Árið 1924 varð minni háttar mótorhjólaslys á Suður-Englandi. Maður að nafni McCarthy var talinn vera valdur að slysi þar sem hjón að nafni Whitworth slösuðust lítillega. Bæði krúnan og Whitworth-hjónin fóru í mál við McCarthy og hann var dæmdur til að greiða smávægilega sekt. Því undi hann ekki og áfrýjaði, meðal annars á þeim grunni að ritari dómaranna í málinu, Langham að nafni, hefði jafnframt verið starfsmaður lögmannsstofunnar sem Whitworth-hjónin réðu til að annast málarekstur sinn.
Þegar áfrýjunin var tekin fyrir voru lagðir fram vitnisburðir hinna upphaflegu dómara um að Langham hefði gætt þess vandlega að taka engan þátt í umræðum þeirra um málið. Því hefði það ekki haft nokkur áhrif á dómarana þótt Langham væri óbeint í þjónustu annars málsaðila.
„Réttlætinu ekki aðeins framfylgt“

Þetta mál fór …
Athugasemdir