Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sviðsljósið eltir Prins uppi

Dav­íð Aron Guðna­son seg­ir að hest­ur­inn Prins veki þannig at­hygli að hann sé ít­rek­að ljós­mynd­að­ur og þær mynd­ir birt­ar í blöð­um.

Sviðsljósið eltir Prins uppi
Byrjaði fyrir tíu árum Davíð Aron dróst inn í hestamennskuna fyrir tíu árum með syni sínum. Prins keypti hann óséðan fyrir dóttur sína.

Ég byrjaði nú bara í hestamennskunni fyrir tíu árum eða svo. Strákurinn minn byrjaði í reiðskóla og svo langaði hann að eignast hest og ég dróst bara inn í þetta með honum. Við fundum góðan barnahest og leigðum hesthúspláss. Nú er strákurinn minn hættur í þessu, eða hann er nú bara kominn í nám erlendis, svo ég er núna í hestamennskunni með stelpunum mínum. Lengst af var ég með hesthús í Víðidalnum en er nýlega fluttur í Mosfellsbæinn og á hesthús þar núna.

Ég er bara búinn að eiga Prins í nokkra daga, ég var að kaupa hann sem barnahest handa stelpunni minni. Það er erfitt að finna hesta sem henta fyrir börn þannig að ég var heppinn að finna hann. Svo er hann líka svo skemmtilegur á litinn, hann er jarpvindóttur sem er sjaldgæfur litur. Ég veit ekki hvort það fylgir hestinum sérstaklega eða hvað en þegar ég keypti hestinn, óséðan, þá benti sá sem seldi mér hann á að það hefði verið mynd af honum á forsíðu Bændablaðsins í byrjun júní. Svo kom ljósmyndarinn frá ykkur og smellti mynd af honum þannig að það virðist vera að sviðsljósið leiti Prins uppi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár