirra nauðug í kórónaveiru skimun vera harðneksjulegt og undirbúning að því að hægt verði að flytja þau úr landi. Mynd: Sema Erla Serdar

Lögregluyfirvöld munu færa egypsku Khedr-fjölskylduna, sem ákveðið hefur verið að senda úr landi í vikunni, í Covid-19 skimun í dag. Fjölskyldan var upplýst um þetta um helgina og er það liður í undirbúningi brottvísunar fólksins sem til stendur fari fram næsta miðvikudag. Lögmaður fjölskyldunnar segir þetta harðneskjulegar aðgerðir og sorglegt að börn séu látin undirgangast þær. Hann bindur vonir við að yfirlýsingar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, um að langur málsmeðferðartími í máli fjölskyldunnar sé ómannúðlegur, muni hafa áhrif í þá veru að ekki verði af brottvísun fjölskyldunnar.

Khedr-fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í yfir tvö ár eftir að hafa sótt hér um alþjóðlega vernd vegna pólitískra ofsókna á hendur fjölskylduföðurnum, Ibrahim. Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um hæli og staðfesti kærunefnd útlendingamála þann úrskurð í nóvember á síðasta ári.

Hörð gagnrýni á framgöngu stjórnvalda

Það var svo ekki fyrr en í síðustu viku að fjölskyldan fékk upplýsingar um að flytja ætti hana nauðuga úr landi næstkomandi miðvikudag. Börnin fjögur hafa aðlagast íslensku samfélagi vel, ganga í skóla og tala íslensku. Yngsta barnið var aðeins hálfs árs gamalt þegar það kom hingað til lands. Þá er heilsufar foreldranna bágborið, móðirin Dooa er með vanvirkan skjaldkirtil sem kallar á reglulegt eftirlit lækna og viðvarandi lyfjameðferð, auk þess sem hún þjáist af kvíða og þunglyndi. Ibrahim þjáist þá af háþrýstingi.

„Það er ákaflega sorglegt að börnin séu látin undirgangast þessar harðneskjulegu aðgerðir“

Hörð gagnrýni hefur komið fram á Útlendingastofnun, yfirvöld og ríkisstjórnina vegna ákvörðunarinnar um að flytja fjölskylduna úr landi. Magnús D. Norðdal, lögmaður fjölskyldunnar, segir framgöngu yfirvalda harðneskjulega og ómannúðlega. Hann bindur þó vonir við að hægt verði að koma í veg fyrir brottvísun fjölskyldunnar úr landi og til Egyptalands. „Þessi skimun er liður í því að undirbúa framkvæmd brottvísunar. Það er ákaflega sorglegt að börnin séu látin undirgangast þessar harðneskjulegu aðgerðir, sérstaklega þar sem blikur eru á lofti og það kann að gerast að ekki komi til þessarar brottvísunar.“

Fyrir liggja hjá kærunefnd útlendingamála tvær kröfur um endurupptöku málsins og ein krafa um frestun réttaráhrifa. Magnús segist binda vonir við að kærunefnd útlendingamála fallist á eina af þeim kröfum. „Gerist það þá auðvitað kemur ekki til þessarar brottvísunar á miðvikudaginn.“

Yfirlýsingar forsætisráðherra hljóta að hafa þýðingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Magnús bendir sömuleiðis á málflutning Katrínar Jakobsdóttur forætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar sagði Katrín að ekki væri mannúðlegt að halda fólki, sérstaklega börnum, jafn lengi í óvissu og Khedr-fjölskyldan hefur þurft að búa við. „Ég bind auðvitað vonir við að stuðningur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem kom fram í máli hennar á Sprengisandi í gær, muni skipta máli. Þar sagði hún að þessi aðgerð væri ómannúðleg, og ekki væri þetta bara ómannúðlegt fyrir Khedr-fjölskylduna heldur fyrir önnur börn í sömu stöðu. Þegar forsætisráðherra stígur fram með þessum hætti, og tekur afstöðu með fjölskyldunni, þá hlýtur það að þýða eitthvað, að hafa einhverja merkingu. Hún fer fyrir ríkisstjórninni.“

Magnús segir fjölskylduna fagna því innilega að forsætisráðherra hafi stigið fram og tekið afstöðu með þeim. „Ráðherrann hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði að fyrir börnin „skipti engu máli hvort þetta er hluti af málsmeðferðartíma eða heildartíma, og ekki bara þessi börn heldur fyrir alla í sömu stöðu.“ Vegna þessara orða bindur fjölskyldan nú ríkari vonir en ella við að mál þeirra fái farsælan endi.  Það skýtur þó skökku við og er ákaflega sorglegt að á sama tíma og stuðningur berst frá forsætisráðherra er stoðdeild ríkislögreglustjóra í fullum gangi að undirbúa framkvæmd brottvísunar, meðal annars með þessa Covid-prófi, sem ekki er sársaukalaust að gangast undir, þá ekki síst fyrir börnin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu