Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skipaði Tómas sem sendiherra eftir að hann var kjörinn dómari við alþjóðlegan dómstól

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þá­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, skip­aði þjóð­réttar­fræð­ing­inn Tóm­as H. Heið­ar sem sendi­herra eft­ir að hann var kjör­inn dóm­ari við Al­þjóð­lega haf­rétt­ar­dóm­stól­inn í Ham­borg. Eng­in til­kynn­ing eða frétt var birt um skip­an­ina líkt og yf­ir­leitt er gert.

Skipaði Tómas sem sendiherra eftir að hann var kjörinn dómari við alþjóðlegan dómstól
Ekki starfandi sendiherra Tómas H. Heiðar segir að ekkert óeðlilegt sé við skipan hans sem sendiherra og störf hans við Alþjóðlega hafréttardóminn þrátt fyrir að hann sé sendiherra. Hann undirstrikar að hann sé í leyfi frá störfum sem sendiherra og sé því ekki starfandi sem slíkur.

Tómas H. Heiðar, dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn og sendiherra, var skipaður sem sendiherra við utanríkisráðuneytið tæpum þremur mánuðum eftir að hann var kjörinn sem dómari við alþjóðlega dómstólinn í Hamborg árið 2014. Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, skipaði hann í starfið.

Þetta kemur fram í svörum frá utanríkisráðuneytinu við spurningum Stundarinnar. Stundin greindi frá málinu í gær. 

Gunnar Bragi skipaði Tómas sem sendiherra þann 1. september 2014 eftir að hann hafði verið kjörinn dómari við hafréttardóminn þann 11. júní sama ár og þann 1. október 2014 tók hann við dómarastarfinu í Hamborg. Kjör Tómasar er til 9 ára. 

Engar opinberar heimildir eru um að Tómas hafi verið skipaður í embætti sendiherra á þessum tíma aðrar en upptalning á störfum Tómasar á vefsíðu Alþjóðlega hafréttardómsins. Þar stendur ekki fyrir hvaða land Tómas er sendiherra. 

Utanríkisráðherra, eða utanríkisráðuneytið, hefur ekki birt neinar upplýsingar um að Tómas sé sendiherra fyrir utan svar ráðherra á Alþingi árið 2017 um hverjir eru sendiherrar. Í því svari var raunar ranglega sagt að Tómas hefði verið skipaður í starfið árið 2016. Þetta misræmi er óútskýrt. 

Tilkynnt um skipan GeirsGeir H. Haarde var skipaður sendiherra rúmum mánuði á undan Tómasi H. Heiðar. Tilkynnt var um þetta samdægurs á heimasíðu ráðuneytisins. Ekkert var sagt þegar Tómas varð sendiherra.

Tilkynnt um aðra sendiherra

Rúmum mánuði áður en Gunnar Bragi skipaði Tómas sem sendiherra skipaði hann aðra tvo sendiherra, þá Geir H. Haarde og Árna Þór Sigurðsson. Ráðuneytið birti frétt um þetta samdægurs á heimasíðu sinni. „Utanríkisráðherra hefur í dag skipað þá Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra, og Árna Þór Sigurðsson, alþingismann og fyrrverandi formann utanríkismálanefndar, sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með 1. janúar 2015,“ segir í fréttinni. 

Sömu sögu má segja um fjóra nýja sendiherra sem Gunnar Bragi skipaði í ársbyrjun 2016. 

Slíkar fréttir eru oft og yfirleitt birtar þegar nýir sendiherrar eru skipaðir. Þetta var hins vegar ekki gert þegar Tómas var skipaður.

Heimildir Stundarinnar herma að margir í starfsliði utanríkisráðuneytisins hafi ekki vitað af sendiherratign Tómasar og það tók ráðuneytið fimm daga að senda Stundinni upplýsingar um ráðninguna. 

Þó utanríkisráðuneytið hafi ekki tilkynnt sérstaklega um það þegar Gunnar Bragi skipaði Tómas sem sendiherra þá tjáði Gunnar Bragi sig um það þegar hann var kjörinn dómari við hafréttardóminn þann 11. júní 2014, tæpum þremum mánuðum áður en hann var skipaður sendiherra: „Kosningabaráttur finnast lika innan diplomataheimsins en þar vinna allir saman í Team Iceland. Til hamingju Tómas.,“ sagði utanríkisráðherra þá á Faecbook. 

Ein af spurningunum sem út af stendur í málinu er af hverju utanríkisráðherra Íslands skipar einhvern sem sendiherra  einum mánuði áður en hann fer í 9 ára leyfi frá störfum til að starfa sem dómari við alþjóðlegan dómstól. 

Stundin hefur ekki náð í Gunnar Braga Sveinsson.

Tómas: Ekkert óeðlilegt

Tómas segir í tölvupósti til Stundarinnar að hann sé í leyfi sem sendiherra og því sé rangt að segja að hann gegni starfi starfi sendiherra samhliða dómarastarfi sínu. „Ég árétta að ég er í leyfi sem sendiherra í utanríkisþjónustunni. Gegni því starfi að sjálfsögðu ekki á meðan ég gegni embætti dómara. Þigg engin laun eða réttindi frá ráðuneytinu.“

 „Ég árétta að ég er í leyfi sem sendiherra í utanríkisþjónustunni“

Tómas segir jafnframt að það sé algengt að starfsmenn utanríkisráðuneytisins gegni öðrum störfum hjá alþjóðstofnunum á skipunartíma sínum sem sendiherrar en að þeir fari þá í leyfi á meðan líkt og hann hafi gert. „Mjög algengt er að starfsmenn utanríkisþjónustunnar starfi tímabundið hjá alþjóðastofnunum og fari í leyfi á meðan. Guðmundur Eiríksson, sem gegndi á sínum tíma embætti dómara við Alþjóðlega hafréttardóminn, fór t.d. í leyfi sem sendiherra í utanríkisþjónustunni á meðan.“

Guðmundur Eiríksson var dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn á árunum 1996 til 2002 en munurinn á stöðu hans og Tómasar er sá að hann var löngu orðinn sendiherra áður en hann varð dómari við réttinn. Tómas var hins vegar skipaður sendiherra eftir að hann var kjörinn dómari. 

Þegar fréttin var birt hafði Tómas ekki svarað spurningum Stundarinnar um af hverju hann hafi verið skipaður sendiherra eftir að hann var kjörinn dómari eða af hverju hann taki það ekki fram á heimasíðu dómstólsins í Hamborg að hann er sendiherra fyrir Íslands hönd. 

Stundin hefur sent frekari spurningar um málið til utanríkisráðuneytisins og bíður miðillinn svara. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár