Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Óttast sýn stjórnarflokkanna á auðlindaákvæði

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, spurði Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra hvort börn eig­enda Sam­herja hefðu erft veiðirétt um ald­ur og ævi. „Þó að hluta­bréf geti erfst er ekki þar með sagt að af­nota­rétt­ur­inn sé af­hent­ur var­an­lega,“ svar­aði Katrín.

Óttast sýn stjórnarflokkanna á auðlindaákvæði
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra segir afnotarétt að fiskveiðiauðlindinni ekki afhentan um aldur og ævi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist óttast að það auðlindaákvæði sem rætt sé um að setja í stjórnarskrá verði bitlaust ef ekki fæst svar við því hvort veiðiréttur sé afhentur um aldur og ævi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afnotaréttinn að auðlindinni ekki vera afhentan varanlega.

Sex börn þeirra Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar hafa erft og keypt 84,5 prósenta hlut í útgerðarfélaginu Samherja. Verðmæti þeirra eigna sem skipta um hendur hlaupa á tugum milljarða króna og er helsta verðmætið falið í aflaheimildunum sem Samherji hefur yfir að ráða. 

Þorgerður Katrín spurði Katrínu um málið á Alþingi í dag. Hún nefndi það að Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og samflokksmaður Katrínar, hefði gagnrýnt erfðir hlutabréfanna í Samherja í pontu á Alþingi og sagt að með erfðum á hlutabréfum í sjávarútvegsfyrirtæki fylgdi veiðiréttur ævilangt. „Ég vil draga það fram að við í Viðreisn höfum þrisvar á þessu þingi lagt fram breytingartillögur sem undirstrika eign þjóðarinnar yfir sjávarauðlindinni og þrisvar sinnum hafa þingmenn ríkisstjórnarflokkanna fellt tillögur okkar,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þeir hafa fellt tillögur okkar í Viðreisn um tímabundna samninga. Það má sem sagt engu breyta. Að mínu viti fer ekki saman hljóð og mynd af hálfu meirihlutaflokkanna hér í þingsal.“

Hún spurði því Katrínu hvort hún væri sammála því að erfðum á hlutabréfum í sjávarútvegsfyrirtæki fylgdi veiðiréttur um aldur og ævi. „Það kemur mjög skýrt fram í lögum um stjórn fiskveiða að sjávarauðlindin er sameign þjóðarinnar,“ svaraði Katrín. „Af því má draga þá ályktun, eins og gert hefur verið, að afnotaréttur á þeirri auðlind verði ekki afhentur með varanlegum hætti. Þannig skil ég lögin og þannig hefur túlkun á þeim lögum verið.“

Sagði hún að túlkun hennar á þessu ákvæði er sú að þessi afnotaréttur verði ekki afhentur með varanlegum hætti. „Ég tel það mjög mikilvægt fyrir framtíðarumræðu um auðlindir, ekki bara fiskveiðiauðlindina heldur allar auðlindir, að undirstrikað verði í stjórnarskrá að afnotaréttur af sameiginlegum auðlindum, hvort sem um er að ræða fiskinn í sjónum, orkuauðlindir, vatnið eða hvað það er, verði ekki afhentur með varanlegum hætti. Hvaða útfærsla á að vera á því finnst mér hins vegar heyra undir löggjafann hverju sinni, hvort það er gert með tímabundnum samningum, eins og háttvirtur þingmaður hefur áhuga á, eða að það sé skýrt að það séu uppsegjanleg réttindi.“

Segir afnotaréttinn ekki afhentan varanlega

Þorgerður Katrín sagði þetta vera loðið svar. „Það var ekki hægt að fá það fram hjá hæstvirtum forsætisráðherra hvað hún telji veiðiréttinn vera langan. Telur hún hann vera varanlegan? Hún segir að svo sé ekki. Þá vil ég fá að vita hversu varanlegur eða hversu langur á hann eigi þá að vera. Hvað á hann að gilda í mörg ár? Hvað þarf til að mynda langan fyrirvara í uppsögn svo ekki komi til skaðabóta af hálfu ríkisins? Þetta skiptir gríðarlega miklu máli af því að við erum sammála um það, ég og hæstvirtur forsætisráðherra, að það þarf auðlindaákvæði. En það þarf að vera auðlindaákvæði með biti í, auðlindaákvæði sem er skýrt. Og á meðan stjórnarmeirihlutinn hefur í þrígang hafnað og fellt — stráfellt tillögur okkar í stjórnarandstöðunni, Viðreisn og fleiri flokka, um að tímabinda samninga, þá óttast ég það auðlindaákvæði sem verið er að vinna með af hálfu stjórnarflokkanna,“ sagði hún og bætti því við að afstaða stjórnarflokkanna þyrfti að vera skýr í vinnunni sem nú stendur yfir um endurskoðun stjórnarskrárinnar.

„En það þarf að vera auðlindaákvæði með biti í, auðlindaákvæði sem er skýrt“

„Þó að svar forsætisráðherra sé ekki það sem háttvirtur þingmaður vill fá er það ekkert loðið, þó að háttvirtur þingmaður kjósi að kalla það svo,“ svaraði Katrín. „Það er algerlega skýrt af minni hálfu og hefur komið fram ítrekað í þessum sal að þessi afnotaréttur verður ekki afhentur varanlega. Þó að hlutabréf geti erfst er ekki þar með sagt að afnotarétturinn sé afhentur varanlega. Það er í höndum löggjafans hvernig því er háttað.“

Katrín ítrekaði það að hún vildi auðlindaákvæði í stjórnarskrá. „Jú, ég tel að það festi í sessi þá hugsun sem ég tel að meiri hluti þingmanna í þessum sal sé sammála um, að það er mikilvægt að hluti af grunngildum samfélags okkar birtist með þessum hætti í stjórnarskrá. Þar getum við haft ólíkar pólitískar skoðanir um tímalengd, hvort rétt sé að fara í það verkefni í gegnum samninga, úthlutun nýtingarleyfa. Það kann að vera mismunandi milli auðlinda. En stóra grundvallaratriðið sem á erindi í stjórnarskrá er að árétta þann vilja þjóðarinnar og þingsins að þessar auðlindir séu í þjóðareign og að þær verði ekki afhentar varanlega.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
4
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár