Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Uppnám í pólska sendiráðinu vegna uppsagnar: „Hann var mjög aggressífur“

Ræð­is­mað­ur í pólska sendi­ráð­inu var send­ur heim án fyr­ir­vara. Pólsk fé­lög á Ís­landi mót­mæla upp­sögn­inni og segja að Ger­ard Pokruszyński sendi­herra hafi öskr­að og neit­að að taka við bréfi um mál­ið. Ann­ar starfs­mað­ur sendi­ráðs­ins er sagð­ur hafa kvart­að til ráðu­neyt­is.

Uppnám í pólska sendiráðinu vegna uppsagnar: „Hann var mjög aggressífur“
Gerard Pokruszyński Fleiri en ein kvörtun hefur verið send utanríkisráðuneytinu vegna sendiherrans, að því er mótmælendur halda fram. Mynd: Sebastian_Indra

Uppsögn ræðismanns í pólska sendiráðinu á þriðjudag hefur vakið ólgu í samfélagi Pólverja á Íslandi. Framámenn í samfélaginu gerðu tilraun til að afhenda Gerard Pokruszyński sendiherra bréf vegna málsins, en segja sendiherrann hafa vísað þeim úr sendiráðinu með látum.

Í bréfinu kemur fram að ræðismanni í sendiráðinu, Jakub Pilch, hafi verið sagt upp án fyrirvara á þriðjudag. Uppsögnin hafi komið á óvart og starfsmaðurinn hafi verið settur í erfiðar aðstæður. Ennfremur sé þetta ekki fyrsta dæmið um starfsmann sem hafi átt erfitt í starfi hjá sendiráðinu. Undir bréfið skrifa forsvarsmenn sex félaga sem standa að pólska samfélaginu á Íslandi.

Tomasz ChrapekAðstandandi Projekt Polska segist vona að sendiherrann verði látinn fara.

„Þetta er stórmál í okkar litla pólska samfélagi hérna,“ segir Tomasz Chrapek, einn af aðstandendum félagasamtakanna Projekt Polska, um uppsögn Jakub Pilch. „Honum var ekki sagt af hverju hann ætti að mæta aftur til Varsjár með nokkra daga fyrirvara. Þetta hefur aldrei gerst á Íslandi. Hann var hérna í þrjú ár með börnin og þarf að pakka, yfirgefa íbúðina og fara heim.“

Tomasz segir að sendiherrann hafi með tölvupósti veitt óskýr svör um uppsögnina. „Þetta hljómaði eins og 100 prósent pólitísk ákvörðun,“ segir hann. „Jakub er góður maður og góður starfsmaður. Hann var alltaf að hjálpa fólki og það sem hann gerði í sendiráðinu var vel liðið í pólska samfélaginu. Þetta kom á óvart og við urðum hissa.“

Á miðvikudag fóru aðstandendur bréfsins í pólska sendiráðið í Þórunnartúni í Reykjavík til að afhenda sendiherranum bréfið sem stílað er á Jacek Czaputowicz utanríkisráðherra og ráðuneytisstjóra hans. „Hann neitaði og bara vísaði okkur á dyr,“ segir Tomasz um sendiherrann. „Hann var mjög aggressífur og öskraði. Ég hef aldrei í lífinu upplifað svona. Þetta er diplómati sem er ekkert diplómatískur.“

Tomasz segir bréfið nú hafa verið sent beint á viðtakendur þess innan utanríkisráðuneytis Póllands þar sem sendiherrann hafi ekki viljað taka við því. Aðstandendur viti einnig til þess að önnur kvörtun hafi verið send ráðuneytinu vegna ótengds máls sem snúi að sitjandi sendiherra. „Ég vona að Gerard verði sagt upp því hann er ekki góður sendiherra,“ segir Tomasz. „Það var ljóst frá byrjun.“

„Þetta er diplómati sem er ekkert diplómatískur“

Hann segir erfitt að segja hvort málið tengist niðurstöðum forsetakosninganna síðustu helgi. Sitjandi forseti, Andrzej Duda, bar nauman sigur úr býtum gegn mótframbjóðanda sínum Rafal Trzaskowski. 80 prósent þeirra Pólverja sem kusu á Íslandi studdu Trzaskowski samkvæmt opinberum tölum.

„Það væru bara getgátur núna,“ segir Tomasz um tenginguna við kosningarnar. Hann segir þó málið augljóslega pólitískt og segist hafa á tilfinningunni að pólska samfélagið á Íslandi styðji mótmælin vegna uppsagnar Jakub Pilch.

„Þetta er það sem er að gerast núna í Póllandi“

Duda forseti hefur verið gagnrýndur fyrir öfgafullar skoðanir og fyrir að þrengja að réttindum LGBT+ fólks í landinu. Tomasz segir að nú þegar hafi komið fram dæmi þar sem fólki virðist refsað fyrir stuðning við Trzaskowski innan utanríkisþjónustunnar. Pólskur þingmaður hafi þannig kallað eftir uppstokkun á sendiráði Póllands í Pakistan þegar í ljós kom að kjósendur þar hafi upp til hópa stutt Trzaskowski. „Þetta er það sem er að gerast núna í Póllandi, þetta er pólitískur raunveruleiki,“ segir Tomasz.

Ekki náðist í Gerard Pokruszyński sendiherra vegna málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár