Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skipaði Tómas sem sendiherra eftir að hann var kjörinn dómari við alþjóðlegan dómstól

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þá­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, skip­aði þjóð­réttar­fræð­ing­inn Tóm­as H. Heið­ar sem sendi­herra eft­ir að hann var kjör­inn dóm­ari við Al­þjóð­lega haf­rétt­ar­dóm­stól­inn í Ham­borg. Eng­in til­kynn­ing eða frétt var birt um skip­an­ina líkt og yf­ir­leitt er gert.

Skipaði Tómas sem sendiherra eftir að hann var kjörinn dómari við alþjóðlegan dómstól
Ekki starfandi sendiherra Tómas H. Heiðar segir að ekkert óeðlilegt sé við skipan hans sem sendiherra og störf hans við Alþjóðlega hafréttardóminn þrátt fyrir að hann sé sendiherra. Hann undirstrikar að hann sé í leyfi frá störfum sem sendiherra og sé því ekki starfandi sem slíkur.

Tómas H. Heiðar, dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn og sendiherra, var skipaður sem sendiherra við utanríkisráðuneytið tæpum þremur mánuðum eftir að hann var kjörinn sem dómari við alþjóðlega dómstólinn í Hamborg árið 2014. Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, skipaði hann í starfið.

Þetta kemur fram í svörum frá utanríkisráðuneytinu við spurningum Stundarinnar. Stundin greindi frá málinu í gær. 

Gunnar Bragi skipaði Tómas sem sendiherra þann 1. september 2014 eftir að hann hafði verið kjörinn dómari við hafréttardóminn þann 11. júní sama ár og þann 1. október 2014 tók hann við dómarastarfinu í Hamborg. Kjör Tómasar er til 9 ára. 

Engar opinberar heimildir eru um að Tómas hafi verið skipaður í embætti sendiherra á þessum tíma aðrar en upptalning á störfum Tómasar á vefsíðu Alþjóðlega hafréttardómsins. Þar stendur ekki fyrir hvaða land Tómas er sendiherra. 

Utanríkisráðherra, eða utanríkisráðuneytið, hefur ekki birt neinar upplýsingar um að Tómas sé sendiherra fyrir utan svar ráðherra á Alþingi árið 2017 um hverjir eru sendiherrar. Í því svari var raunar ranglega sagt að Tómas hefði verið skipaður í starfið árið 2016. Þetta misræmi er óútskýrt. 

Tilkynnt um skipan GeirsGeir H. Haarde var skipaður sendiherra rúmum mánuði á undan Tómasi H. Heiðar. Tilkynnt var um þetta samdægurs á heimasíðu ráðuneytisins. Ekkert var sagt þegar Tómas varð sendiherra.

Tilkynnt um aðra sendiherra

Rúmum mánuði áður en Gunnar Bragi skipaði Tómas sem sendiherra skipaði hann aðra tvo sendiherra, þá Geir H. Haarde og Árna Þór Sigurðsson. Ráðuneytið birti frétt um þetta samdægurs á heimasíðu sinni. „Utanríkisráðherra hefur í dag skipað þá Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra, og Árna Þór Sigurðsson, alþingismann og fyrrverandi formann utanríkismálanefndar, sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með 1. janúar 2015,“ segir í fréttinni. 

Sömu sögu má segja um fjóra nýja sendiherra sem Gunnar Bragi skipaði í ársbyrjun 2016. 

Slíkar fréttir eru oft og yfirleitt birtar þegar nýir sendiherrar eru skipaðir. Þetta var hins vegar ekki gert þegar Tómas var skipaður.

Heimildir Stundarinnar herma að margir í starfsliði utanríkisráðuneytisins hafi ekki vitað af sendiherratign Tómasar og það tók ráðuneytið fimm daga að senda Stundinni upplýsingar um ráðninguna. 

Þó utanríkisráðuneytið hafi ekki tilkynnt sérstaklega um það þegar Gunnar Bragi skipaði Tómas sem sendiherra þá tjáði Gunnar Bragi sig um það þegar hann var kjörinn dómari við hafréttardóminn þann 11. júní 2014, tæpum þremum mánuðum áður en hann var skipaður sendiherra: „Kosningabaráttur finnast lika innan diplomataheimsins en þar vinna allir saman í Team Iceland. Til hamingju Tómas.,“ sagði utanríkisráðherra þá á Faecbook. 

Ein af spurningunum sem út af stendur í málinu er af hverju utanríkisráðherra Íslands skipar einhvern sem sendiherra  einum mánuði áður en hann fer í 9 ára leyfi frá störfum til að starfa sem dómari við alþjóðlegan dómstól. 

Stundin hefur ekki náð í Gunnar Braga Sveinsson.

Tómas: Ekkert óeðlilegt

Tómas segir í tölvupósti til Stundarinnar að hann sé í leyfi sem sendiherra og því sé rangt að segja að hann gegni starfi starfi sendiherra samhliða dómarastarfi sínu. „Ég árétta að ég er í leyfi sem sendiherra í utanríkisþjónustunni. Gegni því starfi að sjálfsögðu ekki á meðan ég gegni embætti dómara. Þigg engin laun eða réttindi frá ráðuneytinu.“

 „Ég árétta að ég er í leyfi sem sendiherra í utanríkisþjónustunni“

Tómas segir jafnframt að það sé algengt að starfsmenn utanríkisráðuneytisins gegni öðrum störfum hjá alþjóðstofnunum á skipunartíma sínum sem sendiherrar en að þeir fari þá í leyfi á meðan líkt og hann hafi gert. „Mjög algengt er að starfsmenn utanríkisþjónustunnar starfi tímabundið hjá alþjóðastofnunum og fari í leyfi á meðan. Guðmundur Eiríksson, sem gegndi á sínum tíma embætti dómara við Alþjóðlega hafréttardóminn, fór t.d. í leyfi sem sendiherra í utanríkisþjónustunni á meðan.“

Guðmundur Eiríksson var dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn á árunum 1996 til 2002 en munurinn á stöðu hans og Tómasar er sá að hann var löngu orðinn sendiherra áður en hann varð dómari við réttinn. Tómas var hins vegar skipaður sendiherra eftir að hann var kjörinn dómari. 

Þegar fréttin var birt hafði Tómas ekki svarað spurningum Stundarinnar um af hverju hann hafi verið skipaður sendiherra eftir að hann var kjörinn dómari eða af hverju hann taki það ekki fram á heimasíðu dómstólsins í Hamborg að hann er sendiherra fyrir Íslands hönd. 

Stundin hefur sent frekari spurningar um málið til utanríkisráðuneytisins og bíður miðillinn svara. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár