Ágætu lesendur. Steingrímur J. Sigfússon á skilið að sagðar séu af honum eintómar skemmtisögur og á þeim er enginn skortur. En við erum víst líka að reyna að skilja stjórnmálamanninn og hugðarefni hans.
Í síðustu grein sögðumst við eiga eftir að skoða nokkur málefni. Byrjum þar. En endum annars staðar.
Sjávarútvegur
Við nefndum í fyrri grein almenna afstöðu Steingríms í landbúnaðarmálum. Hún birtist í forræðis- og skipulagshyggju, að stjórnmálamenn þurfi að skipuleggja markaðinn, framleiðslu, vinnslu, sölu, ekki kannske neyzluna sjálfa, en stundum stappar nærri því.
Hin gamla atvinnugreinin, sjávarútvegur, hefur náttúrlega verið honum mjög hugleikin líka. Það er risastórt mál, en við skautum hér hratt yfir.
Steingrímur hefur nefnilega haft fleiri en eina skoðun í þeim efnum, sérstaklega auðlindagjöldum, en grunnhugsunin er sífellt sú sama: Það er ekkert að kerfinu í heild sinni. Við þurfum bara að skipuleggja greinina betur.
Um sjávarútveginn skrifaði Steingrímur bók, Róið á ný mið …
Athugasemdir