Í viðtali við RÚV árið 2014, og þar áður í ræðu á Viðskiptaþingi, vísaði þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, til Þórólfs Matthíassonar sem „pólitísks krossfara úr háskólasamfélaginu“. Ástæðan voru greinar og tilvitanir í Þórólf þar sem hann ræddi um landbúnaðarmál.
Þórólfur hefur í gegnum árin verið gagnrýninn á það hafta- og tollakerfi sem einkennir íslenskan landbúnað þar sem það sé ekki hagfellt neytendum. Þetta hefur oft og tíðum gert það að verkum að ráðherrar Framsóknarflokksins hafa gagnrýnt hann harkalega, meðal annars Sigmundur Davíð en einnig Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgönguráðherra, og Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og fyrrum starfsmaður Mjólkursamsölunnar.
„Kápa fræðimannsins“
Viðhorf þessara núverandi og fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins til Þórólfs Matthíassonar birtist ágætlega í grein sem Guðni Ágústsson birti í Morgunblaðinu …
Athugasemdir