
Fyrir réttum 100 árum – um mánaðamótin ágúst/september 1920 – mættust fortíð og nútíð í orrustu við hina fornu borg Bukhara á gömlu Silkileiðinni í Mið-Asíu.
Bukhara reis upp úr gróðurlítilli mörk nánast í miðri Mið-Asíu og umhverfis borgina var enn gríðarlegur múr að hætti miðaldaborga. Tíu metrar á hæð var hann, og fimm metrar á þykkt. Uppi á borgarmúrunum stóðu stríðsmenn í litklæðum með túrbana undir skrautlegum veifum og gunnfánum með hálfmána íslams blaktandi og sveifluðu bjúgsverðum sínum og skóku spjót og gerðu hæðnisleg hróp að umsátursmönnum, er voru komnir um langan veg til að leggja undir sig borgina.
Flugvélar í fyrsta sinn
Umsátursmenn voru bara í dauflitum grófgerðum hermannabúningum 20. aldar og hvergi nærri eins tilkomumiklir og stríðsmennirnir uppi á múrunum. En þeir höfðu nútímavopn, gyrtir byssubeltum, með hríðskotariffla, stórar vélbyssur, fallbyssur, nokkra skriðdreka og brynvarða bíla sem gátu ekið alla leið upp að borgarmúrunum og komið fyrir …
Athugasemdir