Það ætti engum að leiðast á Suðurlandi. Fólk á öllum aldri ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nefna má hestatengda ferðaþjónustu, bátaferðir, kajakróður, golfvelli, sundlaugar, óteljandi gönguleiðir og stangveiði í ám og vötnum. Áhugasamir um söguna geta farið á sögufræga staði enda var Alþingi Íslendinga á Þingvöllum, sögusvið Njálu er á Suðurlandi og biskupar sátu í Skálholti. Svo er hægt að sitja eða standa og njóta náttúrunnar. Þar eru fjöll, fagrir fossar, heitir hverir og jöklar. Jökulsárlón er ævintýri út af fyrir sig. Hér fyrir neðan er hugmynd að áhugaverðri afþreyingu og upplifun á svæðinu.
Jeppa og jöklaferðir Adrenalínið fer gjarnan af stað í jeppa- og jöklaferðum og alltaf ætti að fara varlega. Ýmsir ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi sérhæfa sig í slíkum ferðum og má nefna jeppaferð upp á jökul sem eru almennt miklar ævintýraferðir. Boðið er til að mynda upp á snjósleðaferðir upp á Vatnajökul.
2Bátsferðir …
Athugasemdir