Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Alltaf berfættur á hjólinu

Valdi­mar Elías­son seg­ist ekki finna fyr­ir kulda enda hafi hann ver­ið sjó­hund­ur í tutt­ugu ár og víli ekk­ert fyr­ir sér.

Alltaf berfættur á hjólinu
Segist fá óskeypis fótabað Valdimar hjólar allan ársins hring og þegar rigni fái hann ókeypis fótabað. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ég er alltaf berfættur á hjólinu. Ég finn ekkert fyrir kulda, ég var sjóhundur til tuttugu ára og víla ekkert fyrir mér. Svo fæ ég ókeypis fótabað þegar rignir. Ég er á hjólinu allt árið um kring. Sumir hafa spurt hvort ég hafi ekki neinar áhyggjur af því að meiða mig ef eitthvað kemur fyrir, að skrapa sundur fæturna, en ég svara þeim að það komi ekkert fyrir mig. Ég keyri bara eins og maður, er á löglegum hraða, ekkert að prjóna eða hekla eða djöflast. Ég nota hjólið til að komast leiðar minnar og mér til skemmtunar, það er ægilega þægilegt, þarf aldrei að hafa áhyggjur af bílastæðum. Það er hægt að koma þessu fyrir hvar sem er, upp á rönd ef maður vill.

Ég er búinn að hjóla meira og minna síðan 1974 þegar ég eignaðist mitt fyrsta hjól, Suzuki 380. Þá var ég austur á Hornafirði, ég var á bát þarna fyrir austan og fór á milli þaðan og hingað suður. Núna er ég á þessu hjóli, Hondu 750 spirit, helvíti skemmtilegu hjóli. Ég er nú hættur að fara svona langar leiðir, fer núna kannski lengst til Ólafsvíkur. Ég er uppalinn í Ólafsvík, Ólsaraandskoti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár