Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sviðsljósið eltir Prins uppi

Dav­íð Aron Guðna­son seg­ir að hest­ur­inn Prins veki þannig at­hygli að hann sé ít­rek­að ljós­mynd­að­ur og þær mynd­ir birt­ar í blöð­um.

Sviðsljósið eltir Prins uppi
Byrjaði fyrir tíu árum Davíð Aron dróst inn í hestamennskuna fyrir tíu árum með syni sínum. Prins keypti hann óséðan fyrir dóttur sína.

Ég byrjaði nú bara í hestamennskunni fyrir tíu árum eða svo. Strákurinn minn byrjaði í reiðskóla og svo langaði hann að eignast hest og ég dróst bara inn í þetta með honum. Við fundum góðan barnahest og leigðum hesthúspláss. Nú er strákurinn minn hættur í þessu, eða hann er nú bara kominn í nám erlendis, svo ég er núna í hestamennskunni með stelpunum mínum. Lengst af var ég með hesthús í Víðidalnum en er nýlega fluttur í Mosfellsbæinn og á hesthús þar núna.

Ég er bara búinn að eiga Prins í nokkra daga, ég var að kaupa hann sem barnahest handa stelpunni minni. Það er erfitt að finna hesta sem henta fyrir börn þannig að ég var heppinn að finna hann. Svo er hann líka svo skemmtilegur á litinn, hann er jarpvindóttur sem er sjaldgæfur litur. Ég veit ekki hvort það fylgir hestinum sérstaklega eða hvað en þegar ég keypti hestinn, óséðan, þá benti sá sem seldi mér hann á að það hefði verið mynd af honum á forsíðu Bændablaðsins í byrjun júní. Svo kom ljósmyndarinn frá ykkur og smellti mynd af honum þannig að það virðist vera að sviðsljósið leiti Prins uppi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár