Systursonur minn fagnar 10 mánaða afmæli sínu um þessar mundir með því að gjamma óskiljanlega og taka daglega vaxtarkippi. Hann er, eins og þau börn sem fæðst hafa undanfarin nokkur ár, af Generation Alpha. Allavega samkvæmt því flokkunarkerfi kynslóða sem notað er af lýðfræðingum vestanhafs.
Við systkinin, móðir hans og ég, erum svokölluð „millenials“ eða þúsaldarbörn, sem þrátt fyrir heitið erum langt frá því að teljast börn. Þúsaldarkynslóðin avókadóétandi er einnig kennd við bókstafinn Y. Á undan kom X-kynslóðin, sem ólst upp við grunge-tónlist og Kringluferðir, og á eftir fylgdi Z-kynslóðin, virk á TikTok-appinu og þjökuð loftslagskvíða.
En þar með kláraðist latneska stafrófið og það gríska tók við. Og það er erfitt að ímynda sér litla frænda minn nálgast fullorðinsárin, sama hversu marga vaxtarkippi hann tekur, þegar Generation Beta fer að koma í heiminn.
Gríski stafurinn fyrir bé hefur almennt neikvæða merkingu. Á tölvumáli er beta-hugbúnaður óstöðugur og morandi í …
Athugasemdir