Síðustu mánuði hafa rannsakendur á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands staðið fyrir daglegri könnun á afstöðu Íslendinga til þátta sem tengjast COVID-19 faraldrinum. Niðurstöðurnar eru aðgengilegar á vef Félagsvísindastofnunar og sýna að Íslendingar hafa meiri áhyggjur af faraldrinum í seinni bylgju en fyrri bylgju, en eru síður líklegir til að fylgja tilmælum Landlæknis og almannavarna núna en í fyrri bylgju. Könnunin hefur verið send út daglega frá því snemma í faraldrinum og mælir fyrir breytingum á afstöðu Íslendinga með tímanum. Hægt er að skoða niðurstöður sem lýsa afstöðu fólks dag frá degi, en einnig má skoða hana út frá bakgrunnsþáttum á borð við kyn, aldur og menntun. Blaðamaður Stundarinnar ræddi við dr. Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem er í hópi þeirra sem stóðu að könnuninni.
Litla gula hæna almannavarna
Í fyrri bylgju kófsins var slagorðið „Við erum öll almannavarnir“ á allra vörum. Það var í tísku …
Athugasemdir