Forvitnilegt er að velta fyrir sér hvernig myndarskapur íslenskra kvenna endurspeglaðist áður fyrr að stórum hluta í bakstri og matargerð. Eins að skoða hvernig þessi birtingarmynd hefur breyst í nútímasamfélagi og hvort eitthvað hafi haldið sér í forminu. Form eru sagnfræðingnum Sólveigu Ólafsdóttur hugleikin og telur hún formkökur hversdagsins stórlega vanmetnar.
„Birtingarmyndir myndarskaparins og hvað það þýðir að vera myndarleg/ur eru ofarlega í huga mér. Að hluta til er birtingarmyndin eitthvað sjónrænt en þegar við tölum um mat þá koma miklu fleiri skynáhrif til. Það er jú betra að það sem við reiðum fram sé gott á bragðið og góð lykt af því líka. Til eru margar sögur af því hvernig þú myndar stemningu með lykt, eins og til dæmis fátæku námsmennirnir sem áttu ekki fyrir hangikjöti en suðu þá bjúgu til að fá jólalykt í húsið. Hið sama má segja með vöfflur þar sem ein vaffla býr til góða …
Athugasemdir