Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir mistök að Kópur hafi verið sagður aðili að SGS og Sjómannasambandinu

Stanley Kowal, formað­ur Kóps stétt­ar­fé­lags, seg­ir að hann hafi treyst um of á ut­an­að­kom­andi að­stoð við stofn­un fé­lags­ins og því hafi mis­tök ver­ið gerð. Hann furð­ar sig á harðri um­ræðu um fé­lag­ið og vill vera í góðu sam­starfi við önn­ur verka­lýðs­fé­lög. Kóp­ur hef­ur sent inn að­ild­ar­um­sókn­ir í SGS og Sjó­manna­sam­band­ið.

Segir mistök að Kópur hafi verið sagður aðili að SGS og Sjómannasambandinu
Vill eiga í góðu samstarfi Stanley segir að Kópur stéttarfélag vilji starfa með öðrum aðilum á vinnumarkaði í sátt og samlyndi Mynd: Úr einkasafni

Kópur stéttarfélag hefur sent inn umsóknir um aðild að bæði Starfsgreinasambandi Ísland (SGS) og Sjómannasambandi Íslands. Eins og greint var frá á vef Stundarinnar síðastliðinn þriðjudag var því ranglega haldið fram í lögum félagsins að Kópur væri aðili að SGS og Sjómannasambandinu. Formaður Kóps, Stanley Kowal, segir að um mistök hafi verið að ræða og hann hafi treyst um of á utanaðkomandi aðstoð sem félagið hafi fengið þegar verið var að koma því á laggirnar.

Í frétt Stundarinnar var greint frá því að Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað væri við stéttarfélaginu Kópi. Engin tengsl væru milli ASÍ og Kóps og gengi fólk úr öðrum stéttarfélögum í Kóp gæti það verið óafvitandi að afsala sér réttindum, enda væri enginn fræðslusjóður í félaginu, það hefði ekki sjúkrasjóð, væri ekki aðili að Virk, auk annars.

„Þau segja líka að við séum ekki með neina lögfræðiþjónustu. Hvernig vita þau það?“

Stanley segir að þetta sé ekki rétt og furðar sig á neikvæðri umræðu um Kóp. Á stofnfundi félagsins hafi verið stofnaðir sjúkrasjóður, orlofssjóður og fræðslusjóður. „Þau segja líka að við séum ekki með neina lögfræðiþjónustu. Hvernig vita þau það? Ég hef starfað með mörgum lögfræðingum í gegnum tíðina og það eru nokkrir sem eru tilbúnir að taka  við málum fyrir félagsmenn Kóps.“

Biðst afsökunar á mistökunum

Stanley segir að hann og stofnendur Kóps hafi treyst um of á menn sem hafi verið að aðstoða við gerð stofngagna og laga félagsins. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að það stæði að við værum aðilar að Starfsgreinasambandinu og Sjómannasambandinu, það átti að segja að við stefndum að því að verða aðilar að samböndunum. Allir gera mistök, við líka enda voru við nýbyrjuð. Við biðjum bara afsökunar á því og höfum núna sótt um aðild að þessum samböndum.“

Formenn beggja sambanda, Sjómannasambandsins og Starfsgreinasambandsins, staðfesta við Stundina að umsóknir frá Kópi hafi borist þeim þegar í gær. Nú verði farið yfir umsóknirnar og metið hvort félagið geti fengið inngöngu í samböndin.

„Þetta eru bara ég, konan mín og vinir og nokkrir ættingjar“

Stanley segir að ástæðan fyrir því að hann og samstarfsfólk hans hafi ákveðið að setja á laggirnar stéttarfélag sé að þau vilji bæta kjör verkafólks, en hann hafi í gegnum tíðina hjálpað fjölmörgum sem brotið hafi verið á í störfum. Kópur vilji eiga gott samstarf við aðildarsamtök á vinnumarkaði, þar á meðal ASÍ. Stanley segist ekki skilja öll þau læti sem hafi skapast vegna Kóps og þykir ASÍ hafa farið heldur harkalega fram gegn félaginu.

Spurður hvað það séu margir félagsmenn sem gengið hafa í Kóp svarar Stanley: „Tíu. Þess vegna skil ég ekki öll þessi læti, það eru ekki eins og þetta séu hundrað þúsund manns. Þetta eru bara ég, konan mín og vinir og nokkrir ættingjar. Ég vonast hins vegar til að félagsmönnum fjölgi og við náum kannski að verða þúsund manns með tímanum. Fyrst og fremst vil ég gera hlutina rétt og vera í góðu samstarfi við alla aðila sem vinna í verkalýðsbaráttunni.“ 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár