„Hann ber þess glögg merki að að vera alinn upp í mjög afskekktri sveit.“
Eitthvað í þessa veru sagði Halldór Blöndal eitt sinn um Steingrím Jóhann Sigfússon og ummælin urðu fleyg.
Þau áttu sennilega að vera Steingrími til hnjóðs, en varla leit hann sjálfur svo á og við ættum ekki að gera það heldur.
En þau eru furðu nákvæm. Steingrímur er nefnilega sauðþrár, jafnvel einsýnn og veit allajafna flest betur en næsti maður. Þess utan er hann með skemmtilegri mönnum, segir stórvel frá, er oft glaðvær og söngvinn.
Og ekki vantar mælskuna, maður lifandi. Sumir lýsa honum frekar sem málfundamanni en stjórnmálamanni – hann sé tilbúinn að hafa hvaða skoðun sem er, ef hún leikur lipurlega á tungu.
Það er ósanngjarnt, en samt ekki alveg. Því að pólitískar skoðanir Steingríms Joð eru hreint ekki einhamar eftir langan feril á þingi. Ef hann meinar það sem hann segir.
Ef Steingrímur …
Athugasemdir