Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir mistök að Kópur hafi verið sagður aðili að SGS og Sjómannasambandinu

Stanley Kowal, formað­ur Kóps stétt­ar­fé­lags, seg­ir að hann hafi treyst um of á ut­an­að­kom­andi að­stoð við stofn­un fé­lags­ins og því hafi mis­tök ver­ið gerð. Hann furð­ar sig á harðri um­ræðu um fé­lag­ið og vill vera í góðu sam­starfi við önn­ur verka­lýðs­fé­lög. Kóp­ur hef­ur sent inn að­ild­ar­um­sókn­ir í SGS og Sjó­manna­sam­band­ið.

Segir mistök að Kópur hafi verið sagður aðili að SGS og Sjómannasambandinu
Vill eiga í góðu samstarfi Stanley segir að Kópur stéttarfélag vilji starfa með öðrum aðilum á vinnumarkaði í sátt og samlyndi Mynd: Úr einkasafni

Kópur stéttarfélag hefur sent inn umsóknir um aðild að bæði Starfsgreinasambandi Ísland (SGS) og Sjómannasambandi Íslands. Eins og greint var frá á vef Stundarinnar síðastliðinn þriðjudag var því ranglega haldið fram í lögum félagsins að Kópur væri aðili að SGS og Sjómannasambandinu. Formaður Kóps, Stanley Kowal, segir að um mistök hafi verið að ræða og hann hafi treyst um of á utanaðkomandi aðstoð sem félagið hafi fengið þegar verið var að koma því á laggirnar.

Í frétt Stundarinnar var greint frá því að Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað væri við stéttarfélaginu Kópi. Engin tengsl væru milli ASÍ og Kóps og gengi fólk úr öðrum stéttarfélögum í Kóp gæti það verið óafvitandi að afsala sér réttindum, enda væri enginn fræðslusjóður í félaginu, það hefði ekki sjúkrasjóð, væri ekki aðili að Virk, auk annars.

„Þau segja líka að við séum ekki með neina lögfræðiþjónustu. Hvernig vita þau það?“

Stanley segir að þetta sé ekki rétt og furðar sig á neikvæðri umræðu um Kóp. Á stofnfundi félagsins hafi verið stofnaðir sjúkrasjóður, orlofssjóður og fræðslusjóður. „Þau segja líka að við séum ekki með neina lögfræðiþjónustu. Hvernig vita þau það? Ég hef starfað með mörgum lögfræðingum í gegnum tíðina og það eru nokkrir sem eru tilbúnir að taka  við málum fyrir félagsmenn Kóps.“

Biðst afsökunar á mistökunum

Stanley segir að hann og stofnendur Kóps hafi treyst um of á menn sem hafi verið að aðstoða við gerð stofngagna og laga félagsins. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að það stæði að við værum aðilar að Starfsgreinasambandinu og Sjómannasambandinu, það átti að segja að við stefndum að því að verða aðilar að samböndunum. Allir gera mistök, við líka enda voru við nýbyrjuð. Við biðjum bara afsökunar á því og höfum núna sótt um aðild að þessum samböndum.“

Formenn beggja sambanda, Sjómannasambandsins og Starfsgreinasambandsins, staðfesta við Stundina að umsóknir frá Kópi hafi borist þeim þegar í gær. Nú verði farið yfir umsóknirnar og metið hvort félagið geti fengið inngöngu í samböndin.

„Þetta eru bara ég, konan mín og vinir og nokkrir ættingjar“

Stanley segir að ástæðan fyrir því að hann og samstarfsfólk hans hafi ákveðið að setja á laggirnar stéttarfélag sé að þau vilji bæta kjör verkafólks, en hann hafi í gegnum tíðina hjálpað fjölmörgum sem brotið hafi verið á í störfum. Kópur vilji eiga gott samstarf við aðildarsamtök á vinnumarkaði, þar á meðal ASÍ. Stanley segist ekki skilja öll þau læti sem hafi skapast vegna Kóps og þykir ASÍ hafa farið heldur harkalega fram gegn félaginu.

Spurður hvað það séu margir félagsmenn sem gengið hafa í Kóp svarar Stanley: „Tíu. Þess vegna skil ég ekki öll þessi læti, það eru ekki eins og þetta séu hundrað þúsund manns. Þetta eru bara ég, konan mín og vinir og nokkrir ættingjar. Ég vonast hins vegar til að félagsmönnum fjölgi og við náum kannski að verða þúsund manns með tímanum. Fyrst og fremst vil ég gera hlutina rétt og vera í góðu samstarfi við alla aðila sem vinna í verkalýðsbaráttunni.“ 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár