Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Atlögur stjórnmálamanna að trúverðugleika háskólafólks

Stjórn­mála­menn reyna stund­um að draga úr trú­verð­ug­leika há­skóla­manna með því að gera þeim upp póli­tísk­ar skoð­an­ir eða ann­ar­leg sjón­ar­mið. Mál Þor­vald­ar Gylfa­son­ar hag­fræði­pró­fess­ors sýn­ir lík­lega hvernig kaup­in ger­ast oft á eyr­inni án þess að það kom­ist nokk­urn tím­ann upp.

Atlögur stjórnmálamanna að trúverðugleika háskólafólks
Líklega daglegt brauð Eiríkur Bergmann segir að meðferð fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar á máli Þorvaldar Gylfasonar sýni að sambærileg tilfelli séu líklega daglegt brauð í stjórnkerfinu. Málið hafi bara komist upp af því Þorvaldur Gylfasonar sé þeirrar gerðar. Bjarni og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sjást hér saman. Mynd: Pressphotos

Í viðtali við RÚV árið 2014, og þar áður í ræðu á Viðskiptaþingi, vísaði þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, til Þórólfs Matthíassonar sem „pólitísks krossfara úr háskólasamfélaginu“. Ástæðan voru greinar og tilvitanir í Þórólf þar sem hann ræddi um landbúnaðarmál.

Þórólfur hefur í gegnum árin verið gagnrýninn á það hafta- og tollakerfi sem einkennir íslenskan landbúnað þar sem það sé ekki hagfellt neytendum. Þetta hefur oft og tíðum gert það að verkum að ráðherrar Framsóknarflokksins hafa gagnrýnt hann harkalega, meðal annars Sigmundur Davíð en einnig Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgönguráðherra, og Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og fyrrum starfsmaður Mjólkursamsölunnar.

Oft gagnrýndurFáir háskólamenn á Íslandi hafa verið eins mikið gagnrýndir af stjórnmálamönnum á Íslandi á liðnum árum og Þórólfur Matthíasson, einn harðasti gagnrýnandi haftakerfisins í landbúnaði á Íslandi.

„Kápa fræðimannsins“

Viðhorf þessara núverandi og fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins til Þórólfs Matthíassonar birtist ágætlega í grein sem Guðni Ágústsson birti í Morgunblaðinu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár