Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Viðteknum sannindum kollvarpað: Hundar eru ekki komnir af úlfum

Gena­rann­sókn­ir síð­ustu ára hafa sýnt fram á að hund­ar eru ekki „tamd­ir úlf­ar“ held­ur eiga hund­ar og úlf­ar sam­eig­in­lega for­móð­ur sem nú er út­dauð

Viðteknum sannindum kollvarpað: Hundar eru ekki komnir af úlfum

Það hefur verið á vitorði vísindamanna um skeið en fróðleikurinn þó líklega ekki seytlað nógsamlega út til almennings:

Hundar eru ekki, þvert oní það sem lengi var talið, afkomendur úlfa. Þeir eru vissulega náskyldir úlfum, en ekki sem afkomendur þeirra heldur frændur.

Eftir að þróunarkenningin festist í sessi virtist uppruni hunda liggja ljós fyrir. Úlfahópar fóru að halda til í námunda við bústaði steinaldarmanna því þar gátu þeir átt von á að næla sér í leifar af bráðinni sem mennirnir veiddu.

Mennirnir hændu smátt og smátt að sér eitthvað af úlfum og gerðu þá sér handgengna.

Tömdu þá, með öðrum orðum.

Og fóru svo, ómeðvitað kannski í fyrstu en síðan markvisst og ákveðið, að rækta upp hina ýmsu og ólíku eiginleika úlfsins, uns komin var ný tegund fram á sjónarsviðið, hundurinn, og margar ólíkar undirtegundir hans.

Ekki úlfur

Þessi mynd kann að vísu að vera rétt í stærstu dráttunum en tegundin sem menn löðuðu að sér – eða laðaðist að mönnum – var ekki úlfur.

Þetta kom fram í ýmsum rannsóknum sem kynntar voru upp úr 2010 (og hér er til dæmis sagt frá einni þeirra) þar sem rannsakaðir voru nokkrir hópar úlfa og hunda.

Niðurstaða þessarar rannsóknar var að leiðir hunda og gráúlfa nútímans hefðu skilið fyrir 9 til 34 þúsund árum, og hundar væru ekki komnir af nútímaúlfum í neinum skilningi.

Tegundirnar ættu sameiginlegan forföður eða -móður, en sú óþekkta tegund væri dáin út og ekkert hægt að segja um hana svo óyggjandi væri.

Leiðir skildu fyrir allt að 41.000 árum

Frekari rannsóknir síðan hafa staðfest þetta, nema hvað nú telja flestir að leiðirnar hafi skilið ívið fyrr, eða fyrir 36 til 41 þúsund árum.

Það er að segja áður en hundar og menn rugluðu saman reitum. Það er nokkuð samdóma álit vísindamanna að það hafi gerst fyrir rúmum 15 þúsund árum.

Umdeild kenning hermir raunar að það hafi gerst löngu fyrr eða fyrir 35 þúsund árum. En sú kenning hefur ekki öðlast almennt fylgi.

Skilnaður úlfa og „for-hunda“ varð sem sé án afskipta mannsins, samkvæmt hinum nýja sjónarhól.

Tiltölulega skömmu eftir að leiðir úlfa og formóður hundsins skildu, þá gengu báðar tegundirnar í gegnum erfiðleika og fækkaði mikið. Ástæðurnar voru sjálfsagt veðurfarslegar en ísöld var þá í gangi.

ChihuahuaHver gæti líka látið sér detta í hug að þetta kríli sé komið af úlfum?

Þær náðu sér þó báðar á strik aftur og raunar er talið að partur af því hve hundar og úlfar séu svipaðir eigi rót að rekja til kynblöndunar eftir að tegundir úlfa og hundamóður skildust að, og voru á uppleið aftur eftir fyrrnefnda erfiðleika eða „flöskuháls“.

En hver var þá þessi tegund sem allir hundar eru nú komnir af?

Vissulega var þar um að ræða einhvers konar úlf og sjálfsagt hefði tegundin komið okkur nokkuð kunnuglega fyrir sjónir.

En hversu svipuð tegundin var nútímaúlfum – eða nútímahundum – er ekki gott að segja.

Í rannsókn sem kynnt var í byrjun þessa árs er bent á aðra fárra missera rannsókn þar sem líkum var leitt að því að hin óþekkta formóðir hundsins kunni að hafa þróast á tíma og svæði þar sem rakt var og hlýtt.

Þau skilyrði gætu hafa verið ýtt undir smærri vöxt en hinna stóru gráúlfa.

Svo formóðir hundsins gæti hafa verið á stæð við venjulegan „þorpshund“ eins og komist er að orði í annarri rannsókninni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár