Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Uppnám í pólska sendiráðinu vegna uppsagnar: „Hann var mjög aggressífur“

Ræð­is­mað­ur í pólska sendi­ráð­inu var send­ur heim án fyr­ir­vara. Pólsk fé­lög á Ís­landi mót­mæla upp­sögn­inni og segja að Ger­ard Pokruszyński sendi­herra hafi öskr­að og neit­að að taka við bréfi um mál­ið. Ann­ar starfs­mað­ur sendi­ráðs­ins er sagð­ur hafa kvart­að til ráðu­neyt­is.

Uppnám í pólska sendiráðinu vegna uppsagnar: „Hann var mjög aggressífur“
Gerard Pokruszyński Fleiri en ein kvörtun hefur verið send utanríkisráðuneytinu vegna sendiherrans, að því er mótmælendur halda fram. Mynd: Sebastian_Indra

Uppsögn ræðismanns í pólska sendiráðinu á þriðjudag hefur vakið ólgu í samfélagi Pólverja á Íslandi. Framámenn í samfélaginu gerðu tilraun til að afhenda Gerard Pokruszyński sendiherra bréf vegna málsins, en segja sendiherrann hafa vísað þeim úr sendiráðinu með látum.

Í bréfinu kemur fram að ræðismanni í sendiráðinu, Jakub Pilch, hafi verið sagt upp án fyrirvara á þriðjudag. Uppsögnin hafi komið á óvart og starfsmaðurinn hafi verið settur í erfiðar aðstæður. Ennfremur sé þetta ekki fyrsta dæmið um starfsmann sem hafi átt erfitt í starfi hjá sendiráðinu. Undir bréfið skrifa forsvarsmenn sex félaga sem standa að pólska samfélaginu á Íslandi.

Tomasz ChrapekAðstandandi Projekt Polska segist vona að sendiherrann verði látinn fara.

„Þetta er stórmál í okkar litla pólska samfélagi hérna,“ segir Tomasz Chrapek, einn af aðstandendum félagasamtakanna Projekt Polska, um uppsögn Jakub Pilch. „Honum var ekki sagt af hverju hann ætti að mæta aftur til Varsjár með nokkra daga fyrirvara. Þetta hefur aldrei gerst á Íslandi. Hann var hérna í þrjú ár með börnin og þarf að pakka, yfirgefa íbúðina og fara heim.“

Tomasz segir að sendiherrann hafi með tölvupósti veitt óskýr svör um uppsögnina. „Þetta hljómaði eins og 100 prósent pólitísk ákvörðun,“ segir hann. „Jakub er góður maður og góður starfsmaður. Hann var alltaf að hjálpa fólki og það sem hann gerði í sendiráðinu var vel liðið í pólska samfélaginu. Þetta kom á óvart og við urðum hissa.“

Á miðvikudag fóru aðstandendur bréfsins í pólska sendiráðið í Þórunnartúni í Reykjavík til að afhenda sendiherranum bréfið sem stílað er á Jacek Czaputowicz utanríkisráðherra og ráðuneytisstjóra hans. „Hann neitaði og bara vísaði okkur á dyr,“ segir Tomasz um sendiherrann. „Hann var mjög aggressífur og öskraði. Ég hef aldrei í lífinu upplifað svona. Þetta er diplómati sem er ekkert diplómatískur.“

Tomasz segir bréfið nú hafa verið sent beint á viðtakendur þess innan utanríkisráðuneytis Póllands þar sem sendiherrann hafi ekki viljað taka við því. Aðstandendur viti einnig til þess að önnur kvörtun hafi verið send ráðuneytinu vegna ótengds máls sem snúi að sitjandi sendiherra. „Ég vona að Gerard verði sagt upp því hann er ekki góður sendiherra,“ segir Tomasz. „Það var ljóst frá byrjun.“

„Þetta er diplómati sem er ekkert diplómatískur“

Hann segir erfitt að segja hvort málið tengist niðurstöðum forsetakosninganna síðustu helgi. Sitjandi forseti, Andrzej Duda, bar nauman sigur úr býtum gegn mótframbjóðanda sínum Rafal Trzaskowski. 80 prósent þeirra Pólverja sem kusu á Íslandi studdu Trzaskowski samkvæmt opinberum tölum.

„Það væru bara getgátur núna,“ segir Tomasz um tenginguna við kosningarnar. Hann segir þó málið augljóslega pólitískt og segist hafa á tilfinningunni að pólska samfélagið á Íslandi styðji mótmælin vegna uppsagnar Jakub Pilch.

„Þetta er það sem er að gerast núna í Póllandi“

Duda forseti hefur verið gagnrýndur fyrir öfgafullar skoðanir og fyrir að þrengja að réttindum LGBT+ fólks í landinu. Tomasz segir að nú þegar hafi komið fram dæmi þar sem fólki virðist refsað fyrir stuðning við Trzaskowski innan utanríkisþjónustunnar. Pólskur þingmaður hafi þannig kallað eftir uppstokkun á sendiráði Póllands í Pakistan þegar í ljós kom að kjósendur þar hafi upp til hópa stutt Trzaskowski. „Þetta er það sem er að gerast núna í Póllandi, þetta er pólitískur raunveruleiki,“ segir Tomasz.

Ekki náðist í Gerard Pokruszyński sendiherra vegna málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár