Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Óttast sýn stjórnarflokkanna á auðlindaákvæði

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, spurði Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra hvort börn eig­enda Sam­herja hefðu erft veiðirétt um ald­ur og ævi. „Þó að hluta­bréf geti erfst er ekki þar með sagt að af­nota­rétt­ur­inn sé af­hent­ur var­an­lega,“ svar­aði Katrín.

Óttast sýn stjórnarflokkanna á auðlindaákvæði
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra segir afnotarétt að fiskveiðiauðlindinni ekki afhentan um aldur og ævi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist óttast að það auðlindaákvæði sem rætt sé um að setja í stjórnarskrá verði bitlaust ef ekki fæst svar við því hvort veiðiréttur sé afhentur um aldur og ævi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afnotaréttinn að auðlindinni ekki vera afhentan varanlega.

Sex börn þeirra Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar hafa erft og keypt 84,5 prósenta hlut í útgerðarfélaginu Samherja. Verðmæti þeirra eigna sem skipta um hendur hlaupa á tugum milljarða króna og er helsta verðmætið falið í aflaheimildunum sem Samherji hefur yfir að ráða. 

Þorgerður Katrín spurði Katrínu um málið á Alþingi í dag. Hún nefndi það að Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og samflokksmaður Katrínar, hefði gagnrýnt erfðir hlutabréfanna í Samherja í pontu á Alþingi og sagt að með erfðum á hlutabréfum í sjávarútvegsfyrirtæki fylgdi veiðiréttur ævilangt. „Ég vil draga það fram að við í Viðreisn höfum þrisvar á þessu þingi lagt fram breytingartillögur sem undirstrika eign þjóðarinnar yfir sjávarauðlindinni og þrisvar sinnum hafa þingmenn ríkisstjórnarflokkanna fellt tillögur okkar,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þeir hafa fellt tillögur okkar í Viðreisn um tímabundna samninga. Það má sem sagt engu breyta. Að mínu viti fer ekki saman hljóð og mynd af hálfu meirihlutaflokkanna hér í þingsal.“

Hún spurði því Katrínu hvort hún væri sammála því að erfðum á hlutabréfum í sjávarútvegsfyrirtæki fylgdi veiðiréttur um aldur og ævi. „Það kemur mjög skýrt fram í lögum um stjórn fiskveiða að sjávarauðlindin er sameign þjóðarinnar,“ svaraði Katrín. „Af því má draga þá ályktun, eins og gert hefur verið, að afnotaréttur á þeirri auðlind verði ekki afhentur með varanlegum hætti. Þannig skil ég lögin og þannig hefur túlkun á þeim lögum verið.“

Sagði hún að túlkun hennar á þessu ákvæði er sú að þessi afnotaréttur verði ekki afhentur með varanlegum hætti. „Ég tel það mjög mikilvægt fyrir framtíðarumræðu um auðlindir, ekki bara fiskveiðiauðlindina heldur allar auðlindir, að undirstrikað verði í stjórnarskrá að afnotaréttur af sameiginlegum auðlindum, hvort sem um er að ræða fiskinn í sjónum, orkuauðlindir, vatnið eða hvað það er, verði ekki afhentur með varanlegum hætti. Hvaða útfærsla á að vera á því finnst mér hins vegar heyra undir löggjafann hverju sinni, hvort það er gert með tímabundnum samningum, eins og háttvirtur þingmaður hefur áhuga á, eða að það sé skýrt að það séu uppsegjanleg réttindi.“

Segir afnotaréttinn ekki afhentan varanlega

Þorgerður Katrín sagði þetta vera loðið svar. „Það var ekki hægt að fá það fram hjá hæstvirtum forsætisráðherra hvað hún telji veiðiréttinn vera langan. Telur hún hann vera varanlegan? Hún segir að svo sé ekki. Þá vil ég fá að vita hversu varanlegur eða hversu langur á hann eigi þá að vera. Hvað á hann að gilda í mörg ár? Hvað þarf til að mynda langan fyrirvara í uppsögn svo ekki komi til skaðabóta af hálfu ríkisins? Þetta skiptir gríðarlega miklu máli af því að við erum sammála um það, ég og hæstvirtur forsætisráðherra, að það þarf auðlindaákvæði. En það þarf að vera auðlindaákvæði með biti í, auðlindaákvæði sem er skýrt. Og á meðan stjórnarmeirihlutinn hefur í þrígang hafnað og fellt — stráfellt tillögur okkar í stjórnarandstöðunni, Viðreisn og fleiri flokka, um að tímabinda samninga, þá óttast ég það auðlindaákvæði sem verið er að vinna með af hálfu stjórnarflokkanna,“ sagði hún og bætti því við að afstaða stjórnarflokkanna þyrfti að vera skýr í vinnunni sem nú stendur yfir um endurskoðun stjórnarskrárinnar.

„En það þarf að vera auðlindaákvæði með biti í, auðlindaákvæði sem er skýrt“

„Þó að svar forsætisráðherra sé ekki það sem háttvirtur þingmaður vill fá er það ekkert loðið, þó að háttvirtur þingmaður kjósi að kalla það svo,“ svaraði Katrín. „Það er algerlega skýrt af minni hálfu og hefur komið fram ítrekað í þessum sal að þessi afnotaréttur verður ekki afhentur varanlega. Þó að hlutabréf geti erfst er ekki þar með sagt að afnotarétturinn sé afhentur varanlega. Það er í höndum löggjafans hvernig því er háttað.“

Katrín ítrekaði það að hún vildi auðlindaákvæði í stjórnarskrá. „Jú, ég tel að það festi í sessi þá hugsun sem ég tel að meiri hluti þingmanna í þessum sal sé sammála um, að það er mikilvægt að hluti af grunngildum samfélags okkar birtist með þessum hætti í stjórnarskrá. Þar getum við haft ólíkar pólitískar skoðanir um tímalengd, hvort rétt sé að fara í það verkefni í gegnum samninga, úthlutun nýtingarleyfa. Það kann að vera mismunandi milli auðlinda. En stóra grundvallaratriðið sem á erindi í stjórnarskrá er að árétta þann vilja þjóðarinnar og þingsins að þessar auðlindir séu í þjóðareign og að þær verði ekki afhentar varanlega.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár