Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir Guðlaug Þór vilja skipa pólitíska sendiherra

Ís­lensk­ur sendi­herra seg­ir Guð­laug Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra líta svo á að hann geti skip­að hvern sem er sem sendi­herra. Nýtt frum­varp hans ógni lýð­ræð­is­legri stjórn­sýslu.

Segir Guðlaug Þór vilja skipa pólitíska sendiherra
Gunnar Pálsson og Guðlaugur Þór Þórðarson Sendiherrann segir að utanríkisráðherra líti svo á að hann geti skipað hvern sem hann vill sem sendiherra. Mynd: Utanríkisráðuneytið

Gunnar Pálsson, sem þar til nýlega var sendiherra Íslands í Brussel, segir sendiherrafrumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra ómálefnalegt og umdeilt, en Guðlaugur líti svo á að sendiherrastöður séu pólitískar og hann geti skipað hvern sem hann vill. Þetta skrifar sendiherrann í grein í Morgunblaðinu í dag.

„Hann vill – undir því yfirskini að fækka sendiherrum – gera utanríkisráðuneytið pólitískara og skapa aukið svigrúm til að setja í störf pólitíska sendiherra,“ segir Gunnar um utanríkisráðherra. „Ákvörðun ráðherrans um að taka ekki til greina þau rök sem fram hafa komið gegn frumvarpi hans verða einungis skilin í því ljósi.“

Gunnar hefur verið gagnrýninn á frumvarpið undanfarin ár, en hann var sjálfur kallaður heim úr stöðu sinni í Brussel í vor. Hefur hann sagt ástæðuna vera óeðlileg afskipti yfirstjórnar utanríkisráðuneytisins vegna sóttvarnaraðgerða hans út af Covid-19 faraldursins. Lokaði hann sendiráðsskrifstofunni tímabundið. Vildi Guðlaugur Þór flytja hann til Indlands, sem Gunnar hafnaði vegna uppgangs faraldursins þar í landi.

Gunnar segir sendiherrafrumvarpið hafa mætt gagnrýni frá starfsmönnum utanríkisþjónustunnar, sendiherrum og samtökum um spillingu. „Benda þær til þess að ekki ríki sátt um frumvarpið og sé málefnalegum rökum fyrir því áfátt,“ skrifar hann. „Alvarleg tilraun sé ekki gerð til að laga utanríkisþjónustuna að þeim breytingum sem séu að verða í alþjóðlegu starfsumhverfi hennar. Þess í stað sé látið líta svo út sem það sé liður í umbótastarfi að „fækka sendiherrum“, þrátt fyrir að ráðherra hafi sjálfur fjölgað sendiherrastöðum og vilji lána titil sendiherra til annarra en þeirra sem hlotið hafi skipun í embættið. Engin trygging sé fyrir því að aðilum sem beri sendiherratitil muni ekki fjölga.“

„Engin trygging sé fyrir því að aðilum sem beri sendiherratitil muni ekki fjölga“

Telur hann aðrar ástæður liggja að baki því að Guðlaugur Þór vill að frumvarpið verði samþykkt. „Í ræðu á Alþingi 6. maí sl. lýsti hann því yfir að „allar stöður sendiherra, allar skipanir sendiherra, frá fyrsta sendiherra til hins síðasta sem er skipaður, eru pólitískar“. Sama endurtók ráðherrann á Hægri hliðinni, hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins, 11. júní sl., en bætti þá við að ráðherra gæti skipað í stöðu sendiherra „hvern sem hann vill“.“

Breytingar í átt að pólitískri stjórnsýslu

Segir Gunnar að í stjórnskipun vestrænna lýðræðisríkja sé gerður skýr greinarmunur á pólitískri yfirstjórn og embættismannakerfinu. Áréttað sé í siðareglum að ráðherra tryggi faglega skipun embættismanna og að meginreglan sé sú að embættismenn sýni hlutleysi í pólitík og hagsmunamálum svo seinni tíma ráðherrar geti treyst ráðgjöf þeirra.

„Þar sem gera verður ráð fyrir að utanríkisráðherra sé kunnugt um þessa meginreglu, verður að túlka ummæli hans um skipun sendiherra á þann veg að hann efist um að reglan sem slík hafi verið virt af fyrirrennurum hans eða að hann sé henni ósammála og vilji breyta embættismannakerfinu í átt til pólitískari stjórnsýslu,“ skrifar Gunnar.

Hvetur hann loks til þess að þegar frumvarpið komi aftur til kasta Alþingis verði aðskilnaði pólitískrar yfirstjórnar og embættismanna ekki teflt í tvísýnu. „Lítill vafi er á að skref í þá átt er afturför fyrir íslenska stjórnsýslu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár