Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ álitsgjafi í þætti útgerðarinnar um Helga Seljan

Sam­herji kynn­ir fyrsta þátt vefseríu með við­mæl­anda sem kom að Namib­íu­starf­semi fé­lags­ins þar sem ásak­an­ir á hend­ur RÚV og Seðla­bank­an­um virð­ast við­fangs­efn­ið. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur áð­ur keypt ein­hliða um­fjöll­un um mál­ið sem sjón­varps­stöð­in Hring­braut var sekt­uð fyr­ir.

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ álitsgjafi í þætti útgerðarinnar um Helga Seljan
Úr stiklu Samherja Helgi Seljan og sjónvarpsþátturinn Kveikur fjölluðu um mútugreiðslur í tengslum við Namibíuveiðar Samherja ásamt Stundinni, Al Jazeera og Wikileaks í nóvember í fyrra.

Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji boðar þætti þar sem Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, og Seðlabankinn virðast vera til umfjöllunar. Fjöldi manns hefur verið fenginn til liðs við Samherja á síðasta ári til að sinna fjölmiðlaumfjöllun og krísustjórnun.  

Fyrirtækið hefur áður orðið uppvíst um óheimila kostun á fréttatengdu efni og einhliða umfjöllun um Seðlabankann og RÚV.

Samherji birti stiklu um þættina á YouTube í dag. Kveikur, Stundin, Al Jazeera og Wikileaks fjölluðu í nóvember í fyrra um mútugreiðslur Samherja til að komast yfir hestamakrílskvóta í Namibíu. Síðan þá hefur fyrirtækið leitað fanga víða til að mæta neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Norska lögmannsstofan Wikborg Rein var ráðin til að framkvæma rannsókn á starfseminni í Namibíu og skilaði niðurstöðum til Samherja nýverið, sem hafa ekki verið gerðar opinberar.

Eftir að Samherja varð ljóst um yfirvofandi umfjöllun réð fyrirtækið Håkon Borud, fyrrverandi fréttastjóra Aftenposten og meðeiganda ráðgjafafyrirtækisins First House, til að sinna krísustjórnun. Þá réð fyrirtækið lögmanninn og fréttamanninn fyrrverandi, Þorbjörn Þórðarson, til ráðgjafar. Hann stofnaði lögmannsstofuna LPR í fyrra eftir að hann lauk störfum á Stöð 2, en samkvæmt heimasíðu LPS sinnir hún lögmennsku og almannatengslum. 

Í stiklunni sem Samherji birti í dag er spilað samtal sem sagt er vera leyniupptaka af Helga Seljan. Óljóst er hvað Helgi er að tala um á upptökunni og við hvern, en samkvæmt samhenginu við myndefnið virðist vera að því stefnt að ítreka fullyrðingar Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, þess efnis að RÚV hafi verið gerandi í húsleit sem Seðlabankinn framkvæmdi hjá fyrirtækinu árið 2012 vegna gruns um brot á gjaldeyrislögum.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu 2018 að Seðlabankanum hefði ekki verið heimilt að leggja stjórnvaldssekt á Samherja vegna brota á gjaldeyrislögum sem Seðlabankinn sakaði Samherja um. Samherji hefur krafið Seðlabankann um bætur vegna húsleitarinnar og málarekstursins og hefur Þorsteinn Már rætt þær ítrekað í fjölmiðlum.

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ í viðtali

Í stiklunni er einnig til viðtals Jón Óttar Ólafsson, sem kynntur er sem afbrotafræðingur og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður. Forsvarsmenn Samherja hafa haldið því fram að Jón Óttar, sem ráðinn var til fyrirtækisins árið 2014, hafi verið sendur til Namibíu tveimur árum síðar til að taka starfsemina í gegn

Hann var þvert á móti í innsta hring Namibíuveiðanna og starfaði með Jóhannesi Stefánssyni, sem síðar gerðist uppljóstrari, að verkefnum þar sem kvóti hafði fengist frá namibískum yfirvöldum með mútugreiðslum. Jón Óttar sat fundi með namibískum mútuþegum Samherja og fékk afrit af tölvupóstum þar sem rætt var um greiðslur í skattaskjól. 

„Hvaðan koma þessar ásakanir?“ spyr Jón Óttar í myndbandinu. „Hvernig getur þetta átt sér stað?“

Í lokin eru áhorfendur beðnir um að fylgjast með á morgun, þegar fyrsti þáttur kemur út. Lokað er fyrir athugasemdir við myndbandið.

Sat fundi með mútuþegunum

Samherjaskjölin sýna glöggt að Jón Óttar var hátt settur starfsmaður við Namibíuútgerð Samherja. Í maí árið 2016 snæddi hann til dæmis með Bernhardt Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu, um borð í togara Samherja, Heinaste. Esau sætir nú ákæru í Namibíu vegna aðildar sinnar að málinu.

Með sjávarútvegsráðherranumJón Óttar, lengst til vinstri, og Bernhardt Esau sjávarútvegsráðherra, við hlið hans, hittust árið 2016 ásamt Atla Þór Ragnarssyni og Jóhannesi Stefánssyni.

Jón Óttar sat meðal annars fund um starfsemina með Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, Baldvini syni hans, Aðalsteini Helgasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Kötlu Seafood, Örnu Bryndísi Baldvins McClure, yfirlögfræðingi Samherja, og Jóhannesi Stefánssyni, sem stýrði Namibíustarfseminni en ljóstraði síðar upp um mútugreiðslurnar.

Fundurinn var haldinn 11. apríl 2016 og hann sóttu einnig namibísku þremenningarnir James og Tamson Hatukulipi og Sacky Shangala, sem allir hafa þegið mútur frá fyrirtækinu til að greiða aðgang að fiskveiðikvóta. Samkvæmt fundargerð var rætt um starfsemina í Namibíu, yfirvofandi leiðtogakjör í SWAPO flokknum í Namibíu sem þeir eru allir meðlimir í og væntanlegar þingkosningar í lok árs 2019. Einnig var talað um verkefni í Angóla og Suður-Afríku.

Þremenningarnir komu til Íslands á árshátíð Samherja sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri tveimur dögum áður, þann 9. apríl, og greiddi Samherji fyrir þá flug og hótel í tengslum við komuna á árshátíðina.

Í skjali til undirbúnings fyrir fundinn með þremenningunum er fjallað um sýn þeirra á framtíð mála í Namibíu, en ekki skráð hvaða Íslendingar fengu það í sínar hendur.

„Þeir hafa lagt mikið í að koma okkur þangað sem við erum (breytt lögum og farið með það í gegnum þingið),“ segir í skjalinu. „Þetta er að sjálfsögðu pólitískt. Það er margt búið að gerast á bakvið tjöldin. Við erum í dag með 3ja stærsta kvótann ekki af ástæðulausu [sic].“

 „Ef þeir fara óánægðir frá Íslandi þá er samstarfinu lokið“

Þá er lýst pólitísku mikilvægi mannanna, en James var stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor og Sacky var á þessum tíma ríkissaksóknari, en síðar dómsmálaráðherra Namibíu. „Þeir vilja vinna með okkur en tíminn er á þrotum,“ segir ennfremur. „Ef þeir fara óánægðir frá Íslandi þá er samstarfinu lokið og þá er betra að segja það strax.“

Eftir að Jóhannes hætti hjá fyrirtækinu í júlí 2016 héldu mútugreiðslurnar áfram. Síðustu millifærslurnar sem heimildir eru fyrir eru frá 9. og 31. janúar 2019, en þá var Jóhannes búinn að setja sig í samband við Wikileaks út af Namibíumálinu með það fyrir augum að upplýsa um millifærslurnar. 

Hafa áður greitt fyrir óheimilaða kostun umfjöllunar um málið

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samherji fjallar um gjaldeyriseftirlit Seðlabankans með þáttagerð. Árið 2017 birti sjónvarpsstöðin Hringbraut þættina Gjaldeyriseftirlitið þar sem hið svokallaða Aserta-mál var til umfjöllunar. Tengdist það rannsókn Seðlabankans á meintum brotum á gjaldeyrisreglum, en fjallað var sérstaklega um húsleit Seðlabankans hjá Samherja og birti hljóðbrot af samtali Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Más Guðmundssonar, þáverandi seðlabankastjóra, sem virtist tekið upp án vitundar þess síðarnefnda

„Samherji kostaði þann þátt að langmestu leyti,“ sagði Sigurður Kolbeinsson, framleiðandi þáttarins, í viðtali við Stundina um málið.

Fjölmiðlanefnd tók þetta mál og aðra dagskrárgerð Hringbrautar til umfjöllunar og sektaði sjónvarpsstöðina um alls tvær milljónir króna í fjórum aðskildum ákvörðunum.

„Um­fjöll­un í þátt­un­um Gjald­eyris­eft­ir­litið ein­kenn­ist að stærst­um hluta af ein­hliða gagn­rýni á rann­sókn og fram­kvæmd gjald­eyris­eft­ir­lits Seðlabanka Íslands, án þess að sjón­ar­mið full­trúa bank­ans komi fram, nema í hljóðbrot­um af sam­tali seðlabanka­stjóra og for­stjóra Sam­herja hf., sem virðast tek­in upp án vit­und­ar seðlabanka­stjóra,“ sagði í ákvörðun fjölmiðlanefndar. „Er fram­an­greint til þess fallið að renna stoðum und­ir það að kost­andi þátt­anna, Sam­herji hf. hafi haft áhrif á inni­hald og efnis­tök hins kostaða frétta­tengda efn­is og að um hafi verið að ræða ein­hliða um­fjöll­un sem ekki hafi verið í sam­ræmi við hlut­lægni­kröf­ur 26. gr. laga um fjöl­miðla,“ sagði í niðurstöðu nefndarinnar. 

Niðurstaða nefndarinnar var að Hringbraut hefði brotið gegn 26. gr. laga um fjölmiðla, um lýðræðislegar grundvallarreglur, með því að gæta ekki að rétti viðmælanda til friðhelgi einkalífs og að hlutlægni og nákvæmni í hinu fréttatengda efni. Var Hringbraut einnig gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 500.000 kr.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár