Útgerðarfélagið Samherji notaði fjölbreyttar viðskiptaaðferðir í rekstri sínum í Namibíu til að greiða peninga til annarra félaga í sinni eigu utan landsteinanna. Fyrir vikið varð bókfært tap á annars arðbærum rekstri Samherja í Namibíu. Slíkar aðferðir eru þekktar hjá alþjóðlegum stórfyrirtækjum þar sem skattalegt hagræði getur meðal annars falist í því að rekstarfélög sýni taprekstur. Stóra málið er hins vegar hvort fyrirtækjasamstæðan sem heild hagnast á rekstrinum eða ekki.
Samherji notaði meðal annars eignarhaldsfélag sem félagið stofnaði í skattaskjólinu Máritíus til að greiða 640 milljónir króna af hagnaðinum af veiðum félagsins í Namibíu út úr landinu með skattalega hagkvæmum hætti.
Um var að ræða sérleyfisgreiðslur, sem námu 5 prósent af tekjum Samherja og samstarfsaðila þeirra af fiskveiðunum, sem útgerðin fékk fyrir að deila af þekkingu sinni í samstarfinu við namibíska aðila.
Athugasemdir