Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Formenn Eflingar og VR: „Ljóst er að stéttaátökin fara harðnandi“

For­menn stærstu stétt­ar­fé­laga lands­ins tjá sig um at­burði síð­ustu helg­ar þar sem flug­freyj­um og -þjón­um Icelanda­ir var sagt upp áð­ur en nýr kjara­samn­ing­ur var sam­þykkt­ur. For­menn­irn­ir gagn­rýna Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og stjórn­end­ur Icelanda­ir harka­lega fyr­ir sinn þátt.

Formenn Eflingar og VR: „Ljóst er að stéttaátökin fara harðnandi“
Ósátt við stjórnendur Icelandair og SA Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýna harkalega þátt SA og Icelandair í atburðarás síðustu helgar og vikna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir, formenn VR og Eflingar, telja fulla ástæðu til að mótmæla því hvernig stjórnendur Icelandair og Samtök atvinnulífsins hafa hagað sér gagnvart kjarabaráttu flugfreyja og -þjónsa. Samtök atvinnulífsins eru sögð hafa átt hugmyndina að því að segja upp félagsmönnum Flugfreyjufélags Íslands. 

Samningaviðræður Flugfreyjufélagsins við Icelandair undanfarið hafa gengið brösuglega, en eftir að félagsmenn felldu síðasta samning ákváðu stjórnendur Icelandair að segja upp öllum flugfreyjum og -þjónum fyrirtækisins og láta flugmenn ganga í störf þeirra sem öryggisliðar. Það útspil mætti mikilli gagnrýni, og ekki er víst að það sé löglegt, en nýr samningur var undirritaður um helgina sem félagsmenn munu kjósa um til 27. júlí. 

Brask og brall Lindarvatns

VR birti yfirlýsingu eftir að flugfreyjum og -þjónum Icelandair var sagt upp störfum þar sem stéttarfélagið hvatti stjórnarmenn í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til að: „sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair.“ Þessi yfirlýsing hefur mætt gagnrýni frá félagsmönnum VR sem starfa fyrir Icelandair, en Ragnar Þór ver hana í Facebook-pistli sem birtist í morgun.

Hann talar um „brask og brall“ á milli Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og lífeyrissjóða landsins og segir það hafa kristallast í kring um fyrirtækið Lindarvatn ehf., sem kemur að hótelbyggingu við Landssímareit.

„Það væri ágætis byrjun að skoða braskið og brallið í kringum Lindarvatn ehf. (Hótelbyggingu á Landsímareit) sem útskýrir af hverju SA bregðist svo harkalega við gegn því að verkalýðshreyfingin sé að vakna af værum blundi innan stjórnar lífeyrissjóðsins? Þetta er eitt dæmi af fjölmörgum um tengsl SA við lífeyrissjóðina og fjárfestingar þeirra.“

Ragnar rekur tengslin á milli Icelandair og SA, en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA, unnu báðir fyrir Icelandair og stýrðu þar að auki Lindarvatni ehf. Hann telur að ígríp Icelandair í helmingskaupum Lindarvatns eftir að hafa undirritað 25 ára leigusamning hafi aðeins verið til þess að endurfjármagna skuldir Lindarvatns.

„Nú vantar að lágmarki tvo til þrjá milljarða til að klára verkefnið, líklega miklu meira. Hvaðan eiga þeir peningar að koma?“ spyr Ragnar Þór. „Mun núverandi forstjóri Icelandair group láta klára framkvæmdina, hvað sem það kostar, á kostnað Icelandair, til að almenningur átti sig ekki á því hvernig eftirlaunasjóðirnir okkar, og fyrirtækin í þeirra eigu, eru misnotuð í braski og bralli atvinnulífsins?“

„Já þetta eru djöfulsins snillingar eins og segir í frægum áramótasöng“

Ragnar endar pistil sinn á eftirfarandi orðum: „Já þetta eru djöfulsins snillingar eins og segir í frægum áramótasöng. Það er skiljanlegt að SA vilji halda áfram að hafa lífeyrissjóðina nokkurn veginn útaf fyrir sig svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks. Í það minnsta án afskipta verkalýðshreyfingarinnar.“

Flugfreyjur hafa sýnt fádæma hugrekki

Sólveig Anna nálgast málið frá öðru sjónarhorni í Facebook-pistli sem birtist um hádegið. Hún segir félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafi þurft að þola „kúgun og ógnarstjórnun milljón krónu-mannanna“ í atburðarásinni. 

„Vinnandi fólk á Íslandi hefur undanfarna daga og vikur enn á ný fengið innsýn í hugarheim meðlima auð og valdastéttarinnar, sem telja sig eigendur íslensks samfélags. Við hljótum öll að vera þungt hugsi eftir þá samstilltu árás á flugfreyjur sem við höfum orðið vitni að. Ljóst er að stéttaátökin fara harðnandi. Við verðum bæði að berjast af fullum krafti fyrir því að auðvaldið fari hér ekki sínu fram eins og því sýnist, og einnig verja með kjafti og klóm okkar áunnu réttindi. Við verðum að berjast sameinuð fyrir efnahagslegu lýðræði og réttlæti á Íslandi.“

Hún gagnrýnir harkalega þessi vinnubrögð sem hún segir vera aðför gegn rétti vinnandi fólks á Íslandi til að tilheyra stéttarfélagi og semja saman um laun sín. „Við sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar treystum fyrst og fremst á samtakamátt okkar. Aðeins með því að bindast samtökum eigum við möguleika á því að standa gegn því æðisgengna valdi sem auðurinn færir eigendum atvinnutækjanna og fjármagnsins.“

Hún segir að þessi stéttarvæðing hafi kostað íslenskt verkafólk „stórkostlegar fórnir“ í gegnum verkföll og hörð átök við atvinnurekendur, en að SA hafi farið langt yfir strikið með ráðleggingum sínum. „Þessi réttur er forsenda þeirra kjara og lífsskilyrða sem náðst hafa fyrir almenning á Íslandi. Samtök atvinnulífsins hafa nú lýst yfir stríði við þennan grunnrétt. Fram hjá því er ekki hægt að líta.“

Um þá hugmynd að lífeyrissjóðir ættu að sniðganga hlutafjárútboð Icelandair segir Sólveig Anna: „Staðreyndin er sú að vinnandi fólk á Íslandi getur ekki og mun ekki samþykkja að eftirlaunasjóðir þess verði nýttir til að fjármagna árásir á grunnréttindi vinnuaflsins eða til fjármögnunar á fyrirtækjum sem standa í fararbroddi slíkra árása. Að forystufólk í verkalýðsfélögum bendi á þessa augljósu staðreynd er fullkomlega sjálfsagt og eðlilegt.“

Hún lýkur pistli sínum með stuðningi við flugfreyjur og þeirra baráttu. „Þær hafa þurft að ganga í gegnum ömurlega atburðarás. En þær hafa sýnt fádæma hugrekki, þor og þol. Ég þekki hvernig það er að lifa við árásir og skítkast fyrir það að vilja berjast fyrir hagsmunum vinnuaflsins. Það getur tekið á, enda ekkert annað en andlegt ofbeldi. Það virðist því miður vera þannig á Íslandi í kreðsum þeirra sem ráða í krafti fjármagns að enginn glæpur er stærri en sá er kona í verkalýðsbaráttu fremur. Það er ógeðslegt að verða vitni að því. Ég vona af öllu hjarta að við getum staðið saman í því sem koma skal. Aðeins með því munum við geta tryggt að hagsmunir almennings verði ekki undirseldir órum, frekju og fautaskap auðstéttanna.“

Hægt er að lesa pistla þeirra Ragnars og Sólveigar hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
1
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu
2
Viðtal

Önn­ur vaxta­lækk­un Hadiu Helgu

Þeg­ar fjöl­skylda í Kópa­vogi tók á móti stúlku­barni í heim­inn í nóv­em­ber ár­ið 2020 voru nokkr­ir dag­ar í sein­ustu vaxta­lækk­un Seðla­bank­ans í hart­nær fjög­ur ár. Hadia Helga Ás­dís­ar­dótt­ir Virk á hag­fræði­mennt­aða for­eldra sem náðu að festa sögu­lega lága vexti til fimm ára þeg­ar hún var ein­ung­is mán­að­ar­göm­ul. Nú lækka vext­ir á ný. For­eldr­ar henn­ar búa sig samt und­ir skell að ári.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
4
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.
„Ég sakna þess að stinga fólk“
9
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
4
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
5
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
7
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
10
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
9
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu