Framkvæmdastjóri Landverndar segir því ósvarað hvernig standa eigi að stórum hluta af þeim samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem aðgerðaáætlun stjórnvalda setur markmið um. Hún segir áætlunina mikla bætingu frá þeim fyrri, en hún standi stefnu nágrannalanda að baki auk þess sem stjórnsýsla Íslands í loftslagsmálum sé ekki nógu sterk til að standa við hana.
Aðgerðaáætlun stjórnvalda var kynnt í júní og í henni kemur fram að stjórnvöld stefni að 40 prósent samdrætti í þeirri losun sem stjórnvöld bera ábyrgð á, vel umfram þau 29 prósent sem alþjóðlegar skuldbindingar segja til um á tímabilinu 2005 til 2030. Þá er stefnt að kolefnishlutleysi Íslands árið 2040.
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að jákvætt sé að Ísland setji markið hátt, en að í Danmörku og Noregi sé stefnt að miklu meiri samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. „Þetta er mjög mikil bæting frá fyrri áætlun og búið að …
Athugasemdir