Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þetta hefur Þorvaldur sagt um Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna

Þor­vald­ur Gylfa­son, hag­fræð­ing­ur og fyrr­ver­andi formað­ur Lýð­ræð­is­vakt­ar­inn­ar, hef­ur gagn­rýnt Sjálf­stæð­is­flokk­inn harð­lega um ára­bil. Hann hef­ur með­al ann­ars gagn­rýnt Bjarna Bene­dikts­son per­sónu­lega fyr­ir spill­ingu í fjöl­miðl­um. Þor­vald­ur fékk ekki rit­stjórastarf á veg­um ráðu­neyt­is Bjarna.

Þetta hefur Þorvaldur sagt um Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna
Gagnrýnir að Bjarni sé ennþá í stjórnmálum Þorvaldur Gylfason hefur gagnrýnt Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn fyrir Sjóðs 9-málið, Panamaskjölin og Uppreist æru-málið og furðað sig á því að Bjarni sé ennþá í stjórnmálum sem fulltrúi almennings.

„Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn að andliti pólitískrar spillingar á Íslandi,“ sagði Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður Lýðræðisvaktarinnar, í viðtali við katarska fjölmiðilinn Al Jazeera í aðdraganda þingkosninganna á Íslandi um haustið 2017. Blásið var til þeirra kosninga út af Uppreist æru málinu svokallaða, eins og rakið er í grein fjölmiðilsins frá Katar, og er það sagt vera „hneykslismál Sjálfstæðisflokksins“.

Málið snerist um að faðir Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, skrifaði stuðningsbréf fyrir dæmdan barnaníðing og reyndu yfirvöld að halda málinu leyndu. Í kjölfarið ákvað Björt framtíð að draga sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn og þurfi að boða til kosninga í kjölfarið. Bjarni missti forsætisráðherraembætti sitt vegna málsins og í kjölfar nýrra kosninga hóf flokkurinn samstarf við VG og Framsóknarflokkinn. 

„Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn að andliti pólitískrar spillingar á Íslandi“

Þessi ummæli Þorvaldar er ein af fjölmörgum sem hann hefur látið falla í gegnum árin þar sem hann gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn beint og Bjarna Benediktsson, formann flokksins, beint eða óbeint.

Þorvaldur er stundum kallaður til af erlendum fjölmiðlum, eins og Al Jazeera, sem álitsgjafi eða greinandi um íslensk málefni.  Í viðtalinu við Al Jazeera sagði hann enn fremur: „Hin mikla andstaða Sjálfstæðisflokksins við hina nýju stjórnarskrá, sem er aðallega tilkomin til að þóknast velgjörðarmönnum flokksins í röðum auðmanna í íslenskum sjávarútvegi, en sem einnig má rekja til þess vilja flokksins að viðhalda óbreyttu ástandi á Íslandi, hefur valdið mörgum af kjósendum flokksins vonbrigðum,“ sagði Þorvaldur. 

Viðtalið við Al Jazeera snerist því fyrst og fremst um Sjálfstæðisflokkinn og arfleifð hans.

Panamakjölin og íslensk spillingÞorvaldur talar um að það sé dæmi um spillingu á Íslandi að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi haldið áfram í stjórnmálum á Íslandi þrátt fyrir að hafa verið í Panamaskjölunum.

Misræmið um aðkomu Bjarna

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, fyrst í Kjarnanum, fékk Þorvaldur ekki ritstjórastarf hjá hagfræðitímariti Norrænu ráðherranefndarinnar vegna andstöðu ráðuneytis Bjarna Benediktssonar við tilhögunina. Búið var að ganga frá ráðningunni með óformlegum hætti í tölvupóstsamskiptum en Bjarni Benediktsson hefur bent á það að hann hafi bæði tilnefningar- og neitunarvald um hver gegni þessu starfi þar sem hann er fjármálaráðherra. Fjármálaráðuneytin á Norðurlöndunum halda utan um útgáfu tímaritsins og þarf að ríkja einhugur um hver gegnir ritstjórastarfinu. 

Yfirlýsingar ráðuneytisins og Bjarna Benediktssonar sjálfs um hvernig það bar að að ráðuneytið setti sig upp á móti ráðningunni eru nokkuð misvísandi. Ráðuneytið gaf það út fyrir nokkrum dögum að enginn í yfirstjórn þess hafi vitað af eða komið að málinu þegar starfsmaður skrifstofu efnahagsmála lýsti því yfir að ráðuneytið væri mótfallið að Þorvaldur fengi starfið. 

Í innleggi á Facebook i gær og síðar í upplýsandi viðtali við RÚV sagði Bjarni hins vegar að hann hafi lýst sig andsnúinn Þorvaldi þegar hann heyrði af því að honum hafi verið boðið starfið. „Reyndar er það svo að þegar ég heyrði af þeirri uppástungu var ég afar skýr um að hann kæmi ekki til greina, enda tel ég að sýn og áherslur Þorvaldar Gylfasonar í efnahagsmálum geti engan veginn stutt við stefnumótun ráðuneytis sem ég stýri.“

Spurningin sem eftir stendur er hvort það skipti máli á hvaða tímapunkti í ferlinu það var sem Bjarni lýsti því yfir að hann vildi ekki að Þorvaldur fengi starfið. Aðalatriðið er kannski að Bjarni gerði þetta á einhverjum tímapunkti og taldi sig hafa fullan rétt á því eins og hann útskýrir sjálfur.

Bjarni hefur útskýrt þetta misræmi í orðum ráðuneytisins og hans sjálfs með eftirfarandi hætti: „Ég held að þarna séu menn að rugla saman tveimur hlutum. Ég hafði ekki aðkomu að því að þessi tiltekni tölvupóstur var sendur út. Ég hafði hins vegar heyrt af því að komin var af stað umræða í stýrihópnum um væntanlegan nýjan ritstjóra. Ég var bara sáttur við það í hvaða farvegi það var. Eftir að ég heyri hins vegar af því að önnur ríki hafi mótmælt eða ekki fallist á okkar tillögu og vilji frekar leggja til Þorvald Gylfason þá lagðist ég gegn því.“

Miðað við fyrstu yfirlýsingar ráðuneytisins um málið mátti skilja það sem svo að Bjarni hafi ekki á neinum tímapunkti í ferlinu komið að því að lýsa yfir andstöðu við ráðningu Þorvaldar. Þetta reyndist hins vegar ekki vera rétt. Bjarni útskýrir svo þetta misræmi með sínum hætti. 

Bjarni ósáttur við Þorvald

Bjarni sagði í viðtalinu við RÚV að hann teldi einnig hæpið að Þorvaldur gæti verið í samstarfi við ráðuneyti undir hans stjórn í ljósi skoðana hans. „Hver segir að hans pólitísku skoðanir skipti öllu máli? Ég er bara að segja að ég hef enga skyldu til þess að tilnefna Þorvald eða fallast  á tillögu um Þorvald. Ef við viljum velta fyrir okkur hans skoðunum, ef menn eru að velta fyrir sér hvort það sé líklegt að hann geti verið í samstarfi við fjármálaráðuneyti undir minni stjórn um efnistök í blaðinu og annað þess háttar þá finnst mér það harla ólíklegt miðað við hans yfirlýstu skoðanir.“

„Á meðan flutti forsætisráðherrann [Bjarni] sem málið snérist um sig um set og gerðist fjármálaráðherra.“

En hvað skoðanir eru þetta? Bjarni vísaði ekki til neins sérstaks en sagði í Facebook-innleggi sínu að ekki þyrfti að „leggjast í mikla rannsóknarvinnu til að finna út hvaða hug Þorvaldur hefur borið til þeirra ríkisstjórna sem ég hef setið í undafarin ár“. Þetta er auðvitað rétt hjá Bjarna.

Gagnrýninn á að Bjarni sé ennþá í stjórnmálum

Skoðanir Þorvaldar á Sjálfstæðisflokknum hafa meðal annars birst í viðtölum eins og því við Al Jazeera en einnig í fjölda greina sem hann hefur skrifað í íslensk blöð í gegnum árin sem og á öðrum vettvangi. Til dæmis var Þorvaldar getið sem heimildarmanns í bókinni Meltdown Iceland eftir breska blaðamanninn Roger Boyes frá árinu 2009 þar sem fram kom hörð gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn og Davíð Oddsson. 

Gagnrýni Þorvaldar á Sjálfstæðisflokkinn og ætlaða spillingu innan hans nær því miklu lengra aftur í söguna. Þorvaldur skrifaði til dæmis oftsinnis um spillingu við einkavæðingu ríkisbankanna í greinum sínum í Fréttablaðinu á árunum eftir efnahagshrunið 2008 og fram á okkar dag

Þegar litið er nær í tíma þá skrifaði Þorvaldur grein í Tímarit Máls og menningar í apríl í ár þar sem hann gagnrýndi bæði Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna sjálfan harðlega. Greinin kallast 12 ár frá hruni. Tekið skal fram að greinin var birt eftir að Þorvaldur fékk ekki umrætt ritstjórastarf. 

Í greininni ræðir Þorvaldur um það hvaða breytingar þurfi að gera á Íslandi, meðal annars í stjórnmálum. Þorvaldur sat í stjórnlagaráði á sínum tíma og hefur barist fyrir því að sett verði ný stjórnarskrá í mörg ár.  Hann hefur meðal annars sagt í viðtölum að Ísland sé „ennþá bara þróunarland“ þegar kemur að stjórnmálalífi og vörnum gegn spillingu í samfélaginu. 

Í grein sinni ræðir Þorvaldur meðal annars um það að stjórnmálamenn geti haldið áfram að starfa sem fulltrúar almennings eftir að hafa verið staðnir að spillingu.

Tók Þorvaldur dæmi af Panamaskjölunum svokölluðu þar sem bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktssin héldu áfram í stjórnmálum þrátt fyrir að hafa notað skattaskjól samhliða störfum sínum sem þingmenn.  „Ísland missir eitt stig vegna þess að „embættismenn sem verða uppvísir að spillingu eða óæskilegri háttsemi starfa yfirleitt áfram innan stjórnsýslunnar. Dæmi: Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að nafn hans fannst í Panamaskjöl- unum – leknum lögfræðilegum gögnum sem afhjúpuðu mögulega ólöglega viðskiptahætti valdamikilla einstaklinga um allan heim – þá tók Bjarni Benediktsson sæti hans, en nafn Bjarna var einnig í Panama-skjölunum,“  segir Þorvaldur í greininni.

Um Bjarna segir Þorvaldur enn frekar í greininni að hann sé ennþá í stjórnmálum þrátt fyrir veruna í Panamaskjölunum. „Einn ráðherranna þriggja varð síðan forsætisráðherra skamma hríð áður en hann settist í stól fjármálaráðherra að nýju eins og ekkert hefði í skorist og situr þarn enn.“

Þorvaldur gagnrýnir svo að sett hefði verið lögbann á fjömiðla vegna frétta um viðskipti Bjarna í aðdraganda íslenska efnahagshrunsins og segir hann að prentfrelsið hafi hins vegar sigrað að lokum. „Prentfrelsið sigraði í héraðsdómi í október 2018 og síðan aftur í Hæstarétti í mars 2019. Því hafði þá verið haldið í gíslingu í 522 daga. Á meðan flutti forsætisráðherrann [Bjarni] sem málið snérist um sig um set og gerðist fjármálaráðherra.“

Segja má að öll grein Þorvaldar, þar sem hann dregur upp sínar skoðanir á stöðu Íslands frá hruni, feli í sér gegnumgangandi gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna sjálfan og fjölskyldu hans líka í nokkrum tilfellum. Þorvaldur telur Bjarna Benediktsson með öðrum orðum vera eitt af vandamálum íslensks samfélags og sér hann ekki sem hluta af þeirri lausn á vandamálum landsins sem hann sér fyrir sér. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár