Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Formenn Eflingar og VR: „Ljóst er að stéttaátökin fara harðnandi“

For­menn stærstu stétt­ar­fé­laga lands­ins tjá sig um at­burði síð­ustu helg­ar þar sem flug­freyj­um og -þjón­um Icelanda­ir var sagt upp áð­ur en nýr kjara­samn­ing­ur var sam­þykkt­ur. For­menn­irn­ir gagn­rýna Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og stjórn­end­ur Icelanda­ir harka­lega fyr­ir sinn þátt.

Formenn Eflingar og VR: „Ljóst er að stéttaátökin fara harðnandi“
Ósátt við stjórnendur Icelandair og SA Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýna harkalega þátt SA og Icelandair í atburðarás síðustu helgar og vikna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir, formenn VR og Eflingar, telja fulla ástæðu til að mótmæla því hvernig stjórnendur Icelandair og Samtök atvinnulífsins hafa hagað sér gagnvart kjarabaráttu flugfreyja og -þjónsa. Samtök atvinnulífsins eru sögð hafa átt hugmyndina að því að segja upp félagsmönnum Flugfreyjufélags Íslands. 

Samningaviðræður Flugfreyjufélagsins við Icelandair undanfarið hafa gengið brösuglega, en eftir að félagsmenn felldu síðasta samning ákváðu stjórnendur Icelandair að segja upp öllum flugfreyjum og -þjónum fyrirtækisins og láta flugmenn ganga í störf þeirra sem öryggisliðar. Það útspil mætti mikilli gagnrýni, og ekki er víst að það sé löglegt, en nýr samningur var undirritaður um helgina sem félagsmenn munu kjósa um til 27. júlí. 

Brask og brall Lindarvatns

VR birti yfirlýsingu eftir að flugfreyjum og -þjónum Icelandair var sagt upp störfum þar sem stéttarfélagið hvatti stjórnarmenn í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til að: „sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair.“ Þessi yfirlýsing hefur mætt gagnrýni frá félagsmönnum VR sem starfa fyrir Icelandair, en Ragnar Þór ver hana í Facebook-pistli sem birtist í morgun.

Hann talar um „brask og brall“ á milli Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og lífeyrissjóða landsins og segir það hafa kristallast í kring um fyrirtækið Lindarvatn ehf., sem kemur að hótelbyggingu við Landssímareit.

„Það væri ágætis byrjun að skoða braskið og brallið í kringum Lindarvatn ehf. (Hótelbyggingu á Landsímareit) sem útskýrir af hverju SA bregðist svo harkalega við gegn því að verkalýðshreyfingin sé að vakna af værum blundi innan stjórnar lífeyrissjóðsins? Þetta er eitt dæmi af fjölmörgum um tengsl SA við lífeyrissjóðina og fjárfestingar þeirra.“

Ragnar rekur tengslin á milli Icelandair og SA, en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA, unnu báðir fyrir Icelandair og stýrðu þar að auki Lindarvatni ehf. Hann telur að ígríp Icelandair í helmingskaupum Lindarvatns eftir að hafa undirritað 25 ára leigusamning hafi aðeins verið til þess að endurfjármagna skuldir Lindarvatns.

„Nú vantar að lágmarki tvo til þrjá milljarða til að klára verkefnið, líklega miklu meira. Hvaðan eiga þeir peningar að koma?“ spyr Ragnar Þór. „Mun núverandi forstjóri Icelandair group láta klára framkvæmdina, hvað sem það kostar, á kostnað Icelandair, til að almenningur átti sig ekki á því hvernig eftirlaunasjóðirnir okkar, og fyrirtækin í þeirra eigu, eru misnotuð í braski og bralli atvinnulífsins?“

„Já þetta eru djöfulsins snillingar eins og segir í frægum áramótasöng“

Ragnar endar pistil sinn á eftirfarandi orðum: „Já þetta eru djöfulsins snillingar eins og segir í frægum áramótasöng. Það er skiljanlegt að SA vilji halda áfram að hafa lífeyrissjóðina nokkurn veginn útaf fyrir sig svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks. Í það minnsta án afskipta verkalýðshreyfingarinnar.“

Flugfreyjur hafa sýnt fádæma hugrekki

Sólveig Anna nálgast málið frá öðru sjónarhorni í Facebook-pistli sem birtist um hádegið. Hún segir félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafi þurft að þola „kúgun og ógnarstjórnun milljón krónu-mannanna“ í atburðarásinni. 

„Vinnandi fólk á Íslandi hefur undanfarna daga og vikur enn á ný fengið innsýn í hugarheim meðlima auð og valdastéttarinnar, sem telja sig eigendur íslensks samfélags. Við hljótum öll að vera þungt hugsi eftir þá samstilltu árás á flugfreyjur sem við höfum orðið vitni að. Ljóst er að stéttaátökin fara harðnandi. Við verðum bæði að berjast af fullum krafti fyrir því að auðvaldið fari hér ekki sínu fram eins og því sýnist, og einnig verja með kjafti og klóm okkar áunnu réttindi. Við verðum að berjast sameinuð fyrir efnahagslegu lýðræði og réttlæti á Íslandi.“

Hún gagnrýnir harkalega þessi vinnubrögð sem hún segir vera aðför gegn rétti vinnandi fólks á Íslandi til að tilheyra stéttarfélagi og semja saman um laun sín. „Við sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar treystum fyrst og fremst á samtakamátt okkar. Aðeins með því að bindast samtökum eigum við möguleika á því að standa gegn því æðisgengna valdi sem auðurinn færir eigendum atvinnutækjanna og fjármagnsins.“

Hún segir að þessi stéttarvæðing hafi kostað íslenskt verkafólk „stórkostlegar fórnir“ í gegnum verkföll og hörð átök við atvinnurekendur, en að SA hafi farið langt yfir strikið með ráðleggingum sínum. „Þessi réttur er forsenda þeirra kjara og lífsskilyrða sem náðst hafa fyrir almenning á Íslandi. Samtök atvinnulífsins hafa nú lýst yfir stríði við þennan grunnrétt. Fram hjá því er ekki hægt að líta.“

Um þá hugmynd að lífeyrissjóðir ættu að sniðganga hlutafjárútboð Icelandair segir Sólveig Anna: „Staðreyndin er sú að vinnandi fólk á Íslandi getur ekki og mun ekki samþykkja að eftirlaunasjóðir þess verði nýttir til að fjármagna árásir á grunnréttindi vinnuaflsins eða til fjármögnunar á fyrirtækjum sem standa í fararbroddi slíkra árása. Að forystufólk í verkalýðsfélögum bendi á þessa augljósu staðreynd er fullkomlega sjálfsagt og eðlilegt.“

Hún lýkur pistli sínum með stuðningi við flugfreyjur og þeirra baráttu. „Þær hafa þurft að ganga í gegnum ömurlega atburðarás. En þær hafa sýnt fádæma hugrekki, þor og þol. Ég þekki hvernig það er að lifa við árásir og skítkast fyrir það að vilja berjast fyrir hagsmunum vinnuaflsins. Það getur tekið á, enda ekkert annað en andlegt ofbeldi. Það virðist því miður vera þannig á Íslandi í kreðsum þeirra sem ráða í krafti fjármagns að enginn glæpur er stærri en sá er kona í verkalýðsbaráttu fremur. Það er ógeðslegt að verða vitni að því. Ég vona af öllu hjarta að við getum staðið saman í því sem koma skal. Aðeins með því munum við geta tryggt að hagsmunir almennings verði ekki undirseldir órum, frekju og fautaskap auðstéttanna.“

Hægt er að lesa pistla þeirra Ragnars og Sólveigar hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár