Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjölbreytt, litríkt og hollt

Móð­ir Jörð er fyr­ir­tæki í Valla­nesi á Fljóts­dals­hér­aði. Það er með líf­ræna rækt­un og mat­væla­fram­leiðslu auk þess með­al ann­ars að reka veit­inga­stað í húsi sem byggt var úr ösp sem plant­að var í Valla­nesi ár­ið 1986.

Fjölbreytt, litríkt og hollt
Móðir jörð í Vallanesi Hjónin Eygló Björk Ólafsdóttir og Eymundur Magnússon reka Móður Jörð í Vallanesi í Fljótsdalshéraði. Þar leggja þau áherslu á korn- og grænmetisræktun og framleiðslu á tilbúnum hollustu- og sælkeravörum. Mynd: b'Aslaug Snorradottir'

Hjónin Eygló Björk Ólafsdóttir og Eymundur Magnússon reka Móður Jörð í Vallanesi í Fljótsdalshéraði og leggja stund á lífræna ræktun og matvælaframleiðslu; lögð er áhersla á korn- og grænmetisræktun og framleiðslu á tilbúnum hollustu- og sælkeravörum. Þá er rekinn veitingastaður og verslun, þar sem framleiðsla fyrirtækisins er seld, í húsi sem var byggt úr ösp á staðnum auk þess sem boðið er upp á gistingu.

Eymundur er búfræðingur að mennt. Hann hlaut árið 2004 Landbúnaðarverðlaunin fyrir notkun á skjólbeltum og skógrækt í landbúnaði. Þá hlaut hann árið 2011 heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumkvæði á sviði búskaparhátta og matvælamenningar. Svo var hann árið 2012 tilnefndur til Umhverfisverðlauna Norðurlandanna, meðal annars fyrir að leggja áherslu á mannlegan fjölbreytileika með því að taka á móti alþjóðlegum hópi ungmenna  sem lærir að sýna umhverfi sínu virðingu og vera trúr jörðinni.

Eygló BjörkHún er ein af stofnendum Slow Food-hreyfingarinnar á íslandi.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðasumarið 2020

Gleymdi garður töframannsins i Tungudal
NærmyndFerðasumarið 2020

Gleymdi garð­ur töframanns­ins i Tungu­dal

Á Ísa­firði er að finna fal­inn högg­mynda­garð ljós­mynd­ar­ans, lista­manns­ins og töframanns­ins Mart­in­us Sim­son sem var dansk­ur og sett­ist að á Ís­landi ár­ið 1916. Sim­sons-garð­ur er stað­sett­ur í Tungu­dal þar sem Sim­son fékk út­hlut­aða lóð á þriðja ára­tugn­um en í dag ligg­ur garð­ur­inn í órækt, fal­inn minn­is­varði um merki­leg­an og list­ræn­an ein­stak­ling með ástríðu fyr­ir skóg­rækt á Ís­landi.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár