Afleiðingar kórónuvírusfaraldursins eru miklar og margvíslegar. Meðal annars hefur faraldurinn haft í för með sér breytingu á hegðun fólks sem alls ekki hefði verið hægt að spá fyrir um. Allt í einu var eins og annar hver Íslendingur hefði fundið leyndar perlur í íslenskri náttúru, og merkilegt nokk var sólarlandaveður alls staðar. Fólk sem ég vissi ekki að rataði lengra en á Kaffibarinn hóf að birta myndir af sér við róður á íslenskum fjallavötnum. Aðrir kunningjar virðast, sé miðað við myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum, hafa ýmist gengið Laugaveginn eða Fimmvörðuháls, jafnvel fólk sem ég þykist vita að hafi síðast lagt land undir fót þegar það labbaði heim af Mandí að ganga fjögur um nótt áður en samkomubann skall á.
Í aðstæðum sem þessum grípur fólk gjarnan ótti, sem hefur verið kallaður upp á ensku FOMO, eða ótti við að missa af. Í það minnsta hefur undirritaður verið því sem …
Athugasemdir