Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Go Away, Red Star!“

Fyr­ir réttri öld var Rauði her­inn að kné­setja af­kom­end­ur hinna stoltu Mong­óla í Mið-As­íu. Sum­ir muna þá at­burði bet­ur en aðr­ir, eins og Ill­ugi Jök­uls­son leið­ir í ljós.

„Go Away, Red Star!“
Skarðið í múrnum. Rússneski málarinn Vasily Vereshchagin var að vísu látinn fyrir 16 árum þegar Rauði herinn gerði árás á Bukhara en þessi mynd hans virðist hafa haft forspárgildi. Mynd: Wikimedia Commons

Fyrir réttum 100 árum – um mánaðamótin ágúst/september 1920 – mættust fortíð og nútíð í orrustu við hina fornu borg Bukhara á gömlu Silkileiðinni í Mið-Asíu.

Bukhara reis upp úr gróðurlítilli mörk nánast í miðri Mið-Asíu og umhverfis borgina var enn gríðarlegur múr að hætti miðaldaborga. Tíu metrar á hæð var hann, og fimm metrar á þykkt. Uppi á borgarmúrunum stóðu stríðsmenn í litklæðum með túrbana undir skrautlegum veifum og gunnfánum með hálfmána íslams blaktandi og sveifluðu bjúgsverðum sínum og skóku spjót og gerðu hæðnisleg hróp að umsátursmönnum, er voru komnir um langan veg til að leggja undir sig borgina.

Flugvélar í fyrsta sinn

Umsátursmenn voru bara í dauflitum grófgerðum hermannabúningum 20. aldar og hvergi nærri eins tilkomumiklir og stríðsmennirnir uppi á múrunum. En þeir höfðu nútímavopn, gyrtir byssubeltum, með hríðskotariffla, stórar vélbyssur, fallbyssur, nokkra skriðdreka og brynvarða bíla sem gátu ekið alla leið upp að borgarmúrunum og komið fyrir …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár