„Fossinn Glymur og landslagið í kringum hann er í algjöru uppáhaldi. Auðvitað er landslagið ægifagurt en aðallega höldum við upp á þetta svæði vegna þess að gangan er mátulega krefjandi fyrir alla, eins og til dæmis að þurfa að fara yfir ána á viðardrumb, að ganga upp að fossinum, vaða aftur yfir ána á sleipum steinum án þess að detta og svo hlaupa alla leiðina niður! Það er fullkomið að fara með gott nesti í þetta dásamlega umhverfi.
Annar staður sem Caroline nefnir er lítill foss í Hvalfirði sem er minna þekktur en Glymur og heitir Sjávarfoss. „Þessi foss er auðvitað ekkert í samanburði við Glym en það sem okkur finnst skemmtilegt er að elta ána, fara yfir hana, blotna í fæturna og hlæja mikið. Krökkunum finnst þetta mjög gaman og þetta hafa verið miklar gæðastundir. Svo er annar staður sem okkur þykir mjög vænt um, en það …
Athugasemdir