Fjölbreytt, litríkt og hollt

Móð­ir Jörð er fyr­ir­tæki í Valla­nesi á Fljóts­dals­hér­aði. Það er með líf­ræna rækt­un og mat­væla­fram­leiðslu auk þess með­al ann­ars að reka veit­inga­stað í húsi sem byggt var úr ösp sem plant­að var í Valla­nesi ár­ið 1986.

Fjölbreytt, litríkt og hollt
Móðir jörð í Vallanesi Hjónin Eygló Björk Ólafsdóttir og Eymundur Magnússon reka Móður Jörð í Vallanesi í Fljótsdalshéraði. Þar leggja þau áherslu á korn- og grænmetisræktun og framleiðslu á tilbúnum hollustu- og sælkeravörum. Mynd: b'Aslaug Snorradottir'

Hjónin Eygló Björk Ólafsdóttir og Eymundur Magnússon reka Móður Jörð í Vallanesi í Fljótsdalshéraði og leggja stund á lífræna ræktun og matvælaframleiðslu; lögð er áhersla á korn- og grænmetisræktun og framleiðslu á tilbúnum hollustu- og sælkeravörum. Þá er rekinn veitingastaður og verslun, þar sem framleiðsla fyrirtækisins er seld, í húsi sem var byggt úr ösp á staðnum auk þess sem boðið er upp á gistingu.

Eymundur er búfræðingur að mennt. Hann hlaut árið 2004 Landbúnaðarverðlaunin fyrir notkun á skjólbeltum og skógrækt í landbúnaði. Þá hlaut hann árið 2011 heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumkvæði á sviði búskaparhátta og matvælamenningar. Svo var hann árið 2012 tilnefndur til Umhverfisverðlauna Norðurlandanna, meðal annars fyrir að leggja áherslu á mannlegan fjölbreytileika með því að taka á móti alþjóðlegum hópi ungmenna  sem lærir að sýna umhverfi sínu virðingu og vera trúr jörðinni.

Eygló BjörkHún er ein af stofnendum Slow Food-hreyfingarinnar á íslandi.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðasumarið 2020

Gleymdi garður töframannsins i Tungudal
NærmyndFerðasumarið 2020

Gleymdi garð­ur töframanns­ins i Tungu­dal

Á Ísa­firði er að finna fal­inn högg­mynda­garð ljós­mynd­ar­ans, lista­manns­ins og töframanns­ins Mart­in­us Sim­son sem var dansk­ur og sett­ist að á Ís­landi ár­ið 1916. Sim­sons-garð­ur er stað­sett­ur í Tungu­dal þar sem Sim­son fékk út­hlut­aða lóð á þriðja ára­tugn­um en í dag ligg­ur garð­ur­inn í órækt, fal­inn minn­is­varði um merki­leg­an og list­ræn­an ein­stak­ling með ástríðu fyr­ir skóg­rækt á Ís­landi.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
5
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár